Tímarit iðnaðarmanna - 01.06.1962, Blaðsíða 10

Tímarit iðnaðarmanna - 01.06.1962, Blaðsíða 10
BJÖRGVIN FREDERIKSEN, vélvirkjameistari, i stjórn IMSl frá Landssambandi iðnaðarmanna: Jðnnðartnálaxtofnun íslanili I febrúarmánuði 1962 voru á Alþingi samþykkt lög um Iðnaðarmálastofnun Islands. Verða hér í stuttri grein rifjuð upp nokkur atriði, er máli skipta í sambandi við aðdraganda að þessari á- gætu stofnun og um gildi hennar eins og hún nú er. Ég tel, að upphaf þessa máls hafi verið frumvarp Gísla Jónssonar, alþingismanns, um iðnaðarmálastjórn og framleiðsluráð, er fyrst var flutt á Alþingi 1947 og oft var endurflutt síðan, en fékk ekki stuðning í því formi, sem það var. Voru gerðar við það margar at- hugasemdir meðal annars vegna þess, að því var ætlað að sameina óskylda aðila innan iðnaðarins, svo sem framleiðendur á hraðfrystum fiski og fleiri sjávaraf- urða og samtök iðnaðarmanna. Til glöggvunar birtist hér 1. kafli frumvarpsins um stjórn iðnaðarmála. 1. gr. Ráðherra sá, sem fer með iðnaðarmál, skal hafa yfirstjórn þeirra mála, er lög þessi varða. 2. gr. Ráðherra skipar iðnaðarmálastjóra til þess að fara með störf þau, sem honum eru ætluð í lögum þessum og setur honum erindisbréf. Skal hann vera vélaverk- fræðingur að menntun og taka laun samkv. III fl. launalaga. Ráðherra skipar og 3ja manna framleiðslu- ráð iðnaðarmálastjóra til aðstoðar. Skal það skipað til 4ja ára í senn þannig: Einum samkv. tilnefningu Landssambands iðnaðarmanna, öðrum samkvæmt til- nefningu Rannsóknarráðs ríkisins, þeim þriðja án til- nefningar, og er hann formaður ráðsins. Ráðherra skipar enn fremur og ræður fasta starfsmenn iðnaðar- málastjóra og framleiðsluráði til aðstoðar, eftir því sem þörf krefur og að fengnum tillögum þeirra. Laun og annar kostnaður við starfið greiðist úr ríkissjóði, og veitist til þess fé árlega í fjárlögum. Ríkisstjórnin á- kveður þóknun til meðlima framleiðsluráðs. 3- gr- Iðnaðarmálastjóri og framleiðsluráð eru ráðunautar ríkisstjórnarinnar í iðnaðarmálum. Itarlegar umsóknir um frumvarpið voru sendar frá Rannsóknarráði ríkisins, Landssambandi iðnaðar- manna, Félagi ísl. iðnrekenda og síðan af 5 manna nefnd, sem skipuð var til þess að athuga og koma sér saman um æskilegar breytingar á frumvarpinu. Var þetta allt mikið mál, en fékk þó þá afgreiðslu, sem fyrr greinir. Næst gerist það, að í marz 1951 óskar þáverandi at- vinnumálaráðherra eftir tilnefningu fulltrúa frá Rann- sóknarráði ríkisins, Félagi ísl. iðnrekenda og Sölumið- stöð hraðfrystihúsanna í þriggja manna nefnd til þess að gera tillögur um leiðbeiningarstarfsemi fyrir breytt vinnuskilyrði og hagkvæmari vinnubrögð fyrir íslenzk- an iðjurekstur. Þessi félög og stofnanir tilnefndu Þorbjörn Sigur- geirsson, Pál S. Pálsson og Þorstein Gíslason í nefnd- ina 1' apríl 1951. Nefndin skilaði áliti og lagði til að komið yrði á fót iðnaðarmálaskrifstofu. Enn verður breyting á aðilum, sem fjalla um þessi mál, því að með bréfi samgöngumálaráðuneytisins dags. 28. des. 1951 voru Páll S. Pálsson, lögm. F.I.I., Þorsteinn Gísla- son vélverkfr. S. H. og Kristjón Kristjónsson, fulltrúi S.I.S., skipaðir í nefnd til þess að gera tillögur um framtíðarskipun iðnaðarmála á Islandi. Nánar tiltek- ið var verkefni nefndarinnar skilgreint þannig í skip- unarbréfinu: 1. Að taka til athugunar, hvort æskilegt sé, að kom- ið verði á opinberri forustu um iðnaðarmál og gera til- lögur þar að lútandi. TÍMARIT IÐNAÐARMANNA

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.