Tímarit iðnaðarmanna - 01.08.1949, Síða 27

Tímarit iðnaðarmanna - 01.08.1949, Síða 27
Iðnaðarritið 3,- 4. XXII. 1949 arsamar, oft gagnslitlar, en aldrei fullnægjandi og yfirleitt mesta fúsk. Verkið á að framkvæma- þannig strax í byrjun, að þeir sem eiga að njóta þess í framtíðinni eigi engin eftirköst yfir höfði sér. Breyting sú frá núverandi gluggagerð, sem sýnd er á meðfylgjandi myndum, ætti að mínu áliti að geta orðið til mikilla bóta. Mér væri það ánægja ef menn vildu færa sér hana í nyt. Aukin kostnaður við breytinguna er hverfandi, en á hinn bóginn mikið unnið ef með þessu móti tæk- ist að gera hjaragluggana vatnshelda í slagviðr- um. Eg hefi lagt mesta áherlu á yfirfalsið að ofan, vegna þess, að af öllu því, sem nú er ábótavant við hjaraglugga er öfuga falsið á yfirstykkinu versti gallinn. Þar næst bendi ég á að dropskör þarf að vera fyrir ofan alla hjaraglugga, úr múr eða tré, eftir atvikum. En margt er fleira sem umbóta þarf við svo að fullkomlega tryggt sé. Efnið í römmunum þarf að vera sérstaklega gott og vinnan vönduð. Það er einnig mjög áríð- andi að krækjurnar séu góðar og þrýsti ramm- anum vel að karminum, en einmitt þetta er yfir- leitt vanrækt. Krækjur þær, sem hér eru notað- ar eru lélegar og þrýsta rammanum illa að. Stangalokurnar sem settar hafa verið á háa glugga á ýmsum opinberum húsum hafa einnig þennan galla. Það er brýn nauðsyn að ráða bót á annmörk- um þeim sem hér hafa verið gerðir að umtals- efni. Ef arkitektar og byggingaiðnaðarmenn vinna að því samtaka, hlýtur það að geta tekist. Allt veltur á því að viljinn sé góður. Þorlákur Ófeigsson. Yrkiskólamótið norræna, verður sett í háskólanum 10. ágúst og stendur til 14 ágúst. Von er á um 250 erlendum þátttakendum. Vonandi fjölmenna einnig íslenzkir kennarar og skóla- nefndamenn á þessa merkilegu samkomu frændþjóðanna. formaður Iðnaðarmannasambands Svíþjóðar, varð 70 ára þann 26. des. síðastliðinn. I yfir f jóra áratugi hefur hann verið einn af forystumönn- um iðnaðarmanna í Svíþjóð, enda vel til þess fallinn sakir þekkingar sinnar á málum þeirra og heilbrigðrar dómgreindar um hvert það málefni, sem að höndum hefur borið. Stefán er fæddur 26. des. 1878, í Enköping. Hann lærði úrsmíði í Nyköping og var síðan við framhaldsnám í Þýzkalandi og Sviss, en settist svo að í Ludvika. Þar stofnaði hann fljótlega iðn- aðarmannafélag og var lengi formaður þess, og þaðan gerðist hann forustumaðr •: Úrsmíðasam- bandsins og hefur verið það í meira en f jóra ára- tugi og gert það að fyrirmyndar iðnsambandi. Næst varð hann formaður Iðnaðarsambands Dalahéraðs. Árið 1917 var hann kosinn í stjórn Iðnaðarmannasambands Svía, 1935 varð hann varaformaður og 1939 formaður þess og hefur verið það síðan. Hefur sambandið vaxið mjög að starfsemi og áliti í stjórnartíð hans. Stefan leggur áherslu á að iðnaðarmenn nái sem víð- tækastri samvinnu við aðrar stéttir. Hann hefir átt frumkvæði að umbótum á iðnfræðslunni, skipulagslöggjöfinni, sölufyrirkomulagi iðnaðar- manna, samvinnu Norðurlanda og evrópískra iðnaðarmanna, og þátttöku iðnaðarmanna í stjórn ríkis og sveitafélaga. Vel menntaðir, vand- aðir og fjárhagslega sjálfstæðir iðnaðarmenn, hefur verið markmið hans og einkunnarorð. Stefán Anderson er óvenju atorkusamur mað- ur, viljasterkur, samningalipur og þrautseigur. Þessir eiginleikar samfara góðri dómgreind og góðri menntun, gera hann sjálfkjörinn forustu- mann í stétt hans. H. H. Eiríksson 45

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.