Vikan


Vikan - 07.06.1951, Blaðsíða 11

Vikan - 07.06.1951, Blaðsíða 11
VIKAN, nr. 22, 1951 11 Framhaldssaga: SHARROWÆTTIN eftir baronessu v. Hutten. „Þakka yður fyrir — heldurðu, að þetta sé gott við höfuðverk? Það vissi ég ekki fyrr. En .— .—“ Ilmurinn af víninu sefjaði hann. Hann rétti fram höndina. „En hvað þér eruð vænar, Rósa.“ Um leið og hún gekk út úr herberginu, kall- aði frú Sharrow að neðan: „Sandi, Sandi! Ég var að fá skeyti frá frænda þínum. Hann er kominn til borgarinnar, býr í Bellshóteli við Dóvergötu. 34. KAFLI. Stúlkurnar hittust í dagstofunni fyrir miðdeg- isverð. Þær gengu báðar út að glugganum, stóðu við hann og horfðu út á Gvelfgötu. Hann var farinn að hvessa. Dumbungsský þutu yfir heiðan himininn. ÖldnU trén í garðinum sveifluðust til. Vindurinn hvein í þeim. Það var eins og þau styndu af ótta við storminn, sem var að skella á. Víóla andvarpaði. ,,Æ, hvað mér er illa við þrumur," sagði hún. Rósa hló lágt. „Þrumur geta engan miska gert.“ 1 sama mund kom Sandi inn til þeirra. Hann var fölur í andliti, en heilsaði þeim samt glaðlega. Frú Sharrow ætlaði að borða með Súdda uppi á lofti. Þau gengu öll þrjú inn í borð- stofuna. Sandi gekk út að glugganum og dró glugga- tjöldin eins iangt frá og hægt var. Svo opnaði hann gluggann. Allt í einu heyrðu þau þrumu- hljóð, elding þaut yfir himininn og virtist kljúfa hann í tvennt. Víóla varð óróleg og ók sér i stólnum. „Ó, Sandi,“ sagði hún „ægilegt óveður er þetta!“ „Þá hreinkast loftið. Eg þoli ekki þennan bölv- aða hita,“ svaraði hann. Rósa sá, að hann leið kvalir í höfðinu. Hann bragðaði varla matinn, en bar sig þó karlmann- lega. Þau voru að rabba um að bregða sér í akst- ursferð til Virginíuvatnsins næsta dag, þegar ær- andi reiðarþruma kvað við, svo allt húsið nötraði. Víóla hrópaði upp yfir sig. Sandi greip höndum um höfuð sér. „Þú mátt ekki hrópa svona, Víóla,“ sagði hann höstuglega. „Þú ærir mig.“ Rósa, sá, að hann réði hvorki við orð sín né athöfn. Það fauk í Víólu. „Þú áttir þá ekki að opna gluggann," sagði hún, og rödd hennar var hvellari en venjulega. „Þú veizt, að ég er hrædd við þrumur." Hann reyndi að brosa til hennar og drakk síð- an glas af vatni. „Fyrirgefðu mér, vina.“ Stormurinn jókst enn meir. Síðan leiftraði eld- ingT og þruma kvað við, háværari en nokkru sinni fyrr. Víóla missti stjórn á sér og æpti upp yfir sig hvað eftir annað. Sandi reis á fætur. „1 guðs bænum, hættu þessum ópum, Víóla," hrópaði hann og andlit hans var náfölt. „Þú hagar þér eins og kjáni." Og hann gekk út úr stofunni og skellti hurð- inni eftir sér. „Var hann ekki hræðilegur, Rósa?“ sagði Víóla. Nú var kyrrara en fyrr, en í stað þrum- anna, buldi regnið á glugganum. „Rósa, hann er — hann er farinn að dreklca aftur. Ég fann af honum lykt, þegar hann kyssti mig áðan,“ hélt Víóla áfram. Rósa svaraði engu. Henni fannst vissast að segja sem fæst. Ennþá kvað við ein þruma, en svo tók hann að lygna. Stúlkurnar gengu aftur inn í dagstofuna. Þær settust í silkiklæddan sóffann og fóru að tala saman. „Hann hefur ekki bragðað vín frá því ég kom, eða er það?“ spurði Víóla allt í einu. Henni þótti vænt um Sanda og langaði nú til að sættast við hann aftur. En Rósa þagði sem fyrr. Þá endurtók Víóla spurninguna og bætti við: „Hefur hann þá gert það? Af hverju hefur þú ékki sagt mér frá því?" „Vióla mín, hvernig ætti ég að geta það? Ég veit það heldur ekki fyrir víst — og svo vildi ég, að þú nytir hamingju þinnar í friði." Víóla gekk burt frá henni. „Rósa,“ sagði hún alvarlega og vaggaði sér þunglega í lendunum. „Þér bar að segja mér frá því. Ég segi honum upp, ég segi honum upp, ef ég sé hann drukkinn einu sinni enn.“ „Nei, það getur þú ekki gert.“ Rósa horfði á hana með háðsglampa í augun- um, en Víóla var of gagntekin af hugsunum sín- um til að veita því athygli. „Jú. Hann er að myrða ást mína. Auk þess er ég svo hrædd við fulla rnenn," bætti hún við döpur í bragði. Og þá flaug Rósu í hug, að Sanda væri greiði gerður með því að losa hann við svona vesla stúlkukind. „Ég hef aldrei séð hann drekka," sagði Rósa og fór þar með rétt mál. „En þú veizt, að hann hefur drukkið, og ég veit, að hann var með víni í kvöld. Þess vegna var hann i svo vondu skapi áðan.“ Rósa svalg þessi orð. Þau bentu til, að hún væri á réttri leið. „Hann kemst alltaf í illt skap, þegar hann hefur drukkið," hélt Víóla áfram. „Þanníg er líka með Sharrow lávarð." Rétt í þessu kallaði Sandi ofan af stigaskör- inni: „Rósa — heyrið þér, Rósa.“ Hún sneri við höfði, en reis ekki á fætur. Hann kom niður stigann og til þeirra. „Já, hvað viljið þér, Sandi?" sagði hún. „Hvar er þetta, sem þér létuð mig fá áðan? Ég þarf að fá mér meira af því.“ „Það er í snyrtiborðinu mínu, Sandi. Fáið yður af þvi eins og þér viljið." „Þakka yður fyrir.“ Hann gekk aftur upp stigann. Svo spurði Vióla forvitnislega: „Um hvað voruð þið að tala?“ Rósa svaraði og var alveg eðlileg, af því að hún vissi, að Sandi mundi ekki fara að segja til sín: „Það var bara heftiplástur. Hann skar sig, með- an hann var að raka sig." Svo gengu þær upp til Súdda litla. . „Hvar er Sandi?" sagði frú Sharrow og leit upp, þar sem hún sat við rúmstokkinn, Þau Súddi voru að spila á spil. „1 herberginu sínu,“ svaraði Víóla stuttlega. Frú Shafrow leit á Rósu og síðan aftur á Víólu. „Er hann þá í þunglyndiskasti eins og svo oft áður?“ spurði hún i glettnislegum tón og án illkvittni. „Já, hann reiddist mér, meðan við vorum að borða. Síðan hef ég ekki talað við hann." „Hafðu ekki neinar áhyggjur út af Sanda, Víóla," sagði Súddi dálítið hjái'óma eins og títt er um börn. „Hann er öðru hverju í vondu skapi, en hann meinar ekkert með því.“ Rósa gekk út úr herberginu. Dyrnar á herbergi Sanda voru í hálfa gátt, og hún gægðist ýnn. Hann sat við borðið með bók á hnjánum. Á borðinu stóð flaskan, vatnsblönd- ungur og hálftómt glas. „Eruð það þér, Rósa!“ sagði hann. Hún gekk inn fyrir. „Já. Hvernig líður yður í höfðinu?" „Ekki vel. Ég skil ekki, hvað þetta getur ver- ið,“ svaraði hann með dálítið þvoglulegri rödd. Samt var hann glaðlegur og bauð henni sæti. Hann var á skyrtunni. Hún hafði aldrei fyrr komið inn í herbergið hans. Hún leit á konjaksflöskuna. Hann var búinn með þriðjung úr henni. Samfara nokkurri óbeitartilfinningu flaug sá þanki um huga hennar að hann yrði að drekka mikið til þess að áform hennar færi ekki út um þúfur, úr því að honum leið rétt þægilega eftir eitt glas. Og svo yrði hann kannski veikur af öllu saman ? Hún bægði þeirri hugsun frá sér. Hann saup á glasinu og setti það aftur frá sér. „Guð veit, að ég hef þegar drukkið nóg! Eil mér líður betur við hvern sopa, þess vegna held ég áfram." Hann tók flöskuna og horfði á hana. „Þér afsakið áfergju mína, Rósa. En höfuð- verkurinn ætlaði að gera út af við mig. Ég býst við það sé óveðrinu að kenna. En nú verð ég að fara til Víólu. Ég þarf — að biðja hana afsök- unar, af þvi að ég var önugur við hana áðan." Hann reis á fætur, en hún ýtti honum aftur niður í stólinn. „Víóla er að spila við Súdda," sagði hún. „Þér skuluð láta höfuðverkinn batna fyrst. Þá eigið þér betur með að tala við hana á eftir." „En — er vesalings Víóla ekki reið við mig?“ spurði hann og hagræddi sér í stólnum. „Ég var svo ófyrirleitinn við hana.“ Hún dreypti á glasinu og gaf frá sér lágt óp. „Drottinn minn, hvað þetta er sterkt! Drekk- ið Þér þetta, og blandið svo aftur í glasið fyrir mig.“ Hann hlýddi henni alvarlegur i bragði. Svo blandaði hann í annað glas fyrir sjálfan sig. „Yður líkar það ekki?" sagði hann. „Jæja, þá það. En á ég að segja yður dálítið leyndar- mál, Rósa." Hann fékk sér stóran sopa. „Ég — ég elska konjak. Brennivín er vont — og viskí. En konjak, það er, það er — já, ég elska það. Eruð þér hneykslaðar." Hann varð æ þvoglulegri í tali, og augu hans glóðu á undarlegan hátt. „Hneyksluð ? Ég? Nei, auðvitað ekki. En nú verð ég að fara. Ég þarf að gera dálítið. Það tekur mig svona klukkutímastund. Á eftir ætla ég að koma niður í dagstofu. Ég veit, að Víóla verður þar, því að Súddi er þá eflaust sofnaður. Og þá getið þér komið niður og beðið hana af- sökunar. Skiljið þér mig?“ „Já, þá skal ég biðja Víólu afsökunar. Þér kallið á mig.“ Hún hikaði og gekk hægt að dyrunum. Svo sneri hún sér við með höndina á hurðarhúninum. „Nei, ég kalla ekki á yður. Þér skuluð koma, þegar þér heyrið mig leika á píanóið." „Þá það,“ sagði Sandi.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.