Tímarit iðnaðarmanna - 01.06.1962, Blaðsíða 21

Tímarit iðnaðarmanna - 01.06.1962, Blaðsíða 21
Þegar á fyrsta starfsári bankans var rætt um stofnun útibús á Keflavíkurflugvelli vegna tilmæla, er banka- ráðinu höfðu borizt þar um. Samþykkt var að opna þar útibú og byggja yfir það nauðsynlegt húsnæði að fengnum fjárfestingarleyfum. Allt var þetta gert í sam- ráði við varnarmálanefnd. Reist var allmyndarlegt tveggja hæða hús, 150 ferm. að flatarmáli, úr járnbentri steinsteypu og starfscmin hafin 13. júlí 1954. Sjá um opnun útibúsins í 47. tbl. fsl. iðnaðar 1954. Vegna breytinga á Keflavíkurflugvelli lenti hin nýja bankabygging innan afgirts svæðis, sem olli því, að ckki var lengur grundvöllur fyrir rekstri útibúsins. Og af þeim ástæðum var það lagt niður um næstu áramót 1:954—55 og húsið selt varnarmálanefnd vegna varnar- liðsins á Keflavíkurflugvelli. Þann tíma, sem rekstur útibúsins stóð yfir, unnu þar tveir menn, Páll Ólafsson og Halldór Jónsson. Húsið var selt fyrir kr. 1.468.000,00, og var gert ráð fyrir, að sú fjárhæð nægði til greiðslu alls kostnaðar við að byggja húsið, auk annars stofnkostnaðar, sem bankinn hafði lagt í við stofnun útibúsins. Rætt hefur verið um stofnun útibús á Akureyri og komið um það mjög ákveðin tilmæli hluthafa þaðan, en enn scm komið er hefur stjórn bankans ekki talið fært að leggja í slíkt og þá m. a. vegna þeirrar fjárfest- ingar, sem ráðizt var í með byggingu stórhýsis upp á 5 hæðir, að flatarmáli 348 ferm., á lóð bankans við Lækjargötu 10. Fyrsta fjárfestingarleyfi til þcirrar byggingar var gefið út í ágúst 1954, að upphæð kr. 550.000,00. Ráð er fyrir því gert, að bankinn flytji starfsemi sína í þessa byggingu um mánaðamótin maí-júní í sumar (1962). Verður bankinn þar með starfsemi sína á tveimur neðstu hæðum hússins, eftir því sem ráð er fyrir gert, auk allmikils rúms í kjallara. Ætti það húsrými að nægja fyrst um sinn, og er það stórbreyting á öllum starfsskilyrðum bankans, enda sízt vanþörf á úrbótum. Má bezt sjá þörfina á því, að starfslið bankans hefur vaxið úr 4 starfsmönnum 1953 í 28 manna starfslið nú 1962. Geta má þess, að Loftleiðir höfðu það fyrir tilhliðr- unarsemi sína árið 1953, að það fyrirtæki varð að víkja úr húsinu árið 1956 vegna útþenslu bankans. Árið 1955, þegar Helgi H. Eiríksson, bankastjóri, varð 65 ára, óskaði hann þess að verða leystur frá störfum sem bankastjóri frá og með næstu áramótum. I stað Helga var ráðinn sem bankastjóri frá sama tíma Guðmundur Ólafs frá Mýrarhúsum, en hann hafði þá um mörg ár starfað sem lögfræðingur Útvegsbankans og notið þar óskoraðs trausts. Talið var, að bankaráði hefði tekizt giftusamlega val á manni í stað Helga, og Or afgreiðslusal Iðtiaðarbankans. hefur Guðmundur Ólafs verið bankastjóri Iðnaðar- bankans til þessa dags við vaxandi vinsældir í því starfi. Á þeim níu árum, sem liðin eru frá stofnun bankans, hafa átt sæti í bankaráði, auk þeirra, sem kjörnir voru á stofnfundi og áður eru taldir, þeir Sveinn Guð- mundsson, forstjóri, Magnús Ástmarsson, prentsmiðju- stjóri, og eru þeir í bankaráði nú ásamt Kristjáni Jóh. Kristjánssyni, Einari Gíslasyni og Guðm. Helga Guð- mundssyni. Innlán hafa stöðugt aukizt frá ári til árs, svo að á aðalfundi 1961 eru þau komin upp í 133 milljónir króna miðað við 31. des. 1960. Geta má þess, að ýmsar ráðstafanir ríkisstjórnar og Alþingis hafa dregið úr getu bankans til útlána í rekst- ur iðnaðarins, og á ég þar við kvaðir til jafns við aðr- ar lánastofnanir um framlög til húsnæðismálastjórnar, rafvæðingar o. fl. Nokkru eftir að bankinn tók til starfa fluttist Iðn- lokið skyldunámi (þ. e. unglingaprófi, sem tekið er upp eins og gert er ráð fyrir i lögum um bankann frá 19. des. 1951, og er hann rekinn sem sérstök deild innan bankans. Höfðingleg gjöf Iðnaðarbankans Eftirfarandi samþykkt var gerð á aðalfundi Iðnað- arbankans 2. júní sl.: í tilefni af því, að síðar á þessu ári eru 10 ár liðin frá stofnun Iðnaðarbanka Islands h.f., samþykkir aðal- fundur bankans, haldinn 2. júní 1962, að verja krónum 50.000.00 af óráðstöfuðum tekjuafgangi bankans fyrir s.l. ár til Iðnminjasafnsins. Væntir fundurinn þess, að framlag þetta eigi sinn þátt í því að koma þessu merka menningarmáli iðnaðarmanna sem fyrst í heila höfn. TlMARIT IÐNAÐARMANNA 6i

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.