Vikan


Vikan - 15.03.1951, Side 4

Vikan - 15.03.1951, Side 4
4 VIKAN, nr. 11, 1951 „Það ættirðu ekki að gera,“ sagði móð- ir hennar. „Héma eru töflurnar og vatn. Lífið er langt, stúlkan mín. Þú nærð þér eftir þetta áfall. Þú verður að gæta sóma þíns.“ Bente tók töflurnar. Hún sneri sér til veggjar og brast í grát, sem gekk gegn- um merg og bein á Lise. Hún sat hjá dóttur sinni þar til hún sofnaði. Lise sagði Anni, vinnukonu sinni, að hún þyrfti ekki að laga mat, þar sem hún væri lystarlaus. Anni bað þá um leyfi til þess, að íá að fara og hitta unnusta sinn, sem kominn var til bæjarins. Lise sagði að Anni mætti vera að heiman það sem eftir var dagsins. Lise fór út í garðinn, settist þar á bekk og hugsaði um Bente. Hún þurfti að gæta hennar vel þetta sumar, og sýna henni samúð og skilning. Þegar Lise hafði setið um stund og hugsað málið gekk hún niður stíginn í átt til strandarinnar. Hún sá mörg pör klædd strandfötum, er voru á leiðinni til sjávar til að synda. Skyndilega kom ungur maður hjólandi. Hann fór af hjólinu og kom til Lise. Pilt- urinn var dökkhærður og alvarlegur á svip. Lise þekkti hann ekki þegar í stað. En er hún heyrði rödd unga mannsins varð henni Ijóst að þar var kominn mað- ur sá, sem mest dansaði við hana hjá Kjærs. „Eruð þér einar heima?“ spurði hann lágt og með áhuga. „Nei, dóttir mín er líka heima,“ svar- aði Lise. „Ég þarf að tala við yður undir fjög- ur augu. Ég hef mikið um það hugsað á hvern hátt ég gæti náð fundi yðar.“ Lise horfði forviða á manninn og sagði: „Þér eruð svo hátíðlegur. Hvað er um að vera?“ Hann horfði á hana ásakandi augna- ráði, og mælti: „Það er yður kunnugt. Munið þér ekki eftir kvöldinu hjá Kjærs? Ég hef alltaf hugsað um yður frá því kvöldi. Ég hef orðið andvaka hverja nótt. Mér hefur aldrei geðjast vel að ungum stúlkum. Þær eru svo innantómar og heimskar. Það var dásamlegt, hve við vorum sammála um það, sem bar á góma, eða við rökræddum. Varð yður ekki ljóst að við eigum að vera saman?“ Lise sagði: „Ég hafði ánægju af því að dansa við yður. Kvöldið var indælt, en —“ Ungi maðurinn sagði: „Var þetta leik- ur einn af yðar hálfu? Ég trúi því ekki. Þér leyfðuð mér að kyssa yður.“ „Aðeins á kinnina, ef mig misminnir ekki.“ „Það er fleira, sem kemur til greina,“ sagði ungi maðurinn. „Þér höfðuð ekkert við það að athuga þó að ég dansaði nær því óslitið við yður, og hlustuðuð með ánægju á það, sem ég sagði við yður. Þér brostuð------“ Lise horfði á manninn. Hann var mjög ungur, eða eins og stór drengur. Hún mælti: „Auðvitað hafði ég gaman af að hlusta á gullhamra yðar. Þannig er fólk, einkum konurnar. En — —“ Hún yppti öxlum og brosti vingjamlegu, afsakandi brosi. Hún sá hve mikið manninum var niðri fyrir, og kenndi í brjósti um hann. „Ég skil,“ sagði hann. „Þetta var að- eins gaman á la Noel Coward. En hve heimskur ég hef verið.“ „Þér megið ekki gleyma að ég er gift.“ „Hvað hefur það að segja,“ sagði hann. „Hjón geta skilið. Það er vandalaust. Ég er óhræddur við það. Ég skal —“ „I hamingjubænum,“ mælti Lise og lagði hönd sína á handlegg hans. „Þér megið ekki segja meira. Þér hafið misskilið mig gersamlega. Ég elska manninn minn og börnin og------“ Hann horfði á hönd hennar með því augnaráði, sem kom henni til að þagna. Hún sá sársaukann og sorgina í augum hans. Ungi maðurinn fór á hjól sitt og ók leiðar sinnar. Lise horfði á eftir honum með áhyggjusvip, og hristi höfuðið. Hún skildi hve lítið þarf til þess að valda öðr- um óhamingju. Lise stóð frammi fyrir speglinum. Hún hafði þvegið allan andlistfarða af sér. Hún var oþreytuleg. Þannig ætla ég að verða eftirleiðis, hugsaði hún. Ég snyrti mig ekki framar og geng ekki í ,,baby“ kjólum. Þá kemst ég hjá því að hent sé gaman að mér, og veld engum óhamingju. Lise heyrði ekkann í Bente í gegnum vegginn. En hve þetta var allt erfitt. Lise leit á úrið. Það var orðið áliðið daginn. Hún mundi nú að hún hafði gefið Anni leyfi allan daginn, og yrði því sjálf að laga miðdegisverðinn. Henni hraus hugur við því. Hún fékk góða hugmynd. Hún ákvað að hringja til Erik og stinga upp á því að þau borðuðu á hóteli að þessu sinni. Lise ætlaði að sýna heiminum að hún væri ekki „Brúðu-Lise“ framar. Síminn hringdi. Lise kom til hugar að svara ekki. En þetta gat verið áríðandi samtal. Hún greip símtólið. Það var mað- urinn hennar, sem hringdi frá skrifstof- unni. Erik sagði: „Ert það þú, elskan? Til mín er kominn sænskur kaupsýslumaður, sem ég skifti mikið við, og þarf að halda því áfram. Þetta er Claesson, forstjóri Götaborg. Ég hef boðið honum að borða miðdegisverð í dag heima hjá okkur. Viltu vera svo góð að hafa góðan mat tilbúinn? Ég hef sagt forstjóranum frá því, hve in- dæla konu ég eigi. Hann hlakkar til þess að sjá þig og bömin. Hafðu rauðvínið eins og það á að vera------Ertu þama?“ „Já, Erik, ég er hérna.“ En hún var svo ringluð að hún mátti vart mæla. Bente lá úrvinda af harmi, Knútur atyrti hana fyrir hégómaskap, og hún hafði eyðilagt sálarfrið ungs manns.. Lise var svo þreytt að hana langaði til þess að æpa. Erik sagði: „Er sambandið slæmt? Ég heyri ekki vel til þín, Lise.“ „Sambandið er ekki slæmt,“ svaraði hún. „Jæja, við komum klukkan hálf sjö. Ég hef mikið hugsað um þig í dag, Lise. Þú veizt ekki, hve mikils virði það er fyrir mig, sem þræla mér út við kaupsýslu- störf, að eiga svo indæla, síunga sumar- konu og þig. Þú ert jafn ungleg og yndis- leg og daginn, sem ég bað þín. Blessuð Lise.“ „Blessaður Erik.“ Hún lagði símtólið frá sér. „Hann ætti að sjá mig eins og ég er nú. Hann kallaði mig sumarkonu, og sagði að ég væri ungleg.“ Hlýjan í rödd hans hafði hresst hana. Það var auðheyrt að hann elskaði hana. Nei, sagði hún við sjálfa sig. Ég má ekki valda honum vonbrigðum. Það er líka óeðlilegt að breyta þvert á móti vilja sín- um. Bente nær sér. Fyrsta ástin eða skot- ið læknast oftast. Svo fór um mig. Ungi maðurinn, sem hugsar nú um mig fellir bráðlega ást til annarrar konu. Knútur á eftir að þroskast. Þegar hann hefur gifzt, óskar hann þess að konan verði um mörg ár ungleg og aðlaðandi. Hvað aðrir segja hirði ég ekki hót um. Lise fór og barði að dyrum hjá Bente. „Geturðu komið og hjálpað mér, stúlk- an mín. Anni er að heiman, og við fáum gesti.“ Miðdegisverðurinn var afbragð. Erik leit varla augunum af konu sinni. Hún hafði farið í nýjasta kjólinn sinn, en sá kjóll gerði hana unglegri en aðrir kjólar, sem hún átti. Claesson var kátur og háttprúður mað- ur. Hann gaf Bente hýrt auga og kom henni til að hlæja. Við Knút talaði for- stjórinn eins og þar væri um fullorðinn mann að ræða, eða jafnaldra hans. Þegar Erik, Knútur og Claesson voru komnir út í garðinn sagði sá síðastnefndi við Erik: „Þér eigið framúrskarandi fagra og unga konu.“ Þá sneri forstjórinn sér að Knút og mælti: „Eruð þér ekki hreykinn af því að eiga svo unga og indæla móð- ur?“ Knút neyddist til þess að játa því. „Já, konan mín heldur sér vel,“ sagði Erik og brosti. „Ég geri það, sem í mínu valdi stendur til þess að hún hafi engar áhyggjur og vinn eins og hestur við kaup- sýslustörfin. Við, sem elskum konumar okkar viljum að þeim líði vel. Komið nú, Kaffið og koníakið bíður.“ Svör við „Veiztu —?“ á bls. 3: 1. Það er ekki liturinn, heldur hreyfingin á klæðinu, sem æsir nautið. 2. Regína Magnúsdóttir (K.R.) á Islandsmetið i 1000 m. skriðsundi kvenna. Hún synti 1000 m. á 22:01,2 mín. 15 ágúst 1926 í Rvík. 3. Á 11. öld eða í upphafi 12. aldar. 4. Þýzkur, 1685—1759. 5. „Eiruggi, fiskbein, álma“. 6. María Englandsdrottning, dóttir Hinriks S. „Hún var rammkaþólsk og ofsótti mótmæl- endur. Nefndu þeir hana því Blóð-Maríu“. 7. 7,454,995. 8. 1397—1475. 9. Já, nefdýrin. 10. Eftir ítalska tónskáldið Giacomo Puccini.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.