Vikan


Vikan - 07.06.1951, Blaðsíða 7

Vikan - 07.06.1951, Blaðsíða 7
VIKAN, nr. 22, 1951 Lending í þoku Framhald af bls. Jf. sagði lofskeytamaðurinn. „Við gerum allt, sem í okkar valdi stendur til þess að allt gangi að óskum. Verið róleg, og þá mun vel fara.“ Farþegarnir horfðu hverjir á aoA Svo spenntu þeir beltin um sig. En þau voru fest í stólana. Flugþernan veitti þeim aðstoð. Gamla konan brosti til EIsu og mælti: „Þetta fer vel. Því megið þér trúa.“ Hún varð skyndilega róleg og vongóð, og vildi gjarnan hughreysta hina far- þegana. Enginn virtist hræddur, og samúð var rikjandi í farrýminu. En, ef til vill, eru sumir óttaslegnir þó að þeir leyni því, hugsaði Elsa. Hún var hrædd. Lend- ingin gat misheppnazt. Hvert var erindi hennar til þessa staðar? Fá óskadraum gerðan að veru- leika. Hún hafði oft hlegið að hinum ótrúlegu sögum um fátækar, ungar og fríðar stúlkur, sem gifzt höfðu sonum auðmanna eða frægum kvikmyndaleikurum. Hún hafði fengið einn hinna stóru vinninga lífsins. Boris Howe, kvikmyndaleikari stóð og beið hennar. Margar ungar stúlkur þáðu þvílíkt hlutskipti. En á þessu augnabliki spurði hún sjálfa sig, hvort rétt hefði verið að fara að heiman út i óvissuna. Langaði hana til þess að giftast Boris ? Eða hafði hann talið hana á þetta ? Hörmungar stríðsins, hernámið, öryggisleysi og erfiðleikar höfðu svift hana glaðlyndi og bjart- sýni. Flestir vinir hennar nema Karen höfðu flúið, verið teknir af Þjóðverjum, eða lifðu í felum. Poul hafði verið einn af þeim síðustu, er hvarf. Eftir að hann var farinn þótti Elsu allt einskis nýtt. Eitt sinn frétti hún að hann væri kominn til Englands, og tæki þátt í stríðinu, sem flug- maður. Hún vonaði að hann héldi lifi og kæmi heim aftur, Poul og Elsa höfðu ekki heittbund- ist, en unnu þó hvort öðru. Þau höfðú engu lofað. En þau bjuggust þó við að þau yrðu ein- hverntíma hjón. Elsa gat ekki skrifað Poul, þar sem hún vissi 7 ekki hvar hann var niðurkominn. 1 Frakklandi hitti hún Boris, og var nú á ferð til þess að giftast honum. En þess má geta, að er hún kom úr Frakkalandsförinni, var henni sagt að maður nokkur hefði oft hringt á skrifstofuna og spurt hvort hún væri þar. Henni kom til hugar að það hefði verið Poul, sem hringdi. Vélin hækkaði flugið. Elsu leið illa. Hún hnipr- aði sig saman. Enginn talaði orð. Elsa hataði þok- una. Ekkert var hægt að sjá. Henni lá við gráti. Hún þráði Boris. Hún ákvað að hjúfra sig upp að honum, gráta og láta hann hugga sig. Hvað var þetta? Vélin hækkaði flugið. Það var, sem eitthvað rækist á hana neðan frá. Tvisvar nötraði flugvélin svo Elsa bjóst við að heinni hvolfdi. Ungur maður að baki hennar mælti: „Honum tekst það.“ Þegar Elsa þorði að líta út, sá hún jörðina. Vélin sat á sementssteyptum bletti. Þokan var þykk. Farþegarnir fóru út úr flugvélinni, fölir en rólegir. Elsa kom ekki auga á Boris. Þarna var. margt manna. Framhald á bls. 14. B II F F A L O B I L L Hickock: Upp með hendur. Sá sem hreyfir Pétur: Við höfum lent i gildru. En hvern- Hickock: Bindið þá i snatri, vinir sig — —■ — ig er með Jóa og Sitting Bull? mínir! Hickock: Þú færð að sjá þá eftir augna- blik — — — \ Jóhanna: Þú bindur þann síðasta Bill. — Mér finnst ég heyra eitthvað. Bill: Já, það er eitthvað þrusk. Hickock: Jóhanna opn- aðu dyrnar! Lögreglu- hermennirnir koma hingað eftir augnablik. Buffalo Bill: Við skul- um líta á hina. Bill og Hickock þjóta upp stig- ann. Hickock: Hljóðið heyrist stöð- ugt. Sitting hefur losað sig úr böndunum og er að leysa Jóa. Jói: Þakka þér fyrir að losa mig við klútinn. Ég var að kafna. Sit'ting: Nú skaltu einnig losna við reipið. 'W Eftir mikla áreynslu tekst En i stiganum mæta Þeir fara í þeim að opna dyrnar: þeir Bill og Hickock. slagsmál. Sitting: Loksins! Jói: Nú skulum við læðast eins og kettir niður stigann. áköf Lögreglumennirnir Jói og Sitting sleppa út koma inn. — Dyrnar eru opnar, og þeir lilaupa burt og hverfa í myrkrið. Jói: Við erum sloppnir.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.