Vikan


Vikan - 15.03.1951, Blaðsíða 13

Vikan - 15.03.1951, Blaðsíða 13
VIKAN, nr. 11, 1951 13 ÖSKUBUSKA Prásögn eftir Inga-Britt Allert. Teikningar eftir Nils Hansson. Kvöldið eftir hélt veizlan í höllinni áfram, og um leið og öskubuska var orðin ein heima, læddist hún út að hesliviðar- tréinu. Ef til vill hjálpaði fuglinn henni um kjól í kvöld, svo að hún gæti aftur farið til konungshallarinnar. Þegar hún kom að tréinu var alveg eins og kvöldinu áður — yndisfagur kjóll á neðstu greininni, og á með- al blómanna i grasinu stóðu yndislegir silfurskór. Öskubuska fór í fallegu skóna og kjólinn og flýtti sér sem fætur tog- uðu heim til hallarinnar, en þar var dansleikurinn þegar byrjaður. Þeg- ar prinsinn sá Öskubusku bað hann um að fá að dansa við hana. 1 kvöld var hún ennþá fallegri en kvöldinu áður. Það glitruðu og tindruðu daggardropar á kjól henn- ar eins og öllum stjörnum himinsins hefði ringt yfir hana, og þegar prinsinn horfði í augu hennar, vissi hann, að hann væri búinn að finna stúlkuna, sem hann gæti elskað. En hvernig gæti hann komizt að því, hver hún væri? Þegar hann spurði hana, hló hún og sagði honum að spyrja berg- málið um það. Rétt fyrir klukkan tólf hljóp öskubuska leiðar sinnar eins og kvöldinu áður. Prinsinn elti hana, en hún var of fljót. Það dró ský fyrir tunglið og það varð niða myrkur. Stúlkan hvarf. — En hvert hafði hún farið? 1. mynd: Og hann gengur upp á fjallið og kallar til sín þá, er hann sjálfur vildi, og þeir fóru til hans. Og hann skipaði tólf, að þeir skyldu vera með honum . . . 2. mynd: Og hann kemur heim, og mannfjöldinn kemur aftur sam- ap, svo að þeir gátu ekki einu sinni matazt. Og er vinir hans heyrðu það, gengu þeir út, til að taka hann, því að þeir sögðu: Hann er ekki með sjálfum sér. 3. mynd: En fræðimennirnir, er komnir voru ofan frá Jerúsalem, sögðu: Beelsebúl er i honum og með fulltingi foringja illu andanna rekur hann illu andana út. 4. mynd: Og i mörgum slikum dæmisögum talaði hann til þeirra orðið, svo sem þeir gátu numið það. En dæmisögulaust talaði hann ekki til þeirra, og einslega lagði hann allt út fyrir sínum eigin lærisveinum. Jesús sagði við þá: Komið og fylgið mér, og mun ég láta yður verða mannaveiðara. Markúsarguðspjall 1:17.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.