Tímarit iðnaðarmanna - 01.08.1949, Side 32

Tímarit iðnaðarmanna - 01.08.1949, Side 32
Iönaðarritið 3.- 4. XXII. 1949 Frá sambandifélögnnuiii IÐNAÐARMANNAFÉLAG NORÐFJARARD Aðalfundur þess var haldinn 20. febrúar s.l. Formaður minntist Sigurðar Þorleifssonar bátasmiðs, sem lést 19. okt. s.l. S.l. ár voru haldnir 6 félagsfundir og 14 stjórnarfundir. Félagar eru nú 35. þar af 3 heiðursfélagar. Einn sagði sig borðum, 1x4”, með 14” klossa á milli á 3 til 4 stöðum. Á stoðunum hvíla bitarnir, þegar slegið er undir loftið. Mótin eru spennt saman þannig að gegnum boruðum haus (formclamps) með stálskrúfu er rennt upp á teinana og hert að með þar til gerðu áhaldi. (Sjá mynd). Þegar mótin hafa verið skrúfuð hæfilega saman, er hausinn festur á teininn með stálskrúfunni. Á þennan hátt verða mótin mjög traust og svo að segja óhagganleg. Er þetta miklu fljótlegra en að vírbinda mót á venjulegan hátt. Nota má sömu teinana á mörg hús ef hirðusemi er við höfð. Að lokum er slegið undir loftin á venjulegan hátt. Annars væri það verkefni fyrir hugkvæma menn að finna hentugri leiðir við uppslátt lofta. Flekarnir entust mjög vel og notuðum við þá síðan. En nú eru þeir orðnir það gisnir að varla er hægt að nota þá sem steypumót framar. Hefðu þeir verið smíðaðir úr gólfborðum, myndu þeir hafa enzt enn betur. En þeir koma að full- um notum í húsaþök. Eg er sannfærðum um að þessi flekamót eru spor í rétta átt. Reynzla okkar hér, hefur sannað okkur það, að með þeim er hægt að spara efni og vinnu svo um munar, og hreint ekki lítinn gjaldeyri. Helztu kostir þeirra eru þessir: 1. Lítil timburrýrnun. 2. Mikill vinnusparnaður við uppsetningu, frá- slátt og hreinsun mótatimburs. 3. Réttari veggir og ódýrari múrhúðun. 4. Góð aðstaða við ísetningu glugga og járna- binding. 5. Sparnaður á mótavír og saum. Siglufirði í apríl 191/9. úr félaginu og annar lést, en þrír gengu inn á aðalfund- inum. Kauptaxti félagsins var hækkaður úr kr. 3,35 i kr. 3,65 um klst., frá 1. júní 1948 að telja og er það í sam- ræmi við tímakaup flestra iðnaðarmanna annarsstaðar á landinu, að undanskildum rafvirkjum, sem um líkt leyti var hækkaður í kr. 3.80 um klst. Spjaldskrá var gerð yfir alla félagsmenn samkvæmt bréfi frá Landssambandi iðnaðarmanna og send því með umbeðnum upplýsingum. Þann 1. ágúst s.l. voru hér í heimsókn tveir fulltrúar frá Landssambandi iðnaðarmanna, Guðm. H. Guðmunds- son, form. iðnráðs Reykjavíkur og Guðm. H. Þorláksson. skrifstofustjóri Sambandsins. Var farið með þeim inn í sveit, og tóku flestir félagsmenn þátt í förinni. Setið var að kaffidrykkju með þeim í samkomuhúsinu þar, og margar ágætar ræður fluttar. Á eftir áttu félagsmenn tal við þá Guðmundana, um sín ýmsu vandamál og um kvöldið sátu þeir fund með stjórn félagsins. Er óhætt að fullyrða, að heimsókn slíkra mann sem þessara er mikils virði i viðkynningu og samstarfi iðn- aðarmanna, á hinum ýmsu dreifðu og afskektu stöðum á landinu. Á stjórn Sambandsins og sendimennirnir beztu þakkir skildar fyrir komuna. Jóhann P. Guðmundsson var kjörinn fulltrúi félagsins á 10. iðnþing Islendinga, sem hófst 25. sept. s.l. og mætti hann þar fyrir félagsins hönd. Jóhann tók einnig þátt í kynningarför iðnaðarmanna til Noregs í júní s.l. Á árinu luku þessir menn sveinsprófi: Ólafur H. Jóns- son í húsgagnasm. sem fluttist til Siglufjarðar, Einar Ólason og Guðm. Friðriksson í rafvirkjun, Hallgrímur Þórarinsson i vélvirkjun. Iðnskólinn starfar eins og undanfarin ár og hefir aldrei verið jafn fjölmennur og í vetur, alls hafa 26 nemendur verið innritaðir. Framvegis verða aðeins 2 bekkir starfræktir á hverjum vetri, 1. og 3. og 2. og 4. til skiptis. Gjaldkeri lagði fram endurskoðaða reikninga félagsins og Iðnskólans. Stjórnin var endurkosin, nema Jóhann Gunnarsson, sem baðst undan endurkosningu. Hana skipa nú: Formaður, Valgeir Sigmundsson. Ritari, Jón S. Ein- arsson. Gjaldkeri Björn Steindórsson. Varaformaður, Jóhann P. Guðmundsson. Meðstjórnandi, Þorsteinn Stefánsson. FÉLAG PlPULAGNINGAMEISTARA I REYKJAVlK hélt aðalfund sinn 23. jan. s.l. 1 stjórn voru kosnir: Formaður, Grímur Bjarnason. Gjaldkeri, Loftur Bjarna- son. Ritari, Jóh. Pálsson. 50

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.