Fréttablaðið - 18.11.2009, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 18.11.2009, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 2009 7hátíðarrit fríkirkjunnar ● MEÐ LISTRÆNT „TEMPERAMENT” „Anna Sigga á að hafa alveg frjáls- ar hendur við túlkun og það sem á að gera, en ég á að veita stuðning- inn,“ segir Carl. „Við erum bæði – hvað eigum við að segja Anna Sigga? Erum við skapstór?!“ „Nei,” svarar Anna Sigga að bragði. „En við erum auðvitað bæði með temperament! Og við finnum alltaf rétta farveginn.“ Eru ekki allir alvöru listamenn með „temperament”? „Ég held ég sé svolítið fljótfær stundum,“ segir Carl hlæjandi. „Það vill mér til happs aðAnna Sigga heldur uppi aga hjá mér!“ „Nei, nei, þú ert ekki það sem kallast fljótfær!“ segir Anna Sigga að bragði og útskýrir: „Sko, Calli er ofboðslega „spontant“, hann framkvæmir stundum það sem honum dettur í hug þá og þegar. Þannig að hann fær ótal hugmyndir – og þá kem ég til skjalanna og fæ hann til að halda einbeitingunni við einhverja eina þeirra.“ HÖFUM ÓTRÚLEGT FRELSI Samstarf tónlistarstjóranna er auðvitað ekki bara bundið við klukkutíma messur á sunnudög- um. „Við tölum mörgum sinnum saman í síma, erum með kóræf- ingar tvisvar í viku og sækjum fundi með starfsfólki kirkjunn- ar. Það er einstakt að starfa hérna við Fríkirkjuna. Við höfum ótrú- lega mikið frelsi að gera það sem okkur dettur í hug.“ Myndi henta ykkur að vera í formfastari kirkju ef svo mætti að orði komast? „Nei, engan veginn,“ svara þau nánast samtímis. „Í öðrum kirkjum væri hugs- anlega búið að skorða okkur föst, negla okkur niður í eitthvað form, sem við njótum okkar síður í, ein- hverjir aðrir eru miklu betri í því en við,“ útskýra þau. En eruð þið eins og Fríkirkjan, opin, fordómalítil, víðsýn og… ? „Já, við getum alveg tekið undir þetta,“ svara þau að bragði og Anna Sigga bætir við: „Ég hef, líkt og flestir Íslend- ingar, unnið á mörgum stöðum, en hvergi hefur mér liðið eins vel og hér. Mér líður betur og betur með hverjum deginum. Mér finnst ómetanlegt hversu okkur er sýnt mikið traust. Við fáum að stjórna og ráða algjörlega því tónlistar- lífi í kirkjunni sem snýr að okkur og það finnst mér alveg ómetan- legt.“ Og Carl bætir við: „Það er eins og traustið í okkar garð, til dæmis af hálfu prestsins, vaxi og vaxi. Séra Hjörtur Magni hefur örugglega mikið vitað um Önnu Siggu og kirkjugrunn henn- ar, en ég efast um að hann hafi nokkurn tíma heyrt mig nefndan fyrr en ég sótti um starfið!“ „Hvaða hvaða,“ segir Anna Sigga. „Þú ert frægur!“ LÁTUM FORMIÐ ÞJÓNA OKKUR, EKKI HEFTA Þau segja verkaskiptingu milli þeirra vera alveg skýra en í fyrstu hafi þau vissulega þurft að „máta sig“ hvort við annað: „Við urðum að gæta þess að við værum ekki bæði að gera sama hlutinn. Í fyrstu skiptum við á milli okkar að velja sálmana og þar var nú Anna Sigga betri en ég!“ segir Carl hlæjandi. „Ég las hver væri boðskapur þessa sunnu- dags og leitaði svo í sálmunum hvað hentaði, en þegar ég mætti á fund með mínar hugmyndir sagði ég að ég hefði valið viðkomandi sálma einfaldlega vegna þess að mér þættu þeir fallegir.“ „Já, í sálmabókunum eru tillög- ur að sálmum fyrir hvern sunnu- dag, en við veljum heldur sálmalög út frá því hvort fólk kunni lögin,“ segir Anna Sigga. „Við hvetj- um kirkjugesti til að syngja með okkur. Við förum því ekkert endi- lega eftir því sem stungið er upp á í sálmabókinni eða út frá hverju er lagt í predikun, heldur veljum sálma sem fólk þekkir eða einföld lög sem fólk er fljótt að læra. Það er í raun mjög einfalt hvernig við vinnum þetta. Við höfum ákveð- ið að láta formið ekki hefta okkur, heldur þjóna okkur.“ „Mér finnst alveg dásamlegt að fá að starfa hér,“ segir Carl. „Ég er kominn á aldur og ætla að reyna að þegja yfir því. Svo framarlega sem ég fer ekki að flippa út vona ég að enginn taki eftir því á hvaða aldur ég er kominn! Trúarleg tón- list ristir dýpra en mörg önnur. Ef ég hefði verið sæmilega skýr í kollinum fyrir 47 árum, þegar ég hitti Róbert A. Ottósson á árs- hátíð í Lídó hefði ég starfað við þetta alla tíð. Róbert kom til mín og sagðist vilja taka mig sem nem- anda í cantorsnám og ég þyrfti ekkert að borga fyrir. En hugur minn stefndi annað! Ég hef spil- að fyrir forseta Þýskalands, for- seta Íslands, á dansleikjum með Fimm í fullu fjöri, Hauki Mort- hens, Lúdó sextett, með Ólafi Gauk og Ragga Bjarna – og nú með séra Hirti Magna og Önnu Siggu. Ég hef semsagt spilað víða, allt frá því að sitja við skemmtara milli rekka í stórverslunum að kirkju- orgeli Fríkirkjunnar.“ ÞAÐ SEM GUÐI ER ÞÓKNANLEGT … „Það liggja svo djúpar sálarpæl- ingar að baki sálmum,“ segir Anna Sigga, „en það sama má segja um marga dægurlagatexta. Samstarfið milli okkar verður alltaf betra og betra. Við viljum láta þetta ganga vel. Yfirskriftin á starfi innan Frí- kirkjunnar í Reykjavík er einföld. Hún er þessi: Ef það er Guði þóknanlegt, þá á það heima í Fríkirkjunni. Hér er víðsýni sem svífur yfir vötnum. Ef tónlist er falleg og hefur góð áhrif á fólk, þá á hún heima hér.“ „Mér finnst djasstónlist líka vera trúarlegs eðlis,“ bætir Carl við. „Í spunadæminu nýtirðu innra flæði og það veit maður ekk- ert hvert er sótt, það flæðir fram. Þetta er allt frá Guði.“ Viðtal: Anna Kristine Magnúsdóttir í hljóðfæraleik og nokkrir í söng. A nna Hulda Júlíusdóttir er ung kona, móðir sex ára tvíbura, og gegnir viða- miklu starfi í Fríkirkjunni. Hún er kirkjuvörður, meðhjálpari, sér um barnastarfið og heldur utan um fermingarfræðsluna. VINNUR BAK VIÐ TJÖLDIN „Ég hef starfað hér við Fríkirkj- una í rúmt ár og þetta er mjög fjölbreytt starf,“ segir hún og útskýrir í hverju störf hennar felast. „Kirkjuvörður og meðhjálp- ari vinna bak við tjöldin, verk sem felast í að sjá til þess að allt sé tilbú- ið í kirkjunni fyrir athafn- ir og guðs- þjónustur. Það þarf að huga að mörgu og gæta þess að allt sé í lagi; kveikja á kertum, koma blóm- um fyrir, stilla hljóðkerfið og gæta þess að hitastigið í kirkj- unni sé rétt. Einnig þarf að gæta þess að prestsklæði séu hrein og altarisklæðin í samræmi við liti kirkjuársins og margt fleira.“ DRAUMURINN UM DJÁKNANÁM Anna Hulda hafði áður starfað í áratug hjá Flugfélagi Íslands, hjá Krabbameinsfélaginu og á alfa-námskeiðum hjá Hvítus- unnusöfnuðinum Fíladelfíu. „Mig hafði í mörg ár langað til að starfa í kristilegu starfi. Ég hef verið svo lánsöm í gegn- um tíðina að vinna með frábæru fólki við að þjónusta náungann á einn eða annan hátt. Í þessum störfum birtist manni öll flóran af tilfinningalífi mannfólksins og löngun mín að fara í djákna- nám og vinna í meiri nánd við fólk hefur vaxið jaft og þétt. Í byrjun hausts erum við með samþjappaða fermingarfræðslu í eina viku og síðan hittumst við einn laugardag í mánuði í fræðslu og leik. Þetta eru frá- bær ungmenni, fróðleiksfús og lífsgleðin skín af þeim.“ BÖRNIN OG JAKOB BANGSI „Barnastarfið er á sunnudög- um samhliða guðsþjónust- um. Við byrj- um með stuttri stund í kirkj- unni, börnun- um er síðan boðið í safn- aðarheimilið þar sem við syngjum, dönsum, föndrum, segjum sögur og horf- um á brúðuleik. Með okkur er líka alltaf bangsinn Jakob, sem veit óskaplega lítið um Jesú og vini hans og börnin hjálpa okkur að fræða hann. Það er sérstak- lega ánægjulegt þegar foreldr- ar og forráðamenn barnanna koma með og taka þátt í starf- inu með okkur. Það veitir mér mikla gleði að vera með ungling- unum og börnunum, því þau eru svo opin og einlæg og þau veita manni alltaf nýja von. Hjá börn- um er lífið svo einfalt og þau minna okkur á að hamingjuna er að finna í einfaldleikanum.“ Viðtal: Anna Kristine Magnúsdóttir. Börnin veita nýja von Gleðistundir. Að vera með börnunum veitir Önnu Huldu Júlíusdóttur, kirkjuverði og meðhjálpara Fríkirkjunnar, mestu gleðina í starfinu. ngja og spila á stað sem fyllir sálina gleði. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Afmæliskveðjur Blómaverkstæði Binna Skólavörðustíg 12 101 Reykjavík Breiðholtsblóm Álfabakka 14 109 Reykjavík Bæjarhús Skeiðarás 12 210 Hafnarfirði Efnalaugin Björg í Mjódd Álfabakka 12 109 Reykjavík Iða Lækjargötu 2a 101 Reykjavík Nýji Kaupþing banki hf Borgartúni 19 105 Reykjavík Úðafoss Vítastíg 13 101 Reykjavík Útfararstofa Kirkjugarðanna Vesturhlíð 2 105 Reykjavík Útfararþjónusta Rúnars Geirmundssonar Fjarðarási 25 110 Reykjavík „Hjá börnum er lífið svo einfalt og þau minna okkur á að hamingjuna er að finna í einfaldleikanum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.