Vikan


Vikan - 07.06.1951, Blaðsíða 3

Vikan - 07.06.1951, Blaðsíða 3
VIKAN, nr. J2, 1951 3 Uú:i var stofnuð 1. júní 1926 < g a i v'í 25 ára afmæli um þess- :.r íundir. Stofnendur eru þeir nar Pálsson, blikksmíðameist- c.ri, og Haraldur Andrésson, vélstjóri. Einar hóf nám í iðn sinni árið 1915 á verkstæði B. J. Péturs- sonar, sem þeir bræður Bjarni og Kristinn Péturssynir ráku og reka enn, en þeir höfðu tekið Haraldur Andrésson. við fyrirtækinu af föður sínum, Pétri Jónssyni, sem stofnsetti það 1882, og rak undir sínu nafni til ársins 1907, er synir hans tóku við af honum. Haraldur var vélstjóri að menntun og var um nokkur ár vélstjóri á togurum. Honum leiddist sjóvolkið, er frá leið, fór í land og gerðist um tíma verk- stjóri í vélsmiðjunni Hamri. Hann var gæddur athafnaþrá í ríkum mæli og kunni illa við að vera undir aðra gefinn. Þeir félagar, Einar og Haraldur, réð- ust því í að stofna Nýju Blikk- smiðjuna, svo sem fyrr segir. Fyrirtækið var fyrstu árin Nýja blikksmiðjan í Reykjavík 25 ÁRA (Sjá mynd á bls. 2). í leiguhúsnæði við Norðurstíg, en eftir þriggja ára rekstur hafði því vaxið svo fiskur um hrygg, að það reisti hús yfir starfsemina litlu neðar við göt- una og var í þeim húsakynnum til 1942, en þá voru þau ekki lengur fullnægjandi. Var þá reist fullkomið og vandað verk- smiðjuhús að Höfðatúni 6. styrjaldarárunum unnu þar að jafnaði um 40 manns, en eftir styrjöldina hefur komið aftur- kippur í iðnaðinn í bili, svo sem kunnugt er, og eru starfsmenn nú 20 að tölu. Fyrsti nemandi þeirra blikk- smíðameistaranna er Jón Rögn- valdsson og hefur hann starfað hjá fyrirtækinu allt fram á Premri röð frá vinstri: Andrés Haraldsson, Ásg-eir Matthíasson, verkstj., Einar Pálsson, framkvstj., Jón Rögnvaldsson, Jónas H. Einarsson. — Aftari röð, frá vinstri: Helgi Vigfússon, Þórarinn Jóhannsson, Finnbogi JúlíusSon, Andrés Wendel* Ólafur Jóhannesson, Helgi Pálmason, Kristinn Rögnvalds- son, Magnús Magnússon, Magnús Thorvaldsson, Halldór Sigmundsson, Sigurbjörn Jakobsson. (Sig. Guðm. tók myndina). Nýja Blikksmiðjan fór eklu geyst af stað, en undir hand- leiðslu þeirra Einars og Haralds vann fyrirtækið sér brátt traust fyrir áreiðanleik í viðskiptum, svo það óx og dafnaði jafnt og þétt, unz það var orðið stórt fyrirtæki á íslenzkan mæli- kvarða. Fjölda manns hefur það haft í þjónustu sinni. Á þennan dag. Er hann traustur og trúr starfsmaður og mikils- metinn af húsbændum sínum. Haraldur andaðist 25. júlí 1949 og var hánn harmdauði öllum, sem kynni höfðu haft af honum, því að maðurinn var vinsæll með afbrigðum. Þeir félagar, Einar og Haraldur, höfðu verið samhentir í starf- inu og samvinnan ávallt, eins og bezt verður ákosið. Rekur Einar nú fyrirtækið með erf- ingjum hans. Verkefnin hafa verið allfjöl- breytt. Þar er allt smíðað, bæði lítið og stórt, sem að iðnaði lýt- ur, litlar dósir undir neftóbak í tugþúsundatali, benzíngeymar á bíla og allskonar olíugeymar. Mikið hefur verið unnið fyrir Einar Pálsson. sjávarútveginn. Smíðuð eru þar frystitæki í hraðfrystihús, eir- klæðningar á húsþök, þakrenn- ur, þakgluggar,- hitaleiðslur, rafmagnsþvottapottar, eða í stuttu máli, allt er smíðað, sem þessari atvinnugrein tilheyrir. Islenzkur iðnaður er ungur, en hann hefur á stuttum tíma tekið stórstígum framförum. Á hann það að þakka framtaks- sömum mönnum í stéttinni, sem með framsýni og dugnaði hafa látið nytsöm fyrirtæki blómg- ast. (Myndirnar tók Sigurður Guð- •mundsson ljósmyndari). Jón Rögnvaldsson, fyrsti nemandinn í Nýju blikksmiðjunni. Vr vinnustofu Nýju blikksmiðjunnar.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.