Tímarit iðnaðarmanna - 01.06.1962, Blaðsíða 4

Tímarit iðnaðarmanna - 01.06.1962, Blaðsíða 4
ÁVARP iðnaðarmálaráðherra, dr. bjarna benediktssonar Tilkoma og efling stéttar iðnaðarmanna er í senn vitni og lyftistöng proska og framfara íslenzku þjóðarinnar. Þörfin d velmenntuðum og þjálfuðum mönnum til hagnýtingar á síbreytilegri og vaxandi tækni hefur aldrei verið meiri en nú og mun þó fyrirsjáanlega stóraukast í framtíðinni. íslenzkir iðnaðarmenn liafa því mikilvægu verkefni að gegna i þjóðfélaginu. Öflug iðnaðarmannasamtök, sem vinna með en ekki á móti öðrum stéttum, eru öllum til góðs. Ætíð vakna ný úrlausnarefni, sem ekki verður ráðið við nema með samstarfi aðila sín á milli og við aðra. Tímabær fræðsla og nægt fjármagn til framkvæmda eru meðal þeirra verkefna, sem fullnaðarlausn fæst seint á en stöðugt verður að vinna að. Landssamband iðnaðar- manna hefur á þrjátíu ára starfstíma miklu góðu til vegar komið en þarf sízt. að kviða því, að verða verkefnalaust i framtíðinni. Megi það dafna og blómgast um langan aldur, iðnaðarmönnum og þjóðinni allri til heilla. 44 TÍMARIT IÐNAÐARMANNA

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.