Fréttablaðið - 16.11.2009, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 16.11.2009, Blaðsíða 36
20 16. nóvember 2009 MÁNUDAGUR ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Kæru íþróttamenn og annað fólk. Verið hjartanlega velkomin á jólamót aldraðra kvenna í glímu! Núna verðum við vitni að sögulegum bardaga á milli tveggja á svipuðum aldri og þyngdar- flokki. Þetta verður gríðar- lega skemmtilegur bardagi. Passaðu þig bara! Látið bardagann hefjast! Það veður sko enginn yfir mig! Ég er búin að eyða hálfum deginum í að gera hreint hérna inni Palli. Reyndu að drasla ekki til. Ég skal passa mig. Af hverju ertu á fótum? Bara að líta eftir krökkunum. Þögnin er eiginlega ærandi. Líka hávaðinn þegar þau eru vakandi. GÓÐAR FRÉTTIR Frídreifing verður áfram á höfuðborgarsvæðinu, suðvestur- horninu, Akranesi, Reykjanesi, Akureyri, í Borgarnesi og Árborg. Nú verður Fréttablaðið líka aðgengilegt í öllum öðrum landshlutum og fæst í lausasölu á kostnaðarverði. Þeir sem hafa áhuga á að fá blaðið til sölu á kostnaðarverði vinsamlegast hafið samband við Pósthúsið í síma 585 8300. Hér færðu Fréttablaðið á kostnaðarverði: Nú er Fréttablaðið aðgengilegt hringinn í kringum landið. Ásbyrgi Verslunin Ásbyrgi ehf Baula Verslun Blönduós N1 Potturinn og pannan Dalvík N1 – Olís Egilsstaðir N1 Eskifjörður Shell skáli Kría veitingastaður Fellabær Olís Hella Olís Hellissandur Hraðbúð N1 Húsavík N1 – Olís – Shell skáli Hvolsvöllur N1 Höfn N1 – Olís Ísafjörður N1 Kópasker Búðin Kópasker Laugavatn Tjaldmiðstöðin Neskaupstaður Olís Ólafsfjörður Olís Ólafsvík N1 – Olís Raufarhöfn Verslunin Urð Reyðarfjörður N1 – Olís – N1 Rif Umboð Shell / Tandur Sauðárkrókur N1 – Shell skáli Siglufjörður Olís Skagaströnd Olís Staðarskáli N1 Stykkishólmur Bónus – Olís – Bakarí Stöðvarfjörður Brekkan veitingastaður Vestm.eyjar N1 Víðigerði Verslunin Víðigerði Vík N1 Vopnafjörður N1 Þórshöfn N1 Allt sem þú þarft... Hægt er að fá Fréttablaðið sent frítt í tölvupósti á morgnana eða nálgast það á Visir.is. Hann vill lenda ofan í strompin- um. Er einhver strompur hérna? Tengdamóðir mín hélt því eitt sinn fram að sonur hennar hafi verið full- kominn við afhendingu úr foreldrahús- um. Hún er ekki nærri eins dómhörð og ég sem hló dátt og hélt auðvitað að hún væri að grínast. En eftir þrotlausa elju í næstum aldarfjórðung hefur mér reynd- ar tekist að temja umræddan eiginmann töluvert. Suma daga er frammistaða hans í fjölbreyttum verkefnum með þvílík- um ágætum að ég klökkna næstum yfir minni eigin snilld. Því þrátt fyrir krón- íska aðdáun tengdamömmu er staðreynd að sumir hæfileikar eru áunnir en ekki meðfæddir. Í upphafi búskaparins kom nefnilega í ljós dálítill blæbrigðamunur á því hvað teldist sómasamlegt heimilishald. Þá voru viðhorf mín nokkuð ströng og fólu í sér ýmsar ófrávíkanlegar reglur um matar- tíma, skúringar og strauverk. Hefði bóndi minn látið vel að stjórn sætum við nú lík- lega afskaplega lekker og hrútleiðinleg og hekluðum blúndudúka. En vegna þess að guð er góður mættu miðaldra viðhorf mín kröftugri andspyrnu sem varð stundum efniviður í svolitla dramatík. Reyndar tók tíma að fínstilla jafn- vægið og enn rifjum við hjónakornin einstöku sinnum upp sýnishorn af gömlum og góðum skoðanaskiptum um uppvask og umgengni. SÍFELLD sæla er nefnilega ógurlega þreytandi til lengdar og þá er einmitt hætt við að ponsulitlir hnökrar verði tilefni til mikillar mæðu. Til dæmis ef makinn gleymir smjörinu á eldhús- bekknum yfir nótt, skilur skítugu sokk- ana eftir á baðgólfinu og þrammar inn í stofu í forugum gönguskóm. Sem betur fer hristir tilveran stundum viðhorfin í réttar skorður svo ofurviðkvæmnin hrip- ar aftur niður í kjallara þar sem hún á heima. Nýjasta upphitunin hófst fyrir mánuði með kvefi og hita. Eftir tveggja daga kúnstpásu fylgdi hin heimsfræga svínaflensa með mögnuðu upphafsatriði og langdreginni eftirfylgni en rúsínan í pylsuendanum var afar sannfærandi gubbupest. Í millitíðinni át svo hundur- inn hressilega yfir sig, varð fárveikur og reyndar sá eini í fjölskyldunni sem fékk næturlækni. EFTIR hroðalega pestardaga er hvers- dagsleikinn umlukinn töfraljóma. Skyndi- lega væri bara kósí að finna skítuga sokka á baðgólfinu og smjörið á eldhús- bekknum. Dást að maka sínum stika svo karlmannlega um stofugólfið á forugum gönguskónum. Eftir almennilega flensu- tíð er ekki nokkur þörf á ómerkilegu hjónaþrasi um uppvask og umgengni til að kunna að meta frið og spekt. Töfrandi hversdagsleiki BAKÞANKAR Þórhildar Elínar Elínardóttur

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.