Fréttablaðið - 16.11.2009, Blaðsíða 20
16. NÓVEMBER 2009 MÁNUDAGUR2 ● fréttablaðið ● híbýli og viðhald
Þeir eru þaulvanir smiðirnir
sem vinna að því að bjarga
gömlum húsum í atvinnuá-
taksverkefninu Völundarverk-
Reykjavík.
„Þetta hús er eiginlega fyrsta
kaffihúsið í Reykjavík,“ segja
húsasmiðirnir Guðmundur Krist-
inn Ólafsson og Finnbogi Gústafs-
son, sem eru um þessar mundir að
ljúka endurgerð á gömlu húsnæði
við þjónustumiðstöð Reykjavíkur-
borgar á Stórhöfða. Sameiginleg
reynsla þeirra í húsasmíði slagar
upp í áttatíu til níutíu ár en inni í
þeirri tölu er tuttugu ára reynsla
Guðmundar í járnsmíði.
„Umrætt hús var byggt á Hverf-
isgötu 125 og oftast kallað Norð-
urpóllinn. Það er langt síðan við
höfum gert upp svona gömul hús
og það er góð tilbreyting að fara úr
steypunni í tréverkið,“ segja félag-
arnir en þeir fóru á undirbúnings-
námskeið hjá borginni um bygging-
arsögu, reglugerðir og útfærslur
byggingarhluta sem notaðar voru á
húsum og mannvirkjum þess tíma
sem fjallað er um. „Það er gaman
að sjá hvernig unnið var hér áður
fyrr. Við reynum eins og við getum
að nota upprunalegu efnin en það
er nú ekki alltaf hægt.“
En kom hrunið illa við ykkur?
„Já, það kom illa við alla smiði held
ég,“ segir Guðmundur en bætir við
að smiðir séu vanir miklum sveifl-
um á vinnumarkaði og því ef til
vill betur undir kreppuna búnir en
aðrir. „En þetta verkefni Reykja-
víkurborgar er mjög gott fyrir
okkur sem vinnum að þessu. Hóp-
urinn er mjög hress og skemmti-
legur og menn koma víða að. Þá
koma að þessu verk- og tækni-
fræðingar auk arkitekta. Þetta
er bara mjög skemmtilegt,“ end-
urtaka þeir félagar og víst væri
gaman ef þessi menningararfur
Reykjavíkur, Norðurpóllinn, sem
nú er óðum að taka á sig afar fal-
lega mynd, yrði aftur að einhvers
konar kaffihúsi. - uhj
Endurbyggja fyrsta
kaffihús Reykjavíkur
Völundarsmiðirnir Guðmundur og Finn-
bogi gera við þakið á gamla kaffihúsinu.
Húsið Norðurpóllinn er hluti atvinnuátaki Reykjavíkurborgar og hefur heppnast
mjög vel. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁ
Bárujárnið hefur yfir sér einhvern rómantískan blæ en sennilega hafa þessir völdun-
arsmiðir ekki verið að spá í það þegar þeir settu það á húsið. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
● BURT MEÐ BLETTINA Algengt er að
erfitt sé að losna við ákveðin efni úr viði, hafi þau
ekki verið fjarlægð strax. Hér á eftir eru leiðbeiningar um
hvaða hreingerningarvökva sé best að nota til að losna við
þau:
Grænsápu í vatni er gott að nota til að losna við kaffi, djús,
mjólk, kaffi og vín.
Rauðspritt (með varúð) má nota til að losna við bletti eftir til dæmis
varalit og blek.
Mínerölsk terpentína (með varúð) virkar vel á skósvertu, olíu, súkku-
laði, fitu og fleira.
Hægt er að leggja klút með asetoni á límbletti, hvolfa glasi yfir og
skilja eftir í nokkrar mínútur. Að svo búnu má skafa burt.
● LÉLEGT RENNSLI Ef hefill er stamur á viðn-
um og rennur ekki greiðlega eftir honum getur
það stafað af trjákvoðu eða öðrum óhreinind-
um á sólanum. Gott ráð er að hreinsa hann
með terpentínu, þurrka vel og bera
svo á heitt kertavax, með
sikksakk-hreyfingum.
Heimild: Verk að vinna
● GEYMDU BLAUTA PENSLA Í POKA Þurfi
maður að skilja málningarpensil eftir í stutta stund en
hefur ekki tíma til að hreinsa hann áður, er gott ráða að
vefja plastfilmu eða álpappír utan um hannog stinga í poka.
Þannig kemur maður í veg fyrir að loft komist að penslin-
um og hann helst áfram mjúkur. Eins má stinga honum inn
í frysti eftir að búið er að pakka honum inn. Þá helst hann
lengur mjúkur.
● RÉTT YFIRBORÐSMEÐ-
HÖNDLUN Húsgagnabón er
blanda af mjúku og hörðu vaxi
sem gefur húsgögnum fallegt, gljá-
andi yfirborðslag. Mælt er gegn því
að menn noti ákveðnar tegund-
ir af húsgagnabóni, þar á meðal þær
sem innihalda sílikon, þar sem það
getur skapað vandkvæði næst þegar
flöturinn er meðhöndlaður.
● TÖFF TANNLÆKNASTOFA Óhætt er að segja
að ekki væsi um viðskiptavini þessarar tannlæknastofu
sem er í Hiroshima í Japan og líkist öðru fremur sumar-
húsi af flottustu gerð. Hönnuðurinn Keisuke Maeda hjá
UID Architects fékk það verkefni að hanna og innrétta
tannlæknastofuna auk snyrtistofu og arkitektastofu í
sama húsnæði svo útkoman myndaði eina heild.
Maeda notar krossvið til að skilja á milli rýma en
á hverju og einu þeirra eru stórir gluggar með góðu
útsýni yfir skóg. Gluggunum er ætlað að hleypa inn
góðri birtu auk þess sem viðskiptavinunum gefst færi
á að njóta útsýnisins á meðan þeim er sinnt. Þannig er
hægt að gleyma stað og stund jafnvel þótt tannlæknir-
inn sinni sínu verki.