Vikublaðið - 03.02.1950, Qupperneq 4

Vikublaðið - 03.02.1950, Qupperneq 4
2 VIKUBLAÐIÐ Um fólkshald smiðjunnar er það að segja, að fyrsta árið voru að meðaltali 28 menn, fer síðan jafnt vaxandi og er árið 1940 orðið um 60. Nú vinna að staðaldri um 130 manns í smiðj- unni, og er þá ekki meðtalið skrifstofufólk. — Flest hefur starfsfólkið verið 143 í nóv. 1948. Þó nokkrir af núverandi starfsmönnum smiðjunnar hafa starfað frá byrjun. Má geta þess, að báðir núverandi yfirverk- stjórár réðust þangað fyrstu vikurnar, annar sem verkstjóri, hinn sem sveinn. Á þessum tuttugu árum hefur tímakaup vaxið úr kr. 1.60 í kr. 11.82 eða 7,4 faldast, launagreiðslur úr kr. 75.000.00 í kr. 3.400.000.00. Framleiðslan hefur og vaxið úr kr. 190.000.00 í kr. 7.200.000.00. Auk viðhalds og viðgerða hefur Landssmiðjan unnið mikið að nýsmíði, t. d. smíðað brýr fyrir vegamálastjórnina, annast uppsetningu lýsis- og olíugeyma, smíðað þurrkara og önnur tæki í fiskimjöls- og síldarverksmiðjur, séð um innréttingu á farþegaíbúðum í e. s. Súðinni og klefum áhafnarinnar á olíu- skipinu Þyrli, enn fremur annast margbrotinn leikhúsútbún- að í Þjóðleikhúsinu o. fl. o. fl. Fjárhagur Landssmiðjunnar hefur oft verið ræddur opin- berlega og því ekki ástæða til að rekja hann hér sérstaklega. Þó skulu hér birtar niðurstöðutölur frá seinasta uppgjöri (þ. e. árslok 1948). Eru eignir þar bókfærðar á kr. 5.012.022.05 og skuldir á kr. 4.724.951.49. Skuldlaus eign því kr. 287.070.56. Þetta ár (1948) gaf kr. 145.000.00 í rekstrarágóða og var af því lagt í varasjóð kr. 29.000.00. í sambandi við álagningu vélsmiðja, er fróðlegt að geta þess, að í árslok 1944 voru fyrst sett verðlagsákvæði og þá þótti rétt að leyfa smiðjunum álagningu sem svaraði 32% af greiddu kaupi. í Árslok 1949 er álagningarheimildin svo lækkuð niður í 20%. — Á sama tíma hafa rekstrariðgjöld stigið. Mun verða að leita víða um lönd til þess að finna jafnlága álagningu. Um framtíð smiðjunnar er erfitt að segja með vissu. Margt í fjármálum þjóðfélags vors er nú í athugun hjá sérfróðum mönnum, og þær breytingar til umbóta, er kunna að verða gerðar, geta haft töluverð áhrif á afkomu þessa fyrirtækis sem og annarra. Hins vegar vitum vér, að menn hér á landi hafa nú séð, hver skilyrði eru fyrir hendi til bættra lífskjara með frekari tæknilegri þróun og fái hún að verða óslitin, þá á Landssmiðjan, sem og önnur hliðstæð fyrirtæki, mikil verk- efni framundan. Forstjórar Landssmiðjunnar hafa verið tveir, þeir Ásgeir Sigurðsson frá 1930 til ársloka 1946, en þá tók við Ólafur Sigurðsson. J. V. Furðusögur: Feigð séð á Akureyri um margra ára skeið, og gekk auðvitað oft og víða um kaupstaðinn. Eitt sinn var ég á gangi í svonefndri Bót, en hún er hluti af Hafnarstræti. Var ég á norðurleið og kominn í nánd við skóverzlun M. Lyng- dals. Það var fremur lítil umferð á götunni að þessu sinni. $æsta hús norðan við Lyngdal átti Jón Friðfinns- son, og er stutt á milli húsa þessara. Ég sé, hvar stúlka kemur á móti mér, ung og lagleg. Kannaðist ég við hana, en setti þó aldrei á mig nafn hennar. Þegar unga stúlkan var í fárra skrefa fjarlægð frá mér, breiðist hel- gríma yfir ásjónu hennar. Varð andlitið eins og á líki. Mér brá ónotalega, brá hend- inni upp að augunum og neri þau augnablik. Mér komu tvö orð í hug: Ofsjón. Feigð. Er ég leit upp var andlit stúlkunnar eðlilegt. Hún gekk fram hjá mér. En ég sá hana ekki framar. Hún dó skömmu síðar af vofeiflegu slysi. X.

x

Vikublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/367

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.