Vikan


Vikan - 01.11.1951, Page 5

Vikan - 01.11.1951, Page 5
VIKAN, nr. 42, 1951 5 »;< :♦ Framhaldssaga: Ævintýri í Ástraliu 22 eftir MAYSIE GREIG »>»»»^ hann að taka vinafólk sitt með. Það var ung stúlka, sem var útvarpsþulur og ungur maður, verkfræðingur á sama stað. Mac hallaði sér aft- urábak í sætinu á meðan hann ók. „Þekktuð þér, vin minn, sem einnig vann hjá útvarpinu, Dick Derreck?" „Ó, já!“ Unga stúlkan, Vera Hennes, laut áfram. Hödd hennar líktist næstum því andvarpi. „Ég þekkti hann mjög vel. Var það ekki hræðilegt! Mér hefði aldrei komið til hugar, að hann gæti gert nokkuð þessu líkt. Það var svo fráleitt." „Já, í því er ég yður fullkomlega sammála,“ sagði Mac alvarlegur. „Það var svo einkennilegt, en sama daginn munaði litlu, að það væri ekið yfir hann. Vissuð þér það ?“ „Nei, það vissi ég ekki. Hvernig vildi það til?“ „Þegar hann kom á útvarpið um morguninn til þess að æfa sig, var hann náfölur og skalf frá hvirfli til ilja. Ég spurði, hvað gengi að hon- um, hann sagði að bíll hefði reynt að aka yfir sig, „viljandi," sagði hann. Hann hafði aldrei verið kominn eins nálægt þvi að deyja. Ég spurði, hvort hann hefði ekki gáð að númerinu á bíln- um, en hann sagði, að allt hefði skeð í svo skjótri svipan, að hann hefði ekki getað áttað sig. Billinn hafði hrundið honum ofan í göturæs- ið og haldið því næst áfram. „Ef ég hefði verið köttur, hefði ég áreiðanlega misst eitt af mínum sjö lífum,“ sagði hann. „Það er líklega vissara að gæta sín, ég kæri mig ekki um að missa fleiri." Finnst yður ekki skrítið að segja þetta, þegar hann sama kvöldið, nú, já, þér vitið, hvað hann gerði.“ „Furðulegt,“ sagði Mac. Quentin starði fram .fyrir sig. Hún óskaði þess aðeins, að Mac hefði ekki farið að minnast á Dick Derreck, því að það svipti hana allri ánægju. Hún fann aftur til þessarar óttatilfinningar. Og hún, sem hafði hlakkað svo til þessarar skemmti- ferðar á ströndinni. Hún hafði keypt sér nýjan kjól. Það hafði verið eyðslusemi. Hún átti nóg af kjólum, sem hún hefði getað farið í, en hún hafði séð hann I búðarglugga, það var baklaus sumarkjóll með rykktu pilsi og litlum jakka. Efnið var með allskonar skemmtilegum myndum og breiðum, grænum borðum. Það fylgdi honum veski og stór .sólhattur. „Ég verð þá að minnsta kosti ekki eins í útliti eins og ég væri alltaf í verksmiðj- unni,“ hugsaði hún með sjálfri sér, þegar hún keypti hann. Fyrrum hafði Mac oft strítt henni á því, hvað hún væri settleg i Ijlæðaburði, og hafði lagt að henni að kiæða sig kvenlegar. Já, þessi kjóll var að minnsta kosti nógu kvenlegur og hann hafði ekki sagt eitt einasta orð! Hann hafði ekki gert neina athugasemd, þegar liann sótti hana. Hún hefði alveg eins getað verið í venju- legrum hversdagskjól, og aftur fann hún til sárs- auka yfir því, að þau skyldu vera orðin svo ókunnuglegt gagnvart hvoru öðru. Það var yndislegt á ströndinni. Hún var ekki of víðáttumikil og lá í skjóli við kletta. öld- urnar — stórar og blágrænar — féllu hvítfyss- andi yfir ströndina. Flestir gestanna voru komn- ir, er þau komu, og ungu mennirnir höfðu reist tvö tjöld, annað fyrir stúlkurnar og hitt fyrir karlmennina, til þess að þau gætu afklætt sig. Þar eð aðeins tveir gátu klætt sig úr í einu, var <-Quentin ein i tjaldinu með Gloriu. „Ég hlakka svo til þess að sjá yður í nýja franska sundbolnum," sagði Quentin brosandi við ungu stúlkuna. „Það lá við að ég gæti ekki farið í hann. Hvað haldið þér? 1 gærkvöldi, þegar ég kom heim, komst ég að raun um, að ég hafði gleymt honum á skrifstofunni, ég fór með hann þangað til þess að ljúka við hann, skiljið þér?“ Quentin brosti. „En þér eruð með hann?“ „Ó, já, en ég varð að sækja hann, þegar ég var búin að drekka teið mitt. Þér getið full- vissað yður um að ég var vond! Heyrið mig, annars, ég verð að segja, að nýi einkaritarinn yðar er skyldurækinn, ungfrú Martin. Á meðan ég var þarna fór hún inn á skrifstofu herra Greenways til þess að setja þangað athugasemd til minnis, sem hún hafði skrifað." „Klukkan hvað?“ „Það var seint. Klukkan hefur verið um átta.“ ,,Ó!“ Quentin var þögul á meðan hún afklæddi sig. Hún hafði ekki lesið fyrir neina athuga- semd til minnis handa Mac þann dag og það hafði alls ekki verið nóg að gera, svo að Klara gæti verið svona lengi frameftir á skrifstofunni. Það var indælt að baða sig í sjónum, hann var enn heitur af sólinni, en það var farið að kólna í veðri og loftið var svalandi. Það var nokkur öldugangur og brimið ólgaði — maður stakk sér í gegnum það og barst aftur til strandarinnar á freyðandi öldu. Þetta var skemmtun, sem hún hafði lesið um, og hana hafði dreymt um áður en hún kom hingað. Maður fann að lifskraftur- inn margfaldaðist. Það fór fiðringur um mann og öðru hverju stóð maður á öndinni. Quentin tók eftir því, að Mac var lengst í einu af þeim öll- um, og þegar hann kastaðist í land, hlæjandi um leið og sást bregða fyrir löðri í dökku hári hans, andvarpaði hún. Þegar hún sá hann í kjól- fötum, lá við, að það færi í taugarnar á henni, að karlmaður væri svona fallegur, og nú fann hún til þess sama, ef það var þá rétt, að það færi í taugarnar á henni ? Um sólsetursbil höfðu piltarnir hlaðið upp eld- stæði úr steinum, safnað saman trjáberki og kveikt bál. Því næst voru steiktir rifjungar á rist. Kjötið var lítið eitt brennt, en bragðaðist ágætlega. Quentin sagði, að hún hefði aldrei smakkað eins góða glóðarsteik, og að kartöfl- urnar, sem voru bakaðar með hýðinu í heitri ösku, væru alveg dásamlegar. Þau drukku „cocktail" á undan, sem Mac hafði komið með, og á eftir fengu þau sér tesopa. Þessi einfalda máltíð gerði þau frjálsleg, allir hlógu og gerðu að gamni sínu, og þegar rökkrið færðist yfir, tóku þau að syngju. Þetta var fögur sjón, hugsaði Quentin, hóp- ur af ungu fólki í kringum bálið. Öðru hverju sáust andlit þess greinilega frá bjarmanum af því, hálsar og axlir dökkt og ljóst hár. Piltarn- ir tóku frjálslega um axlir stúlknanna og þrýstu þeim að sér. Það var aðeins hún, sem var ein og yfirgefin. Mac sat á móti henni hinumegin við bálið. Skyndilega fannst Quentin hún vera svo ein- mana að hún varð alveg örvilnuð. En hvers- vegna fannst henni þetta? Hún var í góðum félagsskap. Hún elskaði mann og var trúlofuð honum, og þó að hann væri ekki hérna, gerði það hvorki til né frá — ekki eitt einasta kvöld! Hún myndi sjá hann snemma daginn eftir, hún gæti meira að segja verið með honum allan daginn, því að það var sunnudagur. Allt stuðlaði að því, að hún gat verið hamingju- söm. En hún var ekki hamingjusöm, og þessi dap- urleikatilfinning magnaðist þangað til hún var næstum óþolandi. Hún strauk kinnina með hend- inni og fann að hún var vot — það hlaut að vera reyknum frá bálinu að kenna að henni vökn- aði um augu. Hún þurrkaði sér um augun í snatri, en innan skamms fann hún tárin aftur streyma niður kinnar sínar. Hvað gekk að henni ? Stúlkurnar og piltarnir höfðu sungið flesta nýj- ustu slagarana og voru nú farin að syngja ástralska söngva. Þessa stundina sungu þau vals. Þegar siðasti tónninn dó út, fann Quentin, að hún gat ekki setið þarna lengur. Hún ætlaði að laum- ast í burtu og ganga eftir krókótta stígnum, sem lá eins og silfurborði í kringum klettinn. Það mundi enginn sakna hennar. Ungu stúlk- urnar voru of uppteknar af herrum sínum, og hún gat heyrt hina djúpu bariton rödd Macs með hinum. Tunglið var að koma upp. Það sendi gullna rák yfir sjóinn og skinið frá því lagðist yfir runna og kletta eins og glitofin ábreiða. — Hún hafði lesið, að það yrði fullt tungl, en, hvað var varið í það. Hún hefði ekki átt að koma. Hún hefði átt að vera kyrr í borginni með Dunean. Hún nam staðar og horfði til hafs. Skip sást við sjóndeildarhringinn, það var allt uppljómað. Þetta var farþegaskip, sem sigldi á brott frá landi lengra út á hafið — hvert skyldi það vera að fara og hverju máli skipti það? „Ég vildi gefa aleigu mína til þess að vera komin um borð í þetta skip, aleigu mína til þess að fara héðan.“ Hún hafði talað upphátt, en það var annarlegur hreimur í rödd hennar. Það var hás og hrjáð rödd. „Mundir þú vilja það ? Það hlýtur að ganga eitthvað að þér? Eru það taugarnar, eða — eða eitthvað annað Quentin?“ Hún kipptist við og sneri sér frá sjónum. Hún hafði ekki haft hugmynd um, að Mac stæði á bak við hana. Hún hafði ekki heyrt fótatak hans í mjúkri moldinni. Hún horfði næstum því ótta- slegin á hann. Og hún vissi, að hún var hrædd, hrædd við eitthvað, sem hún vildi ekki, gat ekki viðurkennt. Það var þögn. Hann horfði á hana, en brosti ekki. Hún horfði á hann og sá andlit hans greini- lega i tunglsskininu — eins greinilega og hún hafði séð það fyrir tveimur árum — þá, er hún elskaði hann, þegar hendur hennar höfðu látið blíðlega að því. Að lokum fékk hún málið aft- ur, en rödd hennar var annarleg, slitrótt og hörð. „Taugarnar, geri ég ráð fyrir. Lífið hefur ekki verið neinn leikur síðan ég kom hingað." „Nei,“ viðurkenndi hann alvarlegur i bragði. Komstu hingað í þeirri von að allt mundi leika í lyndi?" „Ég veit ekki á hverju ég átti von.“ , Hann lyfti annarri augabrúninni og sagði: „Þú vissir ekki á hverju þú áttir von, en þú komst?“ „Það er aldrei hægt að segja um, hvers mað- ur væntir af lífinu. Ég komst að því mjög snemma." Hún vissi að þetta hljómaði eins og innantóm orð, en hún átti afar erfitt með að tala. „Eða hvers maður væntir af ástinni,“ leiðrétti hann. „Nei,“ svaraði hún. Hún sneri sér frá honum og horfði aftur út á hafið. Uppljómaða skipið fjarlægðist meir og meir, brátt mundi það hverfa.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.