Vikublaðið - 03.02.1950, Page 5

Vikublaðið - 03.02.1950, Page 5
VIKUBLAÐIÐ 3 NORMAN G A M : I SIÐASTA SINN TTANN ók bílnum upp að gangstéttarbrúninni. Það var lítil umferð á götunni. Hann þurfti ekki að blása, þar sem hann sá Irene í glugganum. Hann lagfærði bindið, og beið eftir henni. Þegar hún var komin í nánd við bílinn fór hann út úr hon- um. Irene mælti: „Ó, Róbert. Ég er búin að bíða svo lengi. Ég áleit, að þú kæmir fyrr í dag.“ Robert svaraði: „Já, ég hafði í hyggju að vera kom- inn hingað fyrir þennan tíma. En það var alltaf eitthvað, sem tafði mig á skrifstofunni. Þú ert í nýja úlsternum í dag.“ Hann var grænn með skinnleggingum, eða hlaðbú- inn. Hún hafði gulan flóka- hatt, sem fór henni vel. Er hún kom inn í bílinn lét hún hattinn út í þann vangann, er sneri frá Róbert. Hann setti vagninn í gang. Þau þögðu þar til komið var fyrir hornið. „Hve langan tíma höfum við til umráða?“ spurði Irene. „Lestin kemur eftir fimm- tíu mínútur,“ svaraði hann. „En við erum aðeins tuttugu mínútur að aka inn eftir. Ég ætla því að fara dálítinn krók.“ Hann horfði á hana og sá að hún var hrygg. Irene mælti: „Ég skil það ekki, að þetta skuli vera okk- ar síðasta ferð.“ Robert svaraði: „Ég skil það heldur ekki. Tíminn hef- ur liðið fljótt.“ „Þykir þér ulsterinn minn fallegur?“ Það var auðheyrt á röddinni, að hún bjóst við að honum geðjaðist illa að honum. Hann svaraði: „Ulsterinn gerir þig tuttugu árum yngri.“ *„Irene svaraði: „Þetta var fvndið.“ Hún var n. 1. ekki nema tuttugu og fimm ára.“ „Ég beygi hér til hægri svo við komumst upp á Humla- fjallið. Þar er fögur útsýn.“ Þau þögðu um stund. Þá sagði hún: „Nú eru aðeins þrír stund- arfjórðungar eftir. En hve tíminn líður fljótt. Að fjöru- tíu og fimm mínútum liðnum stöndum við niðri á stöðvar- pallinum og tökum á móti Eric. Ég varð andvaka síðast liðna nótt, og hugsaði um það, hvort ég hefði þrek til þess að bera þetta. En þar sem þú Robert ert mér til styrktar tekst mér að láta ekki bug- ast.“ „Vitanlega tekst þér það,“ sagði Robert hressilega. „Eric hefur verið að heiman um tíu mánaða skeið. Hann þráir þig og þarfnast þín. Þú mátt

x

Vikublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/367

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.