Tímarit iðnaðarmanna - 01.08.1949, Síða 34

Tímarit iðnaðarmanna - 01.08.1949, Síða 34
Iðnaðarritið 3.- 4. XXII. 1949 Á árinu var kosinn ný prófnefnd í veggfóðrun: Þor- bergur Guðlaugsson, Hallgrímur Finnsson og Victor Guð- mundsson. Ágúst Markússon sem verið hefir formaður prófnefndar í 20 ár gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Færðu fundarmenn honum sérstakar þakkir fyrir störfin. Félagslíf hefur verið gott á árinu og fundir vel sóttir. Að venju undanfarinna ára hefur nokkrum sinnum ver- ið spiluð félagsvist og dansað á eftir. Félagið gekkst fyrir 3 skemmtiferðum s.l. sumar og tveim berjaferðum. Allir höfðu ánægju af ferðunum og veður var ágætt. Stjórn félagsins var öll endurkosinn að undanskildum Þorbergi Guðlaugssyni, sem baðst undan endurkosningu. Stjórnina skipa þessir menn: Formaður: Ólafur Guð- mundsson, Varaform. Guðm. J. Kristjánsson. Ritari, Sæmundur Kr. Jónsson. Féhirðir, Friðrik Sigurðsson. IÐNAÐARMANNAFÉLAG SEYÐISFJARDAR. Aðalfundur var haldinn 26 febr. s.l. Formaður skýrði frá störfum félagsins á liðnu ári. Atvinna félagsmanna var svo að segja óslitinn allt árið. Formaður mætti á iðnþinginu, er haldið var í Reykjavík s.l. haust og skýrði frá störfum þess á fundi 5. nóv. Skrifstofustjóri Landssambandsins Guðm. H. Þorláks- son og form. Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík, Guðm. H. Guðmundsson, heimsóttu félagið í ágúst s.l. og áttu tal við stjórn félagsins, en því miður var ekki hægt að kalla saman félagsfund. Tveir félagar höfðu sagt sig úr félaginu á árinu og einn verið strikaður út vegna vanskila. Þrír höfðu bæzt við á árinu, og var því félagatalan sú sama og árið 1947. Fundurinn áleit flokkun húsa nauðsynjamál. sem þurfti að hraða, en vanda þó vel til, þannig að fastur grundvöllur fengist, og væntir að stjórn Landssambands- ins og næsta iðnþing ráði fram úr því, að fengnum til- lögum iðnfélaga og fræðimanna. Kosin var nefnd til að undirbúa næstu ársskemmtun félagsins er haldin skildi í marsmánuði n. k. með svip- uðu fyrirkomulagi og s.l. ár. Stjórninni var falið að at- huga möguleika fyrir sameiginlegri skemmtiferð. Stjórnin var endurkosin: Formaður, Jón Vigfússon. Ritari, Jón Þorsteinsson. Gjaldkeri, Kristinn Guðmunds- son. Að loknum fundi settust menn að kaffidrykkju og skemmtu sér við söng o. fl. IÐNAÐARMANNAFÉLAG AKRANESS. Aðalfundur félagsins var haldinn 27. febrúar s.l. Um 60 félagar mættu á fundinum, en þeir eru um 80. Mikill áhugi rikti á fundinum fyrir hagsmunum stéttarinnar, og voru samþykktar tillögur þess efnis að standa nú vörð um hagsmuni iðnaðarmanna. Tekjur á árinu voru kr. 8570.00, og eignaaukningin kr. 6694.00. Til styrktarsjóðsins voru greiddar kr. 3011,50. Einar B. Vestmann varð sextugur 24. nóvember s.l. Hann er fæddur á Heggstöðum í Andakíl. Lærði ungur járnsmíði hjá Gísla Finnssyni í Reykjavík. Fluttist til Vesturheims 1912, og dvaldist þar til 1930. Eftir heim- komuna stofnsetti hann verkstæði á Akranesi, sem nú ber nafnið „Vélsmiðjan Logi,“ en synir hans veita nú forstöðu. Einar hefur löngum þótt dugnaðar og hagleiks- maður, og hans mun verða getið að góðu einu. Iðnskólinn hefur nú starfað i 13 ár. Fyrsti skólastjóri var Svava Þorleifsdóttir, en kennarar fyrsta starfsárið voru: Guðm. Björnsson, Gunnl. Jónsson, þá báðir kenn- arar við barnaskóla staðarins og Lárus Þjóðbjörnsson, trésmiður. Guðm. Björnsson er nú kennari við skólann og hefur kennt við hann allan tímann. Árið 1943 stjórnaði séra Sigurjón Guðjónsson skólan- um. Árið eftir tók Magnús Jónsson við stjórn skólans, og hefur annast hana síðan. að undanskildu skólaárinu 1947-48, þá dvaldi Magnús erlendis, en Guðjón Hallgríms- son stjórnaði skólanum það ár. Nú þegar skólanum verður sagt upp , þrettánda sinnið, verður afhent 100. burtfaraprófsvottorðið frá skólanum. Flestir hafa nemendur verið 52. 1 vetur eru Þeir með færra móti, eða 24. Þeir skiptast í 10 iðngreinar. Flestir eru húsasmiðir 6, vélsmiðir 5 og rafvirkjar 4. Á síðasta ári fékk iðnráðið 14 námssamninga til um- sagnar. Sveinsprófi luku: Steinunn Svavarsdóttir í kjóla- saum, Andrés Andrésson í húsasmíði. Símon M. Ágústs- son í vélvirkjun, Geir Valdimarsson, í húsasmíði, Gunn- ar Bjarnason og Ragnar Björnsson í bifvélavirkjun, Steindór E. Sigurðsson og Ríkarður Jóhannsson í hús- gagnasmíði, Sigurbjörn Tómasson og Gestur Jónsson í skipasmíði og Friðjóni Runólfssyni var veitt réttindi í glerslípun og speglagerð. Iðnráðið er nú skipað fulltrúum frá 23 iðngreinum, en stjórn þess skipa: Halldór Þorsteinsson, formaður, Lárus Árnason og Henrik Steinsson. Stjórn Iðnaðarmannafél. skipa nú Finnur Árnason, for- maður. Halldór Þorsteinsson, ritari. Brynjólfur Kjartans- son, gjaldkeri, Henrik Steinsson og Jóhann B. Guðnason meðstjórnendur. Félagsstjórnin hefir gefið út eftirfarandi tilmæli: Verkstæði, verkstjórar og aðrir einstaklingar. 1 sambandi við samþykktir, sem gerðar voru á aðal- fundi Iðnaðarmannafélags Akraness, þann 27. febr. s.I. — felur stjórn félagsins — öllum verkstæðum og iðnað- armönnum, að veita ekki aðstoð við fagvinnu verkstæð- um eða einstaklingum, sem framkvæma iðnaðarvinnu, án þess að hafa réttindi til þess. RITSTJÓRAR: Sveinbjörn Jónsson, pósth. 491, sími 2986 og Páll S. Pálsson, Skólav.stig 3 (skrifstofa), sími 5730. PrentstaOur: Herbertsprent, Bankastrœti 3, sími 3635. Afgreiðslu ritsins annast skrifstofa Landssambands iOn- aOarmanna, Kirkjulivoli, sími 5363. AfgreiOsla auglýsinga er hjá Fél. ísl. iOnrekenda, SkólavörOustíg 3, sími 5730. 52

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.