Tímarit iðnaðarmanna - 01.06.1962, Blaðsíða 3

Tímarit iðnaðarmanna - 01.06.1962, Blaðsíða 3
Iðnlánasjóður Sl. marz skipaði iðnaðarmálaráðherra ncfnd til þcss að endurskoða lög um Iðn- lánasjóð, nr. 67, 17. júlí 1946. I nefndina voru skipaðir: Jónas Rafnar, alþm., formaður, Eggert G. Þorsteinsson, aiþm., Gunnar J. Friðriksson, framkvæmda- stjóri og Bragi Hannesson, hdl. Málaskrá 24. Iðnþings 1. Upptáka nýrra sambandsfclaga og fyrir- tækja. 2. Nýjar iðngreinar. 3. Iðnaðarbankinn. 4. Skatta- og tollamál. 5. Réttindamál. 6. Markaðsmál. 7. Iðnlánasjóður. 8. Skipulagsmál Landssambandsins. 9. Iðnfræðsla og tæknimcnntun. 10. Útflutningur iðnaðarvara. 11. Lífeyrissjóðir. 12. Önnur mál. Landssamband iðnaðarmanna 30 ára 43 Ávarp iðnaðarmálaráðherra .......... 44 Ávarp forseta L.1................... 45 Kveðjur ............................ 46 Helgi H. Eiríksson: Urn stofnun L. 1.................... 47 Tómas Vigfússon: Iðnlánasjóður ...................... 49 1!jörgvin Frederiksen: Iðnaðarmálastofnun íslands ......... 50 Öskar Hallgrímsson: Þróun skipulegrar iðnfræðslu ....... 54 Guðm. H. Guðmundsson: Iðnaðarbanki íslands h.f............ 58 Þór Sandholt: Skólamál iðnaðarmanna............... 62 Torfi Asgeirsson: Sex-manna-nefnd .................... 65 Sveinbjörn Jónsson: Iðnminjasafn ....................... 66 TÍMARIT IÐNAÐARMANNA Útgefandi: LANDSSAMBAND IÐNAÐARMANNA Laufásvegi 8, Rcykjavík Pósthóif 102 . Sími 15363 Ritstjóri: BRAGI HANNESSON (ábm.) Landssamband iðnaðarmanna 30 ára Landssamband iðnaðarmanna var stofnað n. júní 1932 og á því að baki 30 ára starf. Þessara tímamóta verður minnzt á 24. Iðnþingi Islend- inga, sem háð verður á Sauðárkróki 20.-23. júní n.k., auk þess sem þetta befti tunaritsins verðttr helgað afmælinu. Þegar Landssamband iðnaðarmanna hóf starfsemi sína, vorit iðnaðar- námslögin og iðnlöggjöfin nýlega kotnin til framkvœmda. Þá höfðu einn- ig verið stofnuð iðnráð í steerstu kaupstöðunum til þess að fylgjast með framkvæmd þessara laga og vera iðnaðarmönnum almennt til ráðuneytis í iðnaðarmálum. Hins vegar áttu iðnaðarmenn engin heildarsamtök til þess að sam- rœma störf iðnráðanna og iðnaðarmannafélaganna og gœta hagsmuna iðnaðarmanna. Með stofnun Landssambandsins eignuðust iðnaðarmenn slík samtök, sem í 30 ár hafa unnið að því að efla frœðslu- og menning- armál iðnaðarmanna, staðið vörð u?n réttindi þeirra og haft forustu um framgang ýmissa hagsmunamála iðnaðarins. í þessu tímaritshefti er þess ekki kostur að rekja sögu Landssambands- ins, en nokkrir forustumenn iðnaðarmanna hafa orðið við þeim tilmœl- wn að rita um einstaka þœtti iðnaðarmálanna og þær stofnanir, sem með þá fara. Er þess að vœnta, að lesendur tímaritsins fái með því móti yfirlit yfir þróun þeirra helztu mála, se??i Landssambandið og lðnþingin hafa fjallað um á undanförnum áru??i og átt þátt í að þoka áleiðis í sam- vinnu við önnur sa??itök iðnaðarins í landinu. Á þessum tíma??iótum blasa ?nörg og margþætt verkefni við Lands- sarnbandi iðnaðarmanna. Iðnfrœðsluna þarf að auka og endurbœta, lána- málum iðnaðarins þarf að koma í betra horf og ýmsum öðrurn framfara- málum iðnaðarins verður að hrinda í framkvæmd. Þeim mun öflugri sem samtök iðnaðarmanna eru, þvi betur verður þessurn málum þokað áfram. Þess vegna eiga iðnaðarmenn að efla sarn- tök sín til góðra verka. B. H. TÍMARIT IÐNAÐARMANNA 45

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.