Fréttablaðið - 16.11.2009, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 16.11.2009, Blaðsíða 10
10 16. nóvember 2009 MÁNUDAGUR Húsfélagaþjónusta Kaupþings sparar þér tíma og fyrirhöfn Nánar á www.kaupthing.is/husfelag Ekkert mánaðargjald Einföld innheimta Öflugur netbanki Fullkomið rekstraryfirlit Félagatal og greiðslustaða Þinn þjónusturáðgjafi Komdu í viðskipti með húsfélagið þitt. Sendu fyrirspurn á husfelag@kaupthing.com – hringdu í síma 444 7000 eða komdu við í næsta útibúi. Starfsfólk Kaupþings tekur vel á móti þér og veitir allar nánari upplýsingar. Ríkisendurskoðun er sjálfstæð eftirlitsstofnun sem starfar á vegum Alþingis. Meginhlutverk hennar er að endurskoða ríkisreikning og reikninga ríkisaðila, hafa eftirlit með og stuðla að umbótum á fjármála- stjórn ríkisins og nýtingu almannafjár. Megingildi hennar eru óhæði, hlutlægni, hæfni og trúverðugleiki. FLOKKAR OG FRAMBJÓÐENDUR FÁ LENGRI SKILAFREST Frestur sem stjórnmálasamtök og frambjóðendur hafa til að skila Ríkisendurskoðun upplýsingum um fjárframlög fyrri ára hefur verið framlengdur til 10. desember nk. Samkvæmt bráðabirgðaákvæði í lögum nr. 162/2006 skal Ríkisendur- skoðun taka við og birta upplýsingar um fjárframlög til stjórnmálasam- taka og frambjóðenda nokkur ár aftur í tímann. Hlutaðeigandi aðilum var upphaflega gefinn frestur til 15. nóvember sl. til að skila af sér en ákveðið hefur verið að framlengja þann frest til 10. desember nk. Um er að ræða framlög til Stjórnmálasamtaka á tímabilinu 2002–2006 Frambjóðenda í prófkjöri/forvali vegna kosninga 2006 og 2007 Frambjóðenda í formanns- eða varaformannskjöri 2005–2009 Allar nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Ríkisendurskoðunar www.rikisend.is. EVRÓPUSAMBANDIÐ Á fimmtudaginn koma leiðtogar Evrópusambands- ríkjanna saman til þess að velja í tvö ný embætti, sem munu setja svip sinn á sambandið eftir að Lissabonsáttmálinn tekur gildi. Eftir að Írar samþykktu Lissabonsáttmálann í þjóðarat- kvæðagreiðslu í október hafa bæði Pólverjar og Tékkar staðfest sátt- málann, þrátt fyrir tregðu forseta beggja ríkjanna til að undirrita hann. Nýi sáttmálinn á að taka gildi í byrjun desember, en skipað verð- ur í nýju stöðurnar frá og með ára- mótum. Nýr forseti mun sitja í tvö og hálft ár og verður það embætti væntanlega töluvert meira áber- andi en núverandi forsetaembætti, sem leiðtogar aðildarríkjanna hafa skipst á um að gegna í hálft ár í senn. Frederik Reinfeldt, forsæt- isráðherra Svíþjóðar, gegnir þessu embætti nú. Embætti utanríkisfulltrúa sam- einar embætti utanríkisfulltrúa, sem Javier Solana gegnir nú, og utanríkisstjóra framkvæmda- stjórnar sambandsins, sem Ben- ita Ferrer-Waldner gegnir. Leiðtogarnir 27 þurfa á fund- inum á fimmtudag að sýna tölu- verða jafnvægiskúnst til að valið fullnægi kröfum hinna ýmsu afla sem togast á um áhrif í Evrópu- sambandinu. Ein átakalínan er á milli vinstri- og hægriafla í stjórn- málum, önnur milli norður- og suð- urríkja sambandsins, sú þriðja milli vestur- og austurhluta sam- bandsins. Einnig er spenna milli stærri aðildarríkja annars vegar og minni aðildarríkja hins vegar, og ekki má gleyma kynjahlutföll- unum, þar sem einnig verður að gæta jafnvægis. Engin leið er að gera öllum til hæfis, þar sem einungis tvær stöð- ur eru í boði. „Við höfum fleiri nöfn en störf- in sem eru í boði,“ sagði Reinfeldt í vikunni, þegar hann boðaði til leið- togafundarins sem haldinn verður á fimmtudag. Bretar hafa lagt mikla áherslu á að Tony Blair, fyrrverandi for- sætisráðherra, verði fyrir valinu í forsetaembættið. Frakkar og Þjóð- verjar hallast hins vegar að því að fá Herman van Rompuy, forsætis- ráðherra Belgíu, í þetta embætti. David Miliband, utanríkisráð- herra Bretlands, hætti við sitt framboð í nýliðinni viku til að draga ekki úr möguleikum Blairs, en óvíst er hvort það dugar. Um utanríkisfulltrúaembætt- ið keppa ekki færri einstaklingar. Einna líklegastur þessa stundina til þess að hreppa hnossið þykir Massimo D‘Alema, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, en erf- itt gæti þó reynst að fá stuðning fyrrverandi Austantjaldsríkja við hann, þar sem hann var meðlimur í Kommúnistaflokki Ítalíu. Helstu keppinautar hans eru Olli Rehn, stækkunarstjóri ESB, Ursula Plassnik, fyrrverandi utan- ríkisráðherra Austurríkis, og Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar. gudsteinn@frettabladid.is Lokaslagur um tvö ný embætti ESB Á leiðtogafundi Evrópusambandsins á fimmtudag stendur til að skipa í tvö ný embætti sambandsins, forseta leiðtogaráðsins og utanríkisfulltrúa. Fleiri eru um hituna en störfin sem eru í boði. LÍKLEG FORSETAEFNI Frá vinstri: Jean-Claude Juncker, forsætisráðherra Lúxemborgar, Herman Van Rompuy, forsætisráðherra Belgíu, Tony Blair, fyrrverandi forsætisráð- herra Bretlands, Jan Peter Balkanende, forsætisráðherra Hollands, og Vaira Vike-Frei- berga, fyrrverandi forseti Lettlands. NORDICPHOTOS/AFP NEYTENDUR Neytendastofa hefur gert olíufélaginu N1 að hætta að birta auglýsingar fyrir svokallað sparitilboð fyrirtækisins þar sem fimm króna afsláttur af bensíni er sagður í boði. Í raun er um þriggja króna afslátt að ræða og að auki söfnun tveggja vildarpunkta og telur Neytendastofa auglýsingarn- ar því brjóta í bága við lög um eft- irlit með viðskiptaháttum og mark- aðssetningu. N1 mótmælti þessu og taldi að réttlætanlegt væri að auglýsa slíka punktasöfnun sem afslátt, enda jafngilti hver vildarpunktur alltaf minnst einni krónu og jafn- vel meiru þegar vörur og þjónusta væru boðnar á sérstökum vildar- punktakjörum. Eftir að Neytendastofa benti N1 á það í byrjun nóvember að auglýs- ingarnar kynnu að orka tvímælis var auglýsingunum breytt. Fylgdi þá stjörnumerking tölunni fimm á auglýsingunum, og neðanmáls var útskýrt að tvær krónur af þessum fimm væru í formi safnpunkta. Neytendastofa telur leiðrétting- una hins vegar ekki fullnægjandi. Í ákvörðunarorðum hennar segir að auglýsingarnar séu til þess fallnar að hafa áhrif á fjárhags- lega hegðun neytenda. Er N1 gert að taka auglýsingarnar úr birtingu eigi síðar en 19. nóvember. - sh Neytendastofa úrskurðar að ekki megi auglýsa vildarpunktasöfnun sem afslátt: Sparitilboðsauglýsingar N1 bannaðar BANDARÍKIN Uppboð á eignum verðbréfamiðlarans Bernies Maddoff skilaði milljón dollurum eða 124 millj- ónum króna. Maddoff var, eins og kunnugt er, dæmdur í 150 ára fangelsi fyrir að svíkja út 21 milljarð dollara fyrr á árinu. Uppboðið var haldið á laug- ardaginn í New York en meðal muna sem voru á uppboði var hafnaboltajakki merktur liðinu Mets og demants- eyrnalokkar sem eiginkona Madd- offs átti. Þessir munir seldust á tuttugu sinnum hærra verði en raunvirði þeirra er. Uppboðshaldarar eru því í skýjunum þar sem þeir fengu helmingi meira út úr uppboðinu en vonir stóðu til. Peningarnir renna svo til fórnarlamba Madd- offs. Uppboð á eignum Maddoffs: 124 milljónir til fórnarlambanna Erilsöm nótt Erill var hjá lögreglunni á höfðuborg- arsvæðinu aðfaranótt sunnudags og voru yfir hundrað bókanir gerðar. Fimm voru teknir fyrir ölvunarakstur og var eitthvað um stympingar. LÖGREGLUMÁL KÓPAVOGUR Nýtt íþróttamann- virki var opnað á félagssvæði HK í Fagralundi í Fossvogsdal í gær. Það mun nýtast handknattleiks- og blakfólki íþróttafélagsins HK og nemendum Snælandsskóla. Félagsaðstaða HK hefur jafn- framt verið bætt sem og aðkoma að húsunum. Verkið var auglýst í lokuðu alútboði í nóvember 2007 og var gengið til samninga við bygging- arfélagið Eykt ehf. Heildarkostnaður við fram- kvæmdina er áætlaður 736 millj- ónir króna. Þar af eru verðbæt- ur 151 milljón króna, á verðlagi september 2009. -ve Nýtt íþróttamannvirki HK: Nýtt íþrótta- mannvirki vígt BERNARD L. MADOFF AUGLÝSINGIN Þetta er ein þeirra auglýsinga sem Neytendastofa telur að séu til þess fallnar að blekkja neytendur. SVÖL Þessi svala kanína var í spari- gallanum á tískusýningu kanína á Kanínuhátíðinni í borginni Yokohama í Japan, einu af úthverfum Tókíó. Um átta þúsund unnendur kanína hittust á hátínni og fylgdust með dýrðinni. NORDICPHOTOS / AFP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.