Vikan


Vikan - 07.06.1951, Blaðsíða 6

Vikan - 07.06.1951, Blaðsíða 6
6 VIKAN, nr. 22, 1951 í merg og bein. „Ef þér aðeins vissuð . . .“ Hún þagnaði skyndilega, og það var þjakandi hljótt í klefanum um stund. „Ég vil í það minnsta alls ekki fara upp á þilfar," sagði hún loks. „Hvers- vegna ætti mig að langa til að sjá þennan stað? Guð minn góður, ef ég aðeins gæti . . .“ Orðin dóu á vörum hennar. Hún barði kreppttum hnefanum í koddann og gaf frá sér hálfkæft hljóð sem hvorki var grátur né hlátur, grúfði sig síðan snöktandi niður i svæfilinn. Duncan leit á Quentin áhyggjufullur á svip. Hana lang- aði mest til að taka í hlýlega hönd hans og segja: „Vertu ekki áhyggjufullur, vinur minn. Þú mátt ékki taka þér allar sorgir þeirra og áhyggjur svona nærri!“ „Munduð þér kæra yður um að ég yrði hjá henni og talaði við hana um stund?“ Hún hvísl- aði svo lágt, að það heyrðist tæpast, og hann kinkaði kolli og gaf konunni merki um að koma fram; hún tók prjónana sína og þau fóru saman út, og um leið leit hann augnablik áhyþgjufull- ur i áttina til ungu stúlkunnar, sem lá í kojunni og titraði af niðurbældum gráti. Quentin stóð kyrr augnablik og hugsaði um, hvað hún ætti að segja. Henni fannst hún í fyrsta skipti i mörg ár vera alvarlega ráðþrota. Nú hafði hún árum saman verið hægri hönd sir Henrys, og hún hafði veitt honum aðstoð í ótelj- andi persónulegum vandamálum, sem áttu sér iðulega stað á meðal hinna fjölmörgu starfs- manna í flugvélaverksmiðjunni. En ekkert þess- ara vandamála hafði snert hana sjálfa; en nú hafði hún óljóst hugboð um, að vandamál þess- arar ókunnu stúlku ættu eftir að hafa mikil á- hrif á hennar eigin líf. Eftir augnablik hik settist hún á kojuna hjá ungu stúlkunni. „Ungfrú Siliski, þér vilduð vist ekki segja mér, hvað amar að yður?“ spurði hún rólega. Unga stúlkan leit upp og horfði kuldalega á Quentin. „Gætuð þér ekki látið mig í friði?“ spurði hún hás af reiði. „Hver eruð þér — ann- ar fangavörður Tampeltons ?“ „Nei, aðeins vinur hans!“ „Já, ég hef iðulega séð yður á hælunum á honum,“ sagði stúlkan ósvífin. „Þér eruð á fyrsta farrými, er ekki svo? Hversvegná haldið þér ekki kyrru fyrir, þar sem þér eruð innan um fólk af sama sauðarhúsi og þér eruð sjálfar? Eða eruð þér kannski trúboði úr fátækrahverfi, eða útsend- ari frá líknarstarfi kvenna?“ „Eg er hvorki trúboði né starfsmaður hjá nokkru liknarfélagi. Ég er aðeins á leiðinni til Sydney til þess að taka þar við nýrri stöðu." „Það hlýtur að vera góð staða, sem þér fáið í Sydney, fyrst þér hafið ráð á að ferðast á fyrsta farrými . . . Ég hefði einnig getað verið á fyrsta farrými, en fólkið, sem ábyrgðist mig, þóttist ekki geta útvegað mér aðra káettu.“ „Það hefur ugglaust sagt satt. Sir Henry varð að leggja sig allan fram til þess að koma mér fyrir í almennilegum klefa. Öll skip, sem sigla hingað eru drekkhlaðin." „Já, við streymum inn í landið, ýmist loftleið- is eða sjóleiðis, eða réttara sagt, okkur er þröngv- að hingað til . . . fyrirheitna landsins ■— ekki satt?“ Hún sagði þetta með nístandi háðshreim í röddinni. „Hver veit nema það reynist vera fyrirheitna landið," svaraði Quentin brosandi. „Þetta er ef til vill viðkvæmnislega sagt, en það skeður ekki ósjaldan, að óskir mannanna rætist." „Ég vildi heldur deyja en að stíga á land á morgun," sagði Katrin. Hún sagði þetta rólega og sannfærandi; og var ekki nærri eins móður- sýkisleg og hún hafði verið'til þessa. Ef til vill var það þessi róscmi, sem gerði það að verkum, að þetta hafði óvenju áhrif á Quentin. „En vina mín,“ hún lagði hönd sina blíðlega á öxi stúlkunnar, „svona slæmt ætti það ekki að vera.“ Hún brosti aftur, en þar sem Katrin brosti ekki aftur á móti, stirðnaði brosið á vör- um hennar. „Hún spurði síðan hálfvandræðalega: „Vilduð þér ekki segja mér, hvað að yður amar?“ „Þér eruð alveg eins og Tempelton. Hann spyr mig einnig alltaf um hvað ami að mér,“ svaraði Katrín biturt. „Ég hef margsinnis sagt honum, að allt sé í lagi, en mig langi aðeins ekkert til að yfirgefa skipið á morgun. Ég hef reynt . . . ja — það skiptir reyndar engu máli. Ég geri heldur ekki ráð fyrir að mér verði svarað." „En hversvegna . . hóf Quentin máls, en hætti skyndilega og ákvað s,að reyna aðra aðferð til að vinna trúnað stúlkunnar: „Ég hef ekki komið hingað áður, svo að þér megið ekki treysta því of vel, sem ég segi, en ég býst við að Sydney sé indæl borg. Þér munið eignast marga vini og skemmta yður vel. Auk þess man ég ekki betur en að Tempelton hafi sagt, að þér ættuð að búa hjá einhverjum vinum foreldra yðar — eða er það ekki rétt?“ Og þar sem Katrín svar- aði ekki, hélt Quentin áfram máli sínu dálítið gröm: „Finnst yður þér ekki hafa verið heppin? Hugs- ið um það, að flestir hér á skipinu eiga enga vini í landi og verða fyrst um sinn að búa í bragga- hverfi, þar til þeir fá eitthvað að starfa. En þeg- ar þér komið i land verður tekið á móti yður af vinum, og . . .“ „Ég bið yður að um að hætta,“ greip Katrín fram' í fyrir henni. „Ég veit að þér segið þetta af eintómum velvilja, en — þér skiljið þetta ekki. Hvernig ættuð þér líka að geta skilið alla þá vitleysu, sem þau segja . . .“ Hún þagnaði skyndilega, og þegar hún tók aftur til máls var rödd hennar skerandi og hræðsluleg: „Ég vildi ég væri dáin! Ég hefði viljað óska, að þeir hefðu leyft mér að deyja! Ég vildi gera allt annað fremur en að yfirgefa þetta skip á morg- un.“ Quentin starði óttafull á fölt, veiklulegt and- lit Katrína. Aldrei hafði hún fyrr séð augu nokk- urrar mannlegrar veru loga svona af hræðslu. Þögnin varð þjakandi, og að lokum sagði Quentin með erfiðismunum: „Segið mér eitthvað um þetta fólk, sem þér eigið að fara til. — Þekkið þér það sjálfar ?“ Þegar Katrín loks svaraði var svipur hennar sljór, eins og hún væri algerlega tilfinningalaus. „Nei, ég þekki þau ekki. Þau segjast hafa þekkt föður minn, en ég var þá of ung til að minnast þeirra. Ég var í fangabúðum fyrir heimilisleys- ingja, og að tilviljun heyrðu þau á mig minnst, og þegar þau áttuðu sig á því hver ég var, Blessað barnið! Teikning eftir George McManus. Gilli glanni: Komdu nú einu sinni með okkur, vinur, og fáðu þér einn slag áður en þú ferð heim! Skúli skjálgi: Þú verður stundum að njóta lífsins! Týri tittur: Þú lifir ekki eilíflega! Pabbinn: Nei, nei — ég kemst aldrei nógu snemma heim. — Ég vorkenni ykkur piparsveinunum. Pabbinn: Þið vitið ekki hvernig almennilegt heim- ilislíf er — þið vitið ekki hvað það er, þegar góð kona og indælt barn bíða manns heima. — Maður sezt í djúpan stól og les blöðin, og fær siðan indæl- an heimatilbúinn mat — æ vesalingarnir! Skúli skjálgi: Það er líklegast eitthvað til í því, sem hann segir. Pabbinn: Aumingja Pabbinn: Hvað er að? Er ekk- karlamir, þeir munu ert ljós í húsinu? aldrei kynnast lystsemd- Mamman: Ég veit ekki hvað um heimilislífsins! skeði, rafmagnið bilaði, og við höfum heldur ekkert gas; það er verið að gera við leiðslumar. Pabbinn: Guð hjálpi mér! Hvar náðirðu í þessa málningu, Lilli ? Lilli: Þetta er ekki málning, þetta er lím! Pabbinn: Hvað er þetta? Vigga vinnukona: Þetta er vatn — eða hvað hélztu þetta væri? Vatnsleiðslurnar sprungu, og við höfum ekki getað fengið pípulagningarmenn ennþá . . .

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.