Tímarit iðnaðarmanna - 01.08.1949, Qupperneq 22

Tímarit iðnaðarmanna - 01.08.1949, Qupperneq 22
Iðnaðarritið 3.- 4. XXII. 1949 25 ára skólastjórnarafmæli Helga H. Eiríkssonar Eins og drejjiö var á í síöasta liefti var Helga haldiö samsœti 9. okt. s.l. og gengust fyrir því' Iönaöarmanna- félagiö, Kennarafél. Iönskólans, skólanefnd Iönskólans og Nemendafél IÖnskólans. Mœttu um 200 manns, og stýröi Finnbogi R. Þorvaldsson próf. hófinu af miklum skörung- skap. Guöm. H. Guðmundsson flutti aöalrœöuna fyrir minni heiöursgestsins og er útdráttur úr henni prentaöur hér á eftir. Sig. Skúlason rithöfundur flutti ávarp frá kennarafélaginu en SigurÖur GuÖgeirsson prentnemi frá nemendafélaginu. Þorsteinn SigíirÖsson húsgagnasm.m. flutti kvœöi þaö sem hér er prentaö aö ósk Helga. Ýmsir aörir fluttu stuttar ræöur og kveöjuorö, en Karla- kór iönaöarmanna söng. Helga bárust höföinglegar minn- ingargjafir og fjöldi heillaskeyta, en hann þakkaöi meö ýtarlegri rœöu. AÖ lokum var stiginn dans og fannst öllum hófiö hiö veglegasta. Útdráttur úr ræöu Guöm. H. GuÖmundssonar, formanns Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík. Háttvirtu samkvæmisgestir. Mér er alveg sérstök ánægja og umfram allt ljúft, að fá tækifæri til þess að ávarpa heiðursgestina á þessum merkistimamótum, og þá ekki síður að geta óskað Helga til hamingju með þá athöfn, sem fram fór í dag, er horn- steinn var lagður að hinni glæsilegu Iðnskólabyggingu. Það er ekki óalgengt að heiðra menn og sýna þeim hylli og vináttu eftir lengri eða skemmri störf, sem leyst hafa verið á þann hátt, að af þyki bera. Venjulega er það gert þegar menn flytja milli héraða eða til annara landa, eða láta af störfum íyrir aldurs sakir. En hér er hvorki um elli né burtför að ræða. Hvorttveggja er heiðurgestinum fjarri. Hann er, eins og allir sjá og vita, enn ungur og athafnadrjúgur, og ef líf og heilsa endist, verður hann skólastjóri Iðnskólans í mörg ár. ennþá. Fyrir 25 árum síðan, þ. e. árið 1923, þegar Þórarinn heitinn Þorláksson, hafði sagt lausu starfi sínu sem skólastjóri Iðnskólans í Reykjavík, urðu nokkur átök um það, hver skyldi hljóta stöðuna, og lagði þáverandi stjórn Iðnaðarmannafélagsins á það mikla áherzlu, að núverandi skólastjóri, heiðursgestur kvöldsins, Helgi H, Eiríksson, fengi veitingu fyrir starfinu og dró fram sem aðalrök, að skólanum væri nauðsyn á óþreyttum starfskröftum ungs manns. Að stjórnin hafi valið rétt sannast bezt á því, að sami maður er enn í stöðunni, og sem heiðursgestur á meðal þeirra er mest og bezt hafa fylgst með störfum hans þessi 25 ár. Ætti núverandi stjórn Iðnaðarmannafélags- ins, að setjast á bekk fyrri stjórnar, efast ég ekki um að val hennar yrði hið sama. , Enginn skyldi ætla, að öll þessi ár hefði tekist að Helgi H. Eiríksson flytur rceöu á 25 ára skólastjóra- afmæli sínu. halda svo frið við alla þá iðnmeistara, sem sendu nem- endur í skólan, að hvergi kæmi snurða á, því fer fjarri. Ýmsar breytingar á rekstri skólans hafa valdið ágrein- ingi og misjöfnum skilningi, enda ávalt svo, þegar breyta þarf fyrri venjum. Tæpast er við því að búast, að allir séu sammála um rétta lausn, og mér dettur ekki i hug að halda því fram hér, að skólanefnd, með skólastjóra í formannssæti, hafi ávalt hitt á réttustu og beztu leiðina. En þó fullyrði ég hiklaust, að sú óánægja, sem eftir hefur setið, ef einliver hefur verið um einstök atriði, þegar búið var að meta og vega allra óskir, þá hafi hún byggst á ókunnugleika og skilningsleysi á þeim erfiðleikum, sem við var að etja á rekstri skóla með margföldum fjölda nemanda í því húsrými, sem skólinn hefur haft til umráða á hverjum tíma. 40

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.