Fréttablaðið - 16.11.2009, Blaðsíða 16
16 16. nóvember 2009 MÁNUDAGUR
greinar@frettabladid.is
FRÁ DEGI TIL DAGS
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is
og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Jón Kaldal jk@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt
að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu
formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
Apótekið Hólagarði, Apótekið Spöng,
Apótekið í Hagkaupshúsinu Skeifunni
og á Akureyri
50gr
100gr
UMRÆÐA
Íslensk ferðaþjónusta
Í umræðum undanfarinna daga hefur mikið farið fyrir skatta-
hækkunaráformum stjórnvalda.
Ekki er óeðlilegt að tilhneig-
ing sé til að loka stóru fjárlaga-
gati með auknum skattahækkun-
um, vandamálið er stórt og leiðir
að markmiðum erfiðar. Margur
skyldi ætla að hámörkun tekna
hins opinbera af ferðaþjónustu
lægi í gegnum hækkun á skött-
um, það er þó grundvallarmis-
skilningur og langur vegur frá
því að vera réttur. Er aukning
gjaldeyristekna upp á 37 prósent
á þessu ári miðað við fyrra ár
vegna aukinnar skattheimtu? Nei,
hér hefur veik króna ásamt öfl-
ugu markaðsstarfi skilað árangri
sem er einstakur í íslenskri
ferðaþjónustusögu. Áætlaðar
gjaldeyristekjur þjóðarinnar af
erlendum ferðamönnum eru um
150 milljarðar á þessu ári og hafa
aldrei aukist jafnhratt á einu ári
og núna, umfjöllun um Ísland
hefur aldrei verið meiri á alþjóð-
legum vettvangi og þó svo að
margt hafi neikvætt verið sagt
um fjármálaumhverfi Íslands
hefur landið sem betur fer aldrei
verið þekkt sem fjármálamiðstöð,
náttúra Íslands er það sem landið
er þekkt fyrir.
Samkeppnin
Í ljósi efnahagsumróts helstu við-
skiptalanda okkur hefur sam-
dráttur orðið í helstu ferða-
mannalöndum Evrópu, nægir þar
að nefna Spán sem eitt stærsta
ferðamannaland okkar heims-
hluta, þar er áætlaður samdrátt-
ur í komum erlendra ferðamanna
um 10 prósent. Viðbrögð við
þessum samdrætti í samkeppnis-
löndum okkar
hafa öll verið á
einn veg, aukin
markaðssetn-
ing er svarið,
samkeppnin um
ferðamanninn
er meiri en
nokkurn tíma
áður.
Það eru
engin geimvís-
indi að aukin
markaðssetning skilar sér í aukn-
um fjölda ferðamanna svo vitn-
að sé í orð okkar ágæta ráðherra
ferðamála, en orðum þurfa að
fylgja aðgerðir, framlag hins
opinbera til markaðssetning-
ar íslenskrar ferðaþjónustu er
áætlað að minnki um 20 prósent
á næsta ári. Á sama tíma áætla
einkaaðilar að fjölga framboði
á flugferðum til og frá landinu
um 10 prósent. Það er erfitt að
hafa tekjur af ferðamönnum sem
koma ekki til landsins. Með þetta
í huga er rétt að horfa á fyrirhug-
aða skattheimtu hins opinbera á
komur ferðamanna. Með tilvís-
un í orð ráðherra ferðamála eru
það heldur engin geimvísindi að
hækkun verðs á þjónustu minnk-
ar eftirspurn, með álagningu
nýrra skatta á komur ferðamanna
má ætla að eftirspurn dvíni og
þar með tekjur af ferðamönnum
sem dvelja í landinu.
Samtök ferðaþjónustunnar telja
að hámörkun tekna hins opin-
bera komi í gegnum aukna sókn
í markaðssetningu til erlendra
ferðamanna. Það er enginn kvóti
á erlendum ferðamönnum, þeir
fiska sem róa, tækifærin eru
óþrjótandi og í huga okkar ferða-
þjónustufólks er alveg ljóst að
aukið framlag hins opinbera í
markaðssetningu skili sér tífalt
til baka. Þannig myndi 500 millj-
ón króna aukið framlag skila sér
í að lágmarki 5 milljarða tekju-
aukningu fyrir ríkissjóð án nokk-
urra hækkana eða breytingu á
núverandi skattkerfi.
Traust á Íslandi
Ferðaþjónustan er grein sem
hugsar til langs tíma, verðlagn-
ing þjónustu og vöru fyrir næsta
ár hefur fyrir þó nokkru síðan
verið kynnt okkar helstu endur-
söluaðilum, sem betur fer hafa
litlar sögur farið af því að okkar
helstu viðskiptavinir hafi minna
traust á íslensku ferðaþjónustu-
fyrirtækjum en fyrir hrun.
Traust er það sem öll samskipti
og þar með talin viðskipti byggj-
ast á, með því að koma fram með
skattahækkunaráform á þessum
tíma er ljóst að traust okkar við-
skiptavina á Íslandi og íslenskri
ferðaþjónustu mun verða fyrir
verulegum álitshnekki sem bera
mun ófyrirséðar afleiðingar.
Íslensk ferðaþjónusta er tilbúin
Íslensk stjórnvöld standa frammi
fyrir tiltölulega einföldum val-
kosti hvað ferðaþjónustuna varð-
ar, annars vegar er að pakka
í vörn, draga úr markaðssetn-
ingu og reyna að mergsjúga þann
minnkandi fjölda erlendra ferða-
manna sem koma til landsins með
auknum álögum. Hins vegar að
sækja fram á völlinn full sjálfs-
trausts, spýta í markaðssetningu
með metnaðarfullum aðgerð-
um í þeirri fullvissu að sókn sé
besta vörnin. Íslensk ferðaþjón-
usta hefur þegar ákveðið sig: Að
pakka í vörn er ekki valkostur
nema stjórnvöld dragi allan kjark
úr fólki. Við viljum sækja fram
í þeirri fullvissu að í íslenskri
ferðaþjónustu liggi framtíð lands-
ins.
Höfundur er formaður Samtaka
ferðaþjónustunnar
Tekjur af ferðaþjónustu
UMRÆÐAN
Anna Kristrún Halldórsdóttir skrifar
um Barnasáttmála Sameinuðu þjóð-
anna
Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, eða Barnasáttmál-
inn, er eini alþjóðlegi samningurinn sem
á sérstaklega við um börn. Samningurinn
felur í sér viðurkenningu á því að börn séu
hópur sem hafi sjálfstæð réttindi og að þau þurfi
sérstaka umönnun og vernd. Öll aðildarríki Sam-
einuðu þjóðanna, fyrir utan Bandaríkin og Sómalíu,
hafa fullgilt sáttmálann og er hann því útbreiddasti
mannréttindasamningur heims.
Barnasáttmálinn var fullgiltur hér á landi árið
1992 og Ísland er því skuldbundið til að tryggja
börnum þau réttindi sem fram koma í honum. Eins
og kemur fram í Mannréttindayfirlýsingu Sam-
einuðu þjóðanna þá eiga mannréttindi að tryggja
öllum mönnum rétt til þess að borin sé virðing
fyrir þeim. Börn eiga að sjálfsögðu að njóta sömu
mannréttinda og fullorðnir en þar sem börn eru
sérstaklega viðkvæmur og varnarlaus hópur er
þeim tryggð aukin vernd og stuðningur í
Barnasáttmálanum.
Öll börn eiga rétt til lífs. Öll börn eiga
rétt á öruggu umhverfi og rétt á að tjá
skoðanir sínar og að hlustað sé á þær. Öll
börn eiga rétt á eigin sannfæringu og trú,
og svo mörgu fleira í krafti Barnasáttmál-
ans. Það er athugavert að það þurfti tvær
heimsstyrjaldir fullar af grófum brotum
á réttindum barna og heilt „kalt stríð“ til
þess að þjóðir heims settust niður og semdu
um réttindi í þágu allra barna. Það var haf-
ist handa við að undirbúa slíkan samning árið 1979
og Barnasáttmálinn var lagður fyrir allsherjarþing
Sameinuðu þjóðanna, fullbúinn til undirritunar og
fullgildingar þann 20. nóvember árið 1989.
Hinn 20. nóvember næstkomandi verður Barna-
sáttmálinn því 20 ára. Af því tilefni munu ung-
mennaráð UNICEF, Barnaheilla og Umboðsmanns
barna standa fyrir fjölbreyttum viðburðum í
afmælisvikunni. Þar á meðal munum við birta eina
grein á dag hér í Fréttablaðinu þar sem við fjöllum
nánar um mikilvæg ákvæði sáttmálans.
Höfundur skrifar fyrir hönd
ungmennaráðs UNICEF.
Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna
ANNA KRISTRÚN
HALLDÓRSDÓTTIR
ÁRNI GUNNARSSON
Frelsisástin
Prófessor Hannes Hólmsteinn Giss-
urarson skrifar áhugverðan Pistil á
Pressuna. Þar fer hann yfir hin gömlu
gildi Íslendinga, sem kunnu ekki við
sig annars staðar á Norðurlöndum,
vantaði frekara svigrúm. Þetta er
athyglisverð söguskoðun hjá prófess-
ornum, rímar nokkuð við Jónas frá
Hriflu og rómantík 19. aldar. Hannes
veit nefnilega sem er að
forfeður vorir þrifust ekki
í hinum norræna sósíal
og lögðu því öldu undir
knörr af frelsisást einni
saman. Frelsisástin rak
þá líka til að koma við
á leiðinni og ná sér
í nokkra þræla og
síðan í fyrirheitna
landið hvar engar voru reglur og
ekkert ónæði. Þar lifðu þeir og töldu
best að hafa engan höfðingja, líkt og
Hannes bendir á; þó sjálfur hafi hann
trauðla lifað höfðingjalaus á sinni tíð.
Nei, ekki alveg
Hannes horfir líka til Sumarhúsa
og spyr athyglisverðrar spurningar,
sérstaklega í ljósi þess að það er ævi-
söguhöfundur Laxness sem spyr: „Var
þrjóska Bjarts ekki öðrum þræði
festa og lífsþróttur?“ Ehh … nei,
alls ekki. Ekki frekar en Tíðindalaust
á Vesturvígstöðvunum fjallar um
gildi þess að standa á sínu og hvika
hvergi, eða Þrúgur reiðinnar
um að grasið sé alltaf grænna
hinum megin. En það er
hlutverk akademíunnar að
spyrja spurninga, fyrir það
hafa skattgreiðendur borgað Hannesi
laun í áratugi.
Elín spæjó
Fréttaaukinn á RÚV er fínn þáttur,
ágætisblanda alvarlegra og léttari
mála. Á sunnudaginn var til að mynda
fjallað um barnaverndarmál, Vigdísi
Finnbogadóttur og sýndar gamlar
myndir af fyrstu útskrift MH. Að þeim
myndum sýndum, tilkynnti Elín
Hirst ábúðarfull að „Frétta-
aukanum hefði tekist að hafa
upp á fyrsta stúdentinum frá
MH.“ Áhorfendum þótti mikið
til rannsóknarhæfileika
þáttarstjórnanda koma; sú
staðreynd að viðkomandi
vann í MH dró ekkert úr
aðdáuninni.
kolbeinn@frettabladid.isÁ
Þjóðfundinum 2009 kom kraftur íslensku þjóðarinnar
vel í ljós. Á fundinum kom skýrt fram að þjóðin getur,
vill og mun ganga sameinuð og sterk til þess uppbygg-
ingarstarfs sem fram undan er með sameiginleg gildi
að leiðarljósi.
Aldrei fyrr hefur fulltrúum heillar þjóðar verið safnað saman
á svipaðan hátt og á Þjóðfundi þar sem saman komu á jafnræðis-
grundvelli 1.500 Íslendingar á 162 níu manna borðum til að skil-
greina gildi þjóðarinnar og framtíðarsýn og fanga sameiginlega
visku þjóðarinnar.
Auk þátttakenda gáfu hátt í 400 sjálfboðaliðar tíma sinn og krafta
til þess að gera þennan viðburð mögulegan. Á annað hundrað fyrir-
tæki og félagasamtök auk Reykjavíkurborgar og stjórnvalda lögðu
einnig til fé, húsnæði, búnað, vörur og þjónustu.
Kraftur og gleði einkenndi framkvæmd Þjóðfundar frá upphafi
til enda. Athyglisvert var að sjá hversu mikil gagnkvæm virðing
einkenndi skoðanaskipti ólíks fólks með ólíkar skoðanir. Fólk bar
virðingu hvert fyrir öðru og hefðbundinn skotgrafarhernaður var
víðs fjarri. Líklega fór enginn ósnortinn heim enda samhljómur-
inn og samkenndin mikil. Kaflaskil, bjartsýni og von voru orð sem
heyrðust á hverju borði og viljinn til að leggja sitt af mörkum og
axla ábyrgð á betri framtíð var áþreifanlegur.
Vilji þjóðarinnar virðist skýr. Heiðarleiki er gildið sem þjóðin
setur í öndvegi og skammt undan eru virðing, réttlæti og jafnrétti.
Fundurinn komst einnig að niðurstöðu um helstu stoðir samfélagsins
og setti þar menntun á oddinn, og á eftir komu fjölskyldan, velferð
og heilbrigðismál, atvinnulíf, umhverfismál, sjálfbærni, jafnrétti,
stjórnsýsla og tækifæri. Unnið var að framtíðarsýn fyrir hverja stoð
og þátttakendur fengu einnig tækifæri til að leggja til hugmyndir
að verkefnum og aðgerðum. Enn er verið að skrá gögn þátttakenda
í upplýsingakerfi sem unnið hefur verið í sjálfboðavinnu og verða
gögnin öllum aðgengileg á vef Þjóðfundar, www.thjodfundur2009.
is. En hvernig tryggjum við að vilji þjóðarinnar nái fram að ganga í
okkar samfélagi? Ef við viljum heiðarleika, þá verðum við að huga
að því frá leikskólum til háskóla, frá stjórnmálum til dómstóla og
eftirlitsaðila og skilaboðin verða að vera skýr, við getum ekki bara
talað um að lifa í sátt við lög og reglur, við verðum líka að lifa í sátt
við grunngildin.
Niðurstöðurnar voru afar skýrar um grunngildin, meginstoðir
í framtíðarsýninni og áhersluþætti innan hverrar stoðar. Vonast
er til að fjölmiðlar, stjórnmálaflokkar, ríkisstjórn, sveitarstjórnir,
viðskiptalífið og allir þeir sem láta sig vilja þjóðarinnar varða nýti
niðurstöður fundarins á komandi ári. Fram undan er mikil stefnu-
mótun á flestum sviðum samfélagsins, gagnagrunnur Þjóðfundar og
sameiginleg gildi þjóðarinnar nýtast við þá vinnu. Boltinn er nú hjá
okkur öllum og þar með hjá þeim sem nú gegna forystuhlutverkum í
samfélaginu. Íslenska þjóðin sýndi á Þjóðfundi 2009 að hún er sterk,
jákvæð, samheldin og umfram allt tilbúin í jákvæða uppbyggingu
samfélagsins, uppbyggingu sem mun grundvallast á sterkum gildum
og sameiginlegri framtíðarsýn – því íslenska þjóðin, getur, vill og
mun komast sterk úr þeim stórsjó sem nú dynur á.
Þjóðfundur 2009:
Þjóðin getur,
vill og mun
HALLA TÓMASDÓTTIR SKRIFAR