Fréttablaðið - 18.11.2009, Blaðsíða 39
MIÐVIKUDAGUR 18. nóvember 2009
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
Miðvikudagur 18. nóvember
2009
➜ Tónleikar
12.10 Davíð Ólafsson og Stefán
Helgi Stefánsson verða með tónleika í
Guðríðarkirkju í Grafarholti. Þessi við-
burður er hluti af hamingju-hádegi sem
kirkjan býður upp á alla miðvikudaga í
vetur. Kaffiveitingar á staðnum. Enginn
aðgangseyrir og allir velkomnir.
12.30 Signý Sæmundsdóttir sópran og
Þórarinn Sigurbergsson gítar, flytja verk
eftir John W. Duarte, Joaquin Rodrigo
og Oliver Kentish á tónleikum sem fram
fara í Norræna húsinu við Sturlugötu.
20.00 Lúðrasveitin Svanur og Lúðra-
sveit verkalýðsins standa fyrir sameigin-
legum tónleikum í Ráðhúsi Reykjavíkur
þar sem fluttar verða helstu perlur
marsatónlistar. Enginn aðgangseyrir og
allir velkomnir.
20.00 Anna Klara Georgsdóttir sópran
og Marco Belluzzi píanóleikari verða
með tónleika í Listasafni Sigurjóns
Ólafssonar á Laugarnestanga. Á efnis-
skránni verða verk eftir Wagner, Amy
Beach og Schumann.
20.30 Svavar Knútur og Aðalsteinn
Ásberg verða með tónleika á Græna
hattinum við Hafnarstræti 96 á Akureyri.
21.00 Samstöðu- og styrktartónleikar
fyrir Palestínu verða haldnir í Batteríinu
við Hafnarstræti 1-3. Fram koma Retro
Stefson, Reykjavík!, For a Minor Reflect-
ion og Útidúr.
21.30 Feldberg verður með útgáfu-
tónleika í Þjóðleikhúskjallaranum við
Hverfisgötu.
22.00 Weirdcore-kvöld hjá Jacobsen
við Austurstræti. Fram koma Steve
Sampling, Quadruplos og Dj Hero‘s Trail.
Enginn aðgangseyrir.
➜ Námskeið
16.30 Norræna félagið stendur fyrir
námskeiði ætluðu fólki sem hyggur á
flutning til Norðurlandanna í Deiglunni
við Kaupvangsstræti á Akureyri. Nánari
upplýsingar á www.akureyri.is.
➜ Opið hús
Þjóðdansafélag Reykjavíkur við Álfa-
bakka 14a, verður með opið hús kl.
20.30-23. Stiginn dans við lifandi tónlist
og kleinukaffi. Allir velkomnir.
➜ Fyrirlestrar
12.00 Ólafur Egilsson flytur erindið
„Af samskiptum Íslendinga og Kínverja
gegnum tíðina“. Fyrirlesturinn fer fram
hjá HÍ, Lögbergi við Sæmund-
argötu 8 (st. 201).
12.00 Einar Kárason ræðir
um tilurð skáldsögu sinnar
„Ofsi“ á fyrirlestri
sem fram fer á
Háskólatorgi við
Sæmundargötu 4
(st. 102). Allir vel-
komnir.
Upplýsingar um viðburði sendist á
hvar@frettabladid.is.
Leikhópurinn Á senunni er nú að
undirbúa sýningar á Ævintýrinu
um Augastein í Hafnarfjarðarleik-
húsinu. Nú eru sjö ár síðan verkið
var frumsýnt í London, þá undir
heitinu „Greela and the 13 Yule
Lads“. Síðar í þessum mánuði fer
leikhópurinn Á senunni með sýn-
inguna á listahátíð í Liverpool
(NICE-festival), þar sem sjónum
verður beint að norrænni list.
Aðventuævintýri Þjóðleikhúss-
ins, Leitin að jólunum, verður sýnt
í desember fimmta leikárið í röð,
en sýningin hefur jafnan notið
mikilla vinsælda. Tveir skrýtnir
og skemmtilegir náungar taka á
móti litlum leikhúsgestum í and-
dyri Þjóðleikhússins. Með þeim í
för eru tveir hljóðfæraleikarar og
saman leiða þeir börnin með leik
og söng um leikhúsið. Börnin ferð-
ast inn í ævintýraveröld jólanna
og sjá leikþætti um jólin í gamla
daga og í nútímanum.
Ólíver! er einn vinsælasti
söngleikur allra tíma, byggður á
sígildri skáldsögu Charles Dick-
ens um munaðarlausa drenginn
Ólíver Tvist – sem dirfðist að biðja
um meira að borða! Um jólin verð-
ur söngleikur Lionels Bart eftir
sögu Dickens frumsýndur annan
í jólum í leikstjórn Selmu Björns-
dóttur.
Ólíver er góðhjartaður lítill
drengur, sem elst upp við þröngan
kost á ómagahæli, en lendir fyrir
röð tilviljana í slagtogi við skraut-
legt vasaþjófagengi.
Það er Eggert Þorleifsson sem
fer nú með hlutverk Fagins og
fer í spor Ólafs Egils Egilsson-
ar, Ladda, Baldvins Halldórsson-
ar og Brynjólfs Jóhannessonar.
Fjöldi barna tekur þátt í sýning-
unni. Litrík, fjörug og æsispenn-
andi sýning, full af dásamlegum
söngperlum.
Það er því nóg í boði jólakyns
og ugglaust ekki öll kurl komin til
grafar. pbb@frettabladid.is
Jólasýningar í boði
LEIKLIST Ævintýrið um Augastein kemur
aftur á fjalirnar fyrir jólin ásamt fleiri
leiksýningum fyrir barnafjölskyldur.
MYND Á SENUNNI
NF GRÆNMETISBUFF
FULLELDAÐ - ÞARF AÐEINS AÐ H ITA
998 kr.
598 kr.kg
NÚ FER HVER AÐ
VERÐA SÍÐASTUR
BIRGÐIR ERU AÐ KLÁRAST
ÞURRKRYDDAÐUR KJÚKLINGUR
FERSK LÆRI OG LEGGIR
498 kr.kg.