Vikan


Vikan - 07.06.1951, Page 13

Vikan - 07.06.1951, Page 13
VIKAN, nr. 22, 1951 13 PÓSTURINN Framhald. af bls. 2. 2. Önnur okkar er með frekar dökkt hár, grá augu og ljósa húð. Hin er með ljóst hár, grængul augu og ljósa húð. Hvaða litir klæða okk- ur bezt? 3. Önnur er 14 ára og 164 cm., hin er 16 ára og 158 cm. Hvað eigum við að vera þungar ? Dísa og Gunna. P.s. Við treystum því áð bréfið lendi ekki í ruslakörfunni. 4. Ég sendi þér lokk. Viltu segja mér hvernig hann er á litinn? Svar: 1. Hármaðkurinn er algeng- astur hjá kvenfólki, sem klippir hár- ið sjaldan, og er orsök þessa kvilla talin að í hárið hafa veriö borin efni, sem séu því óholl (hármaðkur kemur oft eftir að permanent hefur verið sett í hárið), oft getur þetta einnig verið því að kenna, að hárið sé þvegið of oft eða vond sápa sé notuð við hárþvottinn. Þessi kvilli batnar að jafnaði eftir lengri eða skemmri tíma án þess að nokkuð ann- að sé að gert en að klippa hárið öðru hvoru. 2. Sú dökkhærða ætti að klæðast rauðum, heitum litum, vínrauðu, fjólurauðu, gráu, mosagrænu eða hvítu. — Sú ljóshærða á að klæðast bláu — (allir bláir litir fara henni vel) grágrænt, gráblátt, vínrautt, svart og hvítt munu einnig fara henni vel. 3. Sú, sem er 167 cm. á hæð á að vera ca. 60 kg. að þyngd, en hin, þessi 16 ára og 158 cm. á hæð á að vera ca. 56% kg. 4. Hárið er sandgrátt (sandy), og ekki veitti því af duglegum þvotti! Kæra ,,Vika“. Ég hef tekið eftir því að þú gefur öllum greið svör, sem leita til þín, og nú langar mig til að spyrja þig nokkurra spurninga: 1. Hvað þarf mikla menntun til að verða flugfreyja ? 2. Hvað er menntadeildin á Laug- arvatni margir bekkir? 3. Hvað kostar dvölin í Laugar- vatnsskóla yfir veturinn ? 4. Hvaða tungumál eru kennd þar? 5. Ég er 15 ára og 167 cm. á hæð. Hvað á ég að vera þung? 6. Ég er brúneygð, ljós yfirlitum, með blágrá augu. Hvaða litir fara mér bezt? Að síðustu: Hvernig er skriftin og réttritunin ? Með fyrirfram þökk fyrir svörin. Kolla. Svar: 1. Af flugfreyjum er kraf- ist að þær hafi gagnfræðapróf og kunni sæmilega minnst eitt Norður- landamálanna. 2. Undanfarin ár hefur verið kennt þar eins og samsvarar 4. og 5. bekk menntaskóla, en þetta hefur verið gert með sérstöku leyfi. 3. 500 kr. kostaði námið yfir vet- urinn í fyrravetur (’49—’50). 1. mynd: Þá mælti Abram. við Lot: Heyrðu, engin misklíð sé milli mín og þín og milli minna og þinna fjárhirða, því að við erum bræður. . . . Og Lot ltaus sér Jórdan-slétt- lendið, og Lot flutti sig austur á við, og þannig skildu þeir. 2. mynd: Þeir tóku og Lot, bróður- son Abrams, og fjárhluti hans og fóru burt . . . En Abram frétti, að bróðir hans var hertekinn, bjó hann í skyndi þrjú hundruð og átján reynda menn sina . . . Sneri hann því næst heimleiðis með alla fjárhlutina, og bróðurson sir.n Lot . . . 3. mynd: Þá kallaði Faraó Abram til sín og mælti: Hví hefur þú gjört mér þetta? hví sagðir þú mér ekki, að hún væri kona þín? Hvi sagðir þú: „Hún er systir min,“ svo að ég tók hana mér fyrir konu? En þarna er nú konan þín, tak þú hana og far burt. 4. mynd: Og Saraí kona Abrams ól honum ekki börn; en hún hafði egipzka ambátt, sem hét Hagar . . . Og hann gekk inn til Hagar, og hún varð þunguð ... Þá þjáði Sarai hana, svo að hún flýði í burt frá henni. Þá fann engill Drottins hana hjá vatnslind i eyðimörkinni . . . 4. Enska, danska, þýzka, franska og latína. 5. 62 kg. 6. Dökka, skæra, rauðfjólubláa liti, rautt og rauðgult. Eins dökkbláa og græna liti. Drapp mun fara þér vei. Ráðagóða Vika! Nú gríp ég tækifærið, því nú á ég krónu. Ég veit að þú gefur góð ráð því ég hef áður skrifað þér og fengið ágætis svöi'. Og ég sendi þér mínar beztu þakkir og X fyrir svörin og allt skemmtilegt sem þú hefur birt. Ég vona svo, Vika mín, að krónan komi að gagni og ég fái svör við eft- irfarandi spurningum: 1. Ertu nokkuð ergileg þó vitlaust sé spurt og illa sé skrifað, segðu mér það, því ekki vil ég verða til þess að ergja þig, Vika min. 2. Ég er dálítið hrifin af ungum og myndarlegum strák, sem hefur þann stóra galla, að drekka of mik- ið (enda er hann á togara). Ég hef aldrei látið hann vita, hvað illa mér er við drykkjuskap. Ég hef heldur ekkert reynt að halda honum frá því. Ég hef nú samt vanið strák af því að drekka, og ég veit, að hann gerði það bara vegna þess að hann elskaði mig, en nú er svo komið að ég elska togarastrákinn. En hvernig hug hann ber til min, veit ég ekki, held þó, að honum þyki meira i mig varið en aðrar stelpur. Viltu segja mér hvern- ig ég á að venja hann af þessu? 3. Hvernig er svo með leiðinlegu spurninguna, nefnilega skriftina. Er hún eins slæm og ég held? Bless. Hafdís. Svar: 1. Vitanlega þykir okkur þægilegra og skemmtilegra, að bréf- in, sem við fáum, séu vel læsileg! 2. Við kunnum ekki einhlítt ráð til að venja menn af drykkjuskap, hinsvegar finnst okkur rétt, að þú látir piltinn vita álit þitt í þessu efni; ekki er betra að geyma það þangað til lengra er farið. En með takt verð- ur að koma fram i þessu máli eins og öðrum, ef góður árangur á að Munið samnorrænu sundkeppnina, sem fer fram um land allt til 10. júlí í sumar. Byrjið að æfa ykkur strax svo að þið getið synt 200 metra bringusundið og stuðlað með því að sigri Islands í þessari heilbrigðu keppni. nást. Heilbrigðar skemmtanir og gott viðmót, þegar sjómaðurinn er i landi, gæti hjálpað mjög. 3. Skriftin getur ekki talizt falleg, en það er auðvelt að lesa hana. Kæra Vika! Ég vona að þú viljir gefa mér svör við fyrstu spurningunum sem ég spyr þig um. Þær eru þessar: 1. Hversu mikla menntun þarf til þess að kom- ast á blaðamannaskóla ? 2. Er nokkur blaðamannaskóli hérna á landi, eða eru nokkurn tíma haldin hér blaöamannanámskeið ? 3. Og að lokum sigilda spurningin, hvernig er skriftin ? Með fyrirfram þökk fyrir væntan- leg svör. B. Jensdóttir. Svar: 1. Við höfum ekki nákvæm- ar upplýsingar um þetta, en t. d. til að komast inn í flesta slíka skóla í Ameríku mun nægja fjögurra bekkja framhaldsskólanám hér. Þó er okkur sagt, að til þess að komast inn í frægasta blaðamannaskóla þar vestra, Columbia í New York, þurfi B. A.-háskólapróf. — 2. Nei. — 3. Skriftin er prýðileg. Svar við mannlýsingar- spurningunni á bls. 4: Það er Hreiðar Þorgrímsson í Hreiðars þætti heimska'. Gullkornið Maríurnar þrjdr á páskadatjsrnorgun. Hvi leitið þér hins lifanda meðal hinna dauðu? Hann er ekki hér, en hann er upprisinn. (Lúkasarguðspjall 24:56).

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.