Vikan


Vikan - 07.06.1951, Blaðsíða 12

Vikan - 07.06.1951, Blaðsíða 12
12 VIKAN, nr. 22, 1951 35 KAFLI. Waters, þjónn Sharrows lávarðar, hafði fengið leyfi hjá herra sínum til að heimsaekja systur sína, sem var gift. t>ess vegna hafði öldungurinn orðið að fá annan til að hjálpa sér í fötin. Sá hét Vilson. Hann var að leggja síðustu hönd á verkið, þegar komið var inn og sagt, að ung stúlka vildi fá að tala við lávarðinn. „Farðu niður og spurðu um nafn hennar." Þjónninn fór. Sharrow lávarður stakk tann- görðunum upp í sig og remdist síðan við að komast í skóna. Þeir voru nokkuð þröngir. Tveim minútum síðar gekk engin önnur en Rósa inn í herbergi hans og heilsaði honum glað- lega. „Sharrow lávarður," hóf hún máls án nokkurs aðdraganda, talaði seinlega og horfði beint í augu honum „í kvöld verður öllu lokið milli þeirra, og á morgun eða hinn daginn fer hann af landi burt.“ „Djöfullinn eigi hann. Hversvegna vitið þér það ?“ „Það er ekki stund til að skýra það núna. Þér verðið að treysta mér. Eftir þrjá daga skrifa ég yður og segi yður, hvernig þetta gekk fyrir sig.“ Öldungurinn hnykkti sér til, og hún sá, að hann var reiður. „Ég bið yður að fara ekki að reiðast," hélt hún áfram. „Ég hef lagt mig alla fram, og nú fyrst er elja mín að bera ávöxt. Allt fer út um þúfur, ef ég fer ekki héðan að tíu mínútum liðnum með það, sem ég þarf.“ Kuldaleg, en róandi rödd hennar fyllti hann trausti, þó að hann reyndi að forðast það. Hann vissi, að hún hafði satt að mæla. „Þér viljið fá peninga?" „Já. Ég þarf að fá hundrað pund hjá yður.“ „Ég hef ekki svo mikið til reiðu í kvöld.“ „Þá látið þér mig fá það, sem þér hafið núna og sendið mér afganginn síðar.“ Hann reis á fætur. „Ungfrú Rósa,“ sagði hann. „Þér eruð kröfu- hörð við mig, ekki peningalega séð, peningana getið þér fengið, en hver eruð þér, að ég sýni yður svona mikið traust — og þó, þér eruð dug- mikil og verðug traustsins.“ „Hérna er ég með áttatíu og fimm pund. Nægir það ?“ „Já.“ Hún braut peningaseðlana saman og stakk þeim í kjólvasann. Svo rétti hún fram höndina,. „Þér getið sofið rólegur í nótt, lávarður,“ sagði hún, um, leið og þau tókust i hendur. „Sonur yð- ar gengur aldrei að eiga Víólu Wymondham.“ „Er það áreiðanlegt ?“ „Já, áreiðanlegt." „En ef þér ætlið að reyna að fá hann til að kvænast yður —---------“ byrjaði hann hranalega, en þagnaði svo. „Það hefur mér aldrei flogið í hug,“ sagði hún eins og ekkert væri. „Verið þér sælir!“ „Sælar. Svo skrifið þér mér. Ég er orðinn gam- all og------“ „Já, ég skrifa.“ Svo fór hún, þvi að hún varð að hafa hraðan á; það gerði hana líka öruggari. Erfiðleikarnir hefðu eflaust skelft hana og lamað, ef hún hefði haft meiri tíma til umhugsunar. En hún hafði engan tíma til umhugsunar. Við Uglutorg sendi hún símskeyti til sjálfrar sin'. Hún lét það vera frá systur sinni; hún grátbændi hana um að koma hið fyrsta til annarrar systur, sem lá fyrir dauð- anum. Frú Sharrow mundi skilja símskeytið. Hún þekkti til beggja systra hennar. Klukkan var rétt að slá tíu, þegar hún kom aftur að húsinu númer tuttugu og sjö við Gvelf- götu. Hún opnaði útidyrnar hljóðlega og brá sér úr yfirhöfninni og gekk svo upp á loft. Tengda- mæðgurnar sátu ennþá inni hjá Súdda. Hún gekk til þeirra og bauð drengnum góða nótt. Frú Sharr- ow fór beinleiðis í háttinn. Víóla var orðin syfj- uð, en Rósa dró hana með sér niður í dagstof- una. „Hefur þú séð Sanda?“ Víóla var hissa. „Nei. Veslings Sandi — Súddi sagði hann væri með höfuðverk. Ég skammast min fyrir að hafa æpt svona í kvöld, hávaði er svo slæmur fyrir höfuðveikina. Ætli hann sofi ekki núna. Súddi var að sýna mér gamlar bækur, sem Sandi hefur skrifað í allskonar kvæði, smásögur, og límt inn í myndir. Það var svo gaman að skoða þær. Sandi er góður piltur. Og það var ljótt af mér að verða reið, þó að hann hefði drukkið eitthvað af konjaki. Pabbi gerir það meira að segja öðru hvoru, og pabbi er prestur.“ „Jæja, góða nótt, vina mín, ég ætla að fara að hátta.“ Rósa sló nokkrar nótur í píanóinu. „Heyrðu, dokaðu við augnablik. Kannastu við' þetta lag?“ Hún fór að leika á píanóið. Vióla stóð úti við dyr. Fyrst vissi hún ekki hvort hún ætti að fara eða vera, en svo varð hún gagntekin af laginu. Rósa lék vel á píanó, og aldrei lék hún betur en einmitt þetta kvöld. Samt vissi hún varla, hvaða lag hún lék — fingur hennar löðuðu fram töfratóna, sem hún vissi, að Sandi múndi seið- ast af, slæfður af víndrykkjunni. En ef hann hefur nú drukkið of lítið ? Eins og flestar konur á þessum tímum þekkti hún lítið til áhrifa víns á mannslíkamann. En ef hann hefur nú drukkið of mikið og væri það um megn að slangrast niður til þeirra? Hún lék á píanóið sem óð væri. Og Víóla hlust- aði, blóðið streymdi fram í kinnar henni, hún spennti greipar. Hún hafði látið fallast niður í djúpan stól og horfði utan við sig á lokaðar dyrnar. Þá kom Rósu í hug lítið lag, sem Sandi hafði oft blístrað i gamla daga, og ósjálfrátt fléttaði hún það inn í leikinn. Frammi á stigaganginum skinu gasljósin skært. Handriðið, sem Sandi hafði’ iðulega rennt sér eftir á unga aldri, Ijómaði í bjarmanum frá þeim. Rósa lék hærra og hærra. Kannski mundi Sandi ekki heyra til hennar! Tveir, þrír samhljómar gullu við í hljóðu húsinu, og síðan kom lagið, örfandi, töfrandi eins og lúmskur seiður úr huldu- heimi, eins og yndisleg rödd, sem allir hljóta að hlýða. Dyr voru opnaðar uppi á lofti. Vióla heyrði það ekki, en Rósa heyrði það, og nú lagði hún sig alla fram. Kannski hafði hann opnað dyrn- ar einungis til að geta heyrt lagið betur! Rósa lukti aftur augunum. Einbeittnin setti á hana nornalegan svip. Hún beindi öllum vilja- styrk sinum að einu markmiði: að seiða til sín manninn, sem hún elskaði. Oig smám saman náði seiðurinn valdi yfir honum. Hann hélt af stað eftir ganginum, studdi sig við vegginn, gekk framhjá herbergisdyrum Súdda litla; nú svaf litli vinurinn svefni hinna saklausu, framhjá herbergisdyrum móður sinnar gekk hann og siðan niður stigann; út úr skugg- anum, inn í birtuna. Rósa lauk upp augunum. Stiginn var fjórtán þrep, hann hafði gengið niður sex. Hún hægði á sér, átti samt erfitt með það, því að ennþá var hún á valdi tjáningarinnar. Hún fór að hugsa um, eftir hvern lagið væri. Hún einsetti sér, að spyrja hann um það — einhvern tíma seinna. „Sjö, átta, níu, tíu —“ Víóla starði fram fyrir sig án þess að gruna neitf „ellefu, tólf, þrett- án . . Víóla rak upp skerandi óp. Sandi stóð í gættinni. Hann var á skyrtunni. Á hana hafði hann slett konjaki. Rautt hárið var í óreiðu, andlit hans fölt eins og andlit dauð- vona manns. Hann var herfilega útleikinn. Rósu hryllti við, þegar hún reis á fætur og sté ósjálf- rátt nokkur skref í átt til hans. Mynd efst til vinstri: Gufa, bátarnir sem eru notaðir á Tigrisfljótinu, er elzta gerð skipa í heim- inum. — Mynd neðst til vinstri: Hver er ein hinna fáu núlifandi jurta, sem hægt er að rekja óslitið ætterni fram yfir kolatímabilið ? Eltingar — Mynd til hægri: Úlpur Alaskabúa eru gerðar úr hreindýrsfeldi og íkornaskinni, buxurnar úr hvítabjarnarfeldi og stígvélin úr hreindýrahúð, brydduð með gæruskinni. Vettlingarnir eru úr hreindýrafeldi bryddaðir með loðskinni.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.