Tímarit iðnaðarmanna - 01.08.1949, Qupperneq 25

Tímarit iðnaðarmanna - 01.08.1949, Qupperneq 25
Iðnaðarritið 3.- 4. XXII. 1949 Félag bókbandsiðnrekenda Á árinu 1948 hélt félagið 4 fundi. Fjölluðu þeir aðallega um kaupgjaidsmál og i sambandi við það um verðlagsmál, svo og gjaldeyris- og innflutningsmál félags- manna. — Félagsmenn á árinu voru 21. — Aðalfundur var haldinn 9. marz að Hótel Borg. Reikningar félagsins voru samþykktir og sýndu þeir stjóðseign kr. 3718,78. Stjörnin var öll endurkosin, en hana skipa: Brynjólfur Magnússon, for- maður, Jón Kjartansson, gjaldkeri og Ársæll Árnason, ritari. — Félagið var að þessu sinni 25 ára og í tilefni þess settust félagsmenn að hófi að fundarstörfum loknum, eins og meðfylgjandi mynd sýnir. Fór þar allt fram ,,í einingu andans og bandi friðarins." Þar var Guðm. Gamalíelsson kjörinn heiðursfélagi með öllum atkvæðum fundarmanna. Guðmundur er kominn fast að áttræðu (f. 25. nóv. 1870). Það má með fullum sanni segja að hann lærði iðnina með fyllri alvöru en almennt gerðist. Að loknu námi hér í Reykjavík sigldi Guðmundur til Kaupmanna- hafnar, sem þá var i rauninni eina „útlandið," er við þekktum hér. Jafnframt dag- legu starfi stundaði hann listrænt nám í faginu í kvöldskóla, og Það með ágætum. Guðmundur er prúðmenni hið mesta, eins og allir vita, er hann þekkja, og þeir eru margir, því að Guðmundur er manna ,,fjölkunnugastur“. Á myndinni eru, taliö frá v.: Steingr. Guðmundsson, Björn Jónsson, Þorst. Sigur- _ „ , ... björnsson, Helgi Tryggvason, Aöalst. Sigurösson, Gunnar Einarsson, Þorl. Gunn- Guömundur Gamalielsson a ’ ’ (Myndin er tekin í lwfinu) arsson> ^on Kjartansson. Brynj. Magnússon, Guöm. Gamalíelsson, GuÖm. R. Jósefs- son, Öl. Þorsteinsson, Þorv. Sigurössoti, Jóh. Kristjánsson, Guöm. Guöjónsson, Hrólfur Benediktsson, Guöjón Runólfsson, HafliÖi Helgason. Ársœll Árnason. •—

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.