Tímarit iðnaðarmanna - 01.06.1962, Blaðsíða 18

Tímarit iðnaðarmanna - 01.06.1962, Blaðsíða 18
GUÐMUNDUR HELGI GUÐMUNDSSON, búsgagnasmídameistari, bankarádsmaður í lðnaðarbankanum: <Jbna(SarbauUí <Jslands í þeim fáu orðum, sem hér fara á eftir, verður leit- azt við að draga saman í eitt það helzta, er varðar stofnun Iðnaðarbanka Islands h.f. og starfsemi hans þau níu ár, sem hann hefur starfað. Fyrstu drög að stofnun sérstaks banka fyrir íslenzk- an iðnað eru þau, að á 7. iðnþingi íslendinga í septem- ber 1943 er samþykkt eftirfarandi tillaga frá fjárhags- nefnd þingsins: „Sjöunda iðnþing íslendinga skorar á Alþingi að leggja til hliðar kr. 5.000.000,00 - fimm milljón krón- ur - af tekjum þessa árs, sem varið verði til stofnunar iðnaðarbanka.“ I fjárhagsnefnd iðnþingsins áttu sæti Ásgeir G. Stef- ánsson, Hafnarfirði, Einar B. Vestmann, Akranesi, Guðmundur Guðlaugsson, Akureyri, Guðmundur H. Guðmundsson, Reykjavík, Guðjón Scheving, Vest- mannaeyjum, Sigurður Símonarson, Akranesi, og Þor- leifur Gunnarsson, Reykjavík. Að loknu þingi tekur stjórn Landssambands iðnað- armanna tillögu þessa til meðferðar og ákveður að senda hana áfram til fjárveitinganefndar Alþingis ásamt bréfi, dags. 13. okt. 1943. Á næstu iðnþingum, 1945 og 1947, eru endurnýjaðar gagngerðrar endurskoðunar, m. a. með hliðsjón af þeim breytingum sem orðið hafa í þessum efnum í ná- lægum löndum, þar sem iðnfræðsla er komin í bezt horf, og í samræmi við þær kröfur, sem tækniþróun vorra tíma gerir. Störf nefndarinnar eru á byrjunarstigi, enda um um- fangsmikið verk að ræða, sem ekki má kasta höndum til. En þess ber að vænta, að á sjö áratuga afmæli skipulagðrar iðnfræðslu hér á landi verði þáttaskil og námstilhögunin færð í það horf, sem hentast sé fyrir atvinnulífið og vaxandi þátt iðnaðarins í því, þannig að iðnfræðslan geti í senn gegnt því mikilvæga hlut- verki, að sjá iðnaðinum fyrir nægjanlegum fjölda vel menntaðra og hæfra iðnaðarmanna. áskoranir til Alþingis um að samþykkja lög um stofn- un iðnaðarbanka, auk þess sem málið er rætt í stjórn Landssambandsins á milli þinga. Þáverandi forseti L.i.m., Helgi H. Eiríksson, átti viðtal um málið við einstaka ráðherra, og 2. febrúar 1948 boðar stjórn L.i.m. til fundar með nefnd, er kosin var á níunda iðn- þinginu til þess að vinna ásamt stjórninni að fram- gangi málsins á milli þinga. Og er á þeim fundi skýrt frá því, að fengið sé vilyrði iðnaðarmálaráðherra fyrir því, að ríkisstjórnin muni flytja frumvarp á Alþingi um stofnun Iðnaðarbanka. Næst gerist það í málinu, að bréf berst frá iðnaðar- málaráðuneytinu 8. júní 1948, þar sem ráðuneytið ósk- ar eftir því, að L.i.m. leggi því til drög að frumvarpi til laga um stofnun iðnaðarbanka. Stjórn Landssam- bandsins brást skjótt við þeirri málaleitun og sendi nefndinni afrit af bréfi ráðuneytisins ásamt ósk um, að hún tæki þetta til athugunar og semdi uppkast að frumvarpi. Áður hafði það gerzt, að stjórn L.i.m. ósk- aði samstarfs við Félag íslenzkra iðnrekenda um fram- vindu málsins, og hafði það kosið tvo menn frá sér til samstarfs við nefnd Landssambandsins. I nefnd þess- ari áttu sæti frá L.i.m. Sveinbjörn Jónsson, forstj., og Þorsteinn Sigurðsson, húsg.sm.m., en frá F.í.i. H. J. Hólmjárn, framkv.stj., og Páll S. Pálsson, lögm. Nefndin skilaði ítarlegu frumvarpi ásamt greinargerð, dags. 4. apríl 1949. Er frumvarpið birt í 1. h. Tímarits iðnaðarmanna 23. árg., 1950, bls. 19, og vísast til þess þar. 58 TÍMARIT IÐNAÐARMANNA

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.