Tímarit iðnaðarmanna - 01.08.1949, Page 23
Iðnaðarritið 3.- 4. XXII. 1949
Ávarp samstarfsmanna í skólanefnd.
Við, undirrituð skólanefnd Iðnskólans í Reykjavík,
færum þér hugheilar hamingjóskir á aldarfjórðungs-
tímamótum sem skólastjóri Iðnskólans, fjölmennasta
skóla landsins.
Fyrir hönd skólans þökkum við þér mikið, heillaríkt
og óeigingjarnt starf.
Ársæll Árnason, Þ. Sigurðsson, Axel Kristjánsson.
Kvæði Þorsteins Sigurðssonar.
1 fjórðung aldar framtakinu að liði
fylgdir innstu þrá.
Þitt lífsstarf varð að lýsa nýju sviði,
leiðir benda á.
Vannst að því að vekja nýjan gróður,
valdir til þess systur þina og bróður.
Lífið allt er varðstaða og vaka,
vegur, sem er lókaður til baka.
Er haustar að þú minnist vorsins veiga,
vormenn ljósið þrá,
vita, hvað þeir vilja og saman eiga,
vaxtarsprotann dá.
Æskusporin átthagarnir geyma,
eru bundin frjómoldinni heima.
Þar, sem rætur grafa í grýttan svörðinn,
gróður nýr á leik við moldarbörðin.
Þú vildir þessa gróðurs reyna að gæta,
glæða æsku þrótt.
Iðnstétt landsins menntun búa og bæta,
bauðst fram dag með nótt.
Fiugsins vængtak víkka þurfti og stækka,
vaxtarsprotinn gildna, stælast, hækka,
vökumenn að vera á hverju horni,
vaxnir því að fylgja nýjum morgni.
Helgi hefir stundum verið talinn ráðríkur. Ekki mun
það þó skoðun þeirra, sem gerst hafa vitað og bezt til
þekkt. — En hvers virði er sá maður, sem ekki er ráðrík-
ur þegar þess þarí með og það á við? 1 raínum augum
er hann lítils virði.
Helgi er maður á besta aidri, fullur áhuga og starfs-
orku og á vafalaust éftir að afkasta miklu fyrir þá
stétt, sem hér er. fjölmennust i kvöld, fyrir islenzka
iðnaðarmenn.
Helgi er enginn hversdagsmaður i starfi eða skapi.
Hann er sístarfandi atorku- og eljumaður og bæði af-
kastamikill og fylginn sér við þau störf, sem hann á
annað borð tekur að sér. Á slíka menn hlaðast oft störf
um of. Skapið er mikið og hrjúft, og hefir Helgi af sum-
um verið talinn fráhrindandi, enda að ég hygg lítið gert
til að kaupa sér fylgi með flærð og fagurgala. Slíkir menr.
Þótt brotið sé í blað við fjórðung aldar.
er byrjuð sókn í kvöld.
Eigi verða tálmanirnar taldar
né talin saman gjöld.
Heitum þeim, sem hélt um stýrisvölinn,
hefur runnið aldarfjórðungs spölinn,
að leggja drengskap, dáðríki og völdin
í dagsverkin, sem framundan á öldin.
Sá blessar heiðan, bjartan sólarmorgun,
sem býst í gæfuleit.
Dáðríkið ei bindur sig við borgun,
né brýtur unnið heit.
Eflist þjóð að hylli frjálsra handa
er hugsjón framtaks leyst úr öllum vanda.
Þeim leyfist ekki að láta hallann ráða,
sem leita fram til manndóms, vits og dáða.
Við þurfum öll að vaxta vit og snilli,
vernda fögur heit.
Öll að ganga myrkranna á milli
í manndómsleit.
Æskan, sem til átakanna mótum,
á að treysta sínum eigin fótum,
er að hlýða kalli kynslóðanna,
ber kyndla senn til yztu varðstöðvanna.
II.
Svo meðtak þakkir þúsund frjálsra huga,
þakkir fyrir unnin verk.
Iðnstéttin víll liði landsins duga,
leita, dafna, verða sterk.
Sagan fær að sýsla um annan þátt,
seilast inn í þegnsins hjartaslátt.
Hér leggur fram hvert líf við jarðar töf
það ljós, sem þjóðin fær í vöggugjöf.
njóta oft ekki sannmælis annarsstaðar en í þrengri hring
þeirra, er gerst vita að undir hinu hrjúfa yfirborði býr
viðkvæmni hins göfuga manns, sem flíkar ekki öllu við
fyrstu sýn.
Eg liefi um nokkurt árabil átt þess kost að vera í
nánu samstarfi við Helga. Þau kynni, sem þar hafa skap-
ast, eru á þann veg, að ég tel mér feng að. Við höfum
við alvarleg störf ýmist verið á sömu skoðun eða and-
stæðri, án þess mér vitanlega að í odda hafi skorist, enda
Helgi þannig, ef um ágreining er að ræða, að hann vill
ræða málin þar til að sú lausn er fundin, sem allir geta
sætt sig við, og að athuguðu máli sýnist þá oftast sú
eina rétta.
Eg hefi verið þar, sem deilt hefur verið á Helga af upp
og ofan sanngirni og séð hans róiegu festu gegn ósann-
41