Vikan


Vikan - 01.11.1951, Page 1

Vikan - 01.11.1951, Page 1
REGÍIMA ÞÓRÐARDÓTTIR leikkona. Við birtum nú á forsíðunni mynd af leikkonu, sem á undanförnum árum hefur lagt drjúgan og góð- an skerf til íslenzkrar leiklistar með ágætum leik sínum í mörgum hlutverkum í Keykjavík, á Akur- eyri og í útvarpinu. íms þessara hlutverka hafa verið mjög mikils- verð, eins og t. d. Ragnheiður í Skálholti og Linda Loman í Sölu- maður deyr, svo að einhver þeirra, sem eru í fersku minni, séu nefnd. Regína er fæddi í Reykjavík 1906 og eru foreldrar hennar Þórður Bjamason frá Reykhólum og Hansína, kona hans, fædd Linnet. Regína lék strax á barnsaldri í smá- leikjum innan Góðtemplarareglunnar. Sumarið 1923 dvaldi hún í sveit, að Geita- bergi í Svínadal, á heimili tilvonandi tengdaforeldra sinna. Á bænum voru margir kátir unglingar og æfðu þeir og léku Happið eftir Pál Árdal, og lék Regína Valgerði. Leikurinn var sýndur í hlöðu við góða aðsókn — fólk af næstu bæjum og úr dölunum í kring kom til að sjá þessa nýlundu. Um sumarið var svo haldin mikil skírnarveizla á næsta bæ, og bað bóndinn þá ,,listafólkið“ um að koma og skemmta gestunum með því að endur- taka leikinn. Urðu leikararnir við þess- ari ósk og léku þar í fjárhúsinu — sjálf- um sér og áhorfendum til mestu ánægju. Ekki telur Regína þó leikferil sinn hefjast fyrr en sumarið 1932. Þá voru þau hjónin, Bjami Bjamason læknir og Regína, búsett á Akureyri, þegar Har- aldur Björnsson kom með sjónleikinn Jósafat eftir Einar H. Kvaran til Akur- Ljósm.: Loftur. Framhald á bls. 3.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.