Vikan


Vikan - 01.11.1951, Blaðsíða 11

Vikan - 01.11.1951, Blaðsíða 11
VIKAN, nr. 42, 1951 11 IFramhaldssaga: g Eftir ARNOLD BENNETT 1 /SalfíhtuhHelii af henni þungum steini. En í sömu svifum stökk Spensa upp af stólnum, greip byssuna og þeytti henni út um gluggann. Það heyrðist, hvernig glerið molnaði með skerandi brothvelli, svo varð allt hljótt. „Ég sagði, að þér væruð auli," sagði Spensa seinlega. „Þér komið hingað með miklum látum og ætlið að fara með mig eins og yður lízt. En nú hafa vopnin snúizt úr höndum yðar. Þér hrædduð mig, en ég vissi ætíð, að ég myndi reyn- ast slungnari, að ég mundi ná yfirtökunum, áður en yfir lyki. Og nú tek ég til minna ráða.“ Nella stóð í sömu sporum yfirþyrmd ömur- legri sneyputilfinningu. Orð Spensu steyptust yfir hana eins og vatnsflóð. Hún minnkaðist sín. Samt var hún ekkert hrædd. Hún horfði djarf- lega á konuna, meðan hún reyndi í huganum að finna einhverja leið út úr ógöngunum. Og henni kom ekki annað í hug en að bjóða mútur, háar mútur. „Ég játa, að þér hafið unnið,“ sagði hún. „Samt erum tið ekki ennþá skildar að skiptum. Hlustið nú á mig.“ Spensa krosslagði handleggina, gaut augum til dyranna og brosti biturlega. „Þér vitið að faðir minn er milljónamæringur; hann er einn auðugasti maður heimsins. Hvað viljið þér fá mikið til að leyfa mér að fara, ef ég ofan í kaupin heiti því að ljóstra ekki upp neinu af því, sem þér hafið sagt mér?“ „Hvað stingið þér upp á miklu?“ spurði Spensa kæruleysislega. „Tuttugu þúsund pundurn," sagði Nella ákveð- in. Spensa sneri upp á sig. „Hundrað þúsund pundum.“ Spensa sneri upp á sig aftur. „Jæja, við segjum þá milljón. Ég ábyrgist, að faðir minn greiði milljón.“ „Haldið þér, að þér séuð honum milljón punda virði ?“ „Já,“ sagði Nella. „Og þér þykist geta treyst því, að hann muni greiða það?“ „Vitaskuld." „Og þetta mundi ekki að neinu leyti bitna á okkur síðar?" „Ég heiti því.“ ,,Svei!“ hreytti Spensa út úr sér. „Ég læt yður fekki lausa fyrir nokkurn pening.“ „Ég vissi það ósköp vel. Ég las það úr svip yðar.“ „Nei, það geri ég ekki,“ sagði Spensa sein- lega. „Ég mundi ekki láta yður lausa þó að allir dalir Ameríku væru í boði.“ Nellu fannst kalt v^itn flæða niður eftir baki sér. Hún hneig niður á stól. Svalur gustur frá brotna glugganum lék um hár hennar og vanga. Það heyrðist fótatak frammi á ganginum; dyrn- ar opnuðust, en Nella gat ekki litið við. Spensa hélt augum hennar föstum. Það var undarlegur niður af streymandi vatni fyrir eyrum hennar. Hún féll í öngvit og hneig slyttislega niður á gólfið. 10. KAFLI. Á sjónuvi. Nellu fannst hún lægi í geysistórri vöggu, sem rambaði henni hægt og þýðlega. Þetta varaði lengi, og saman við það blandaðist daufir, hrað- ir, másandi dynkir. Það var eins og hún svifi á mjúkum, hlýjum dúni, og innra með henni ríkti dýrðleg ró. Henni fannst, að móðir sín krypi við stokkinn og hvíslaði að sér bamagælu. Undar- leg leyftur léku fyrir augum hennar, brárnar bærðust, að lokum vaknaði hún. Um stund hvik- uðu augu hennar frá einu til annars í vonlausri leit að einhverjum kennimerkjum. Hún fann til mikillar hvíldar og léttis eins og hún væri sloppin frá viðsjárverðri og ægilegri hættu; henni fannst einu gilda, hvort hún hefði unnið eða beð- ið lægri hlut; því var lokið, og vitneskjan um það gerði henni glatt í geði. Smám saman kom hún betur til sjálfrar sín og tók að átta sig á umhverfinu; hún var stödd um borð í snekkju, og snekkjan var á hraðri ferð. Hún hóf upp höf- uðið og skyggndist um, síðan lét hún það falla aftur: hún var þreytt, magnlaus; hún þráði ein- ungis kyrrð og ró; henni fannst sama, hvað við tæki, var kvíðalaus og kærulaus, ef til vill voru hundrað ár liðin frá því hún átti tal við Spensu. Minningin um það hafði hörfað út í myrk- ustu kima huga hennar. Með því að snúa höfðinu, gat hún séð yfir alla snekkjuna. Þilfarið var skjannahvítt og hefl- að, eins og löfi manns, og naglaraðirnar lágu eftir því líkt og bláar æðar. Uppmjó möstrin teygðu sig til himins, og reiðinn virtist snúinn úr silki. Segl voru ekki uppi, snekkjan gekk fyrir gufu og skreið sjö eða átta hnúta. Nella gizkaði á hún mundi vera um hundrað tonn, líklega byggð í Klæd, ekki meira en tveggja til þriggja ára. Enginn sást á þilfarinu, nema maður var við stýrið: hann var í blárri duggarapeysu, engir einkennisstafir sáust á peysunni, og ekki stóð heldur neitt nafn á hvíta bjarg-hringnum, sem var reyrður við reiðann og ekki heldur á gljá- andi bjargbátnum, sem hékk í davíðunum. Hún kallaði á manninn við stýrið og kallaði aftur með veikri röddu, en stýrimaður virti hana ekki viðlits; hann hélt áfram að syngja, eins og ekk- ert væri i heiminum nema snekkjan, sjórinn, sólin og hann sjálfur. Þá varð henni litið til landsins, sem óðum var að hverfa í mistrinu, og hún eygði ógreinilega vitaturn og stórt, hvítt hvolfþak, en það tók hún fyrir Kúrsal í Ostend, spilavítið. Svo hún var þá að fara frá Ostend. Geislar sólarinnar léku um hana, eins og þeir vildu stæla í henni kjark- inn. Allt umhverfis blikuðu litbrigði sjávarins, gráir glampar og dimmbláir og Ijósgrænir; lengra frá brá morgunroðinn á leik. 1 fjarlægð eygði hún hér og þar segl — brún segl fiski- báta frá Ostend, sem sneru heim úr næturróðr- inum. Þá barst þungt vélahljóð að eyrum henn- ar. Gufuskip skreið hjá, klauf öldurnar klunna- lega líkt og skjaldbaka. Það var Svalan frá Lundúnum. Hún sá nokkra farþega rýna for- vitnislega yfir borðstokkinn. Stúlka í regnkápu veifaði til hennar, og ósjálfrátt veifaði hún á móti. Svo var Svalan allt í einu orðin eins og smádepill úti við sjónhring. Nella reyndi að setjast upp í stólnum, en hún gat það ekki. Hún varpaði ofan af sér ábreið- unni, og þá sá hún, að hún var bundin ofan í stólinn með kaðli. Þegar í stað glaðvaknaði hún, varð áköf, reið; hún skildi, að hörmungarnar voru ekki liðnar hjá; ef til vill voru þær rétt að byrja. Sljó rósemdin, sem hvílt hafði yfir henni, dreymið magnleysi friðar og hvíldar, hvarf eins og dögg fyrir sól, og hún reyndi að tala í sig kjark. 1 þessum svifum kom maður upp úr káett- unni. Hann gat verið um fertugsaldur, í bláum fötum, með typpta sjómannshúfu. Hann lyfti húf- unni fjálglega. „Góðan dag,“ sagði hann. „Fögur er sólarupp- koman!" Það var lúmskulegur og hæðinn brodd- ur á rödd hans, sem stakk hana, þar sem hún lá bundin við stólinn. Eins og allar manneskjur, sem lifa í allsnægtum og kátinu á hinum fjar- lægu uppsvæðum menningarinnar, þar sem gull- ið sléttar hverja ójöfnu og lögin grípa í járn- hnefa sinn hvern misbrest mannfólksins, eins átti hún erfitt með að skilja, að til væru á út- jaðri önnur svæði, þar sem gullið týnir gljáanum og lögin mætti. Fyrir dægri hefði hún þvertekið fyrir, að þeir atburðir, sem hún nú þegar hafði gengið í gegnum, gætu skeð; hún hefði látið móðan mása um menninguna, nítjándu öldina, framfarir og lögregluna. En nú hafði reynslan kennt henni, að mannlegt eðli er samt við sig, og að undir þeirri þunnu öryggisskel, þar sem við, hinir góðu borgarar, lifum við glaum, þar leika hatrið og glæpirnir lausum hala, rétt éins og á þeim gömlu dögum, þegar maður komst ekki frá Sepsíd til Selsí án þess að lenda í klóm rummunga. Og hún lærði meir af þessari reynslu, heldur en hún hefði getað í húsakynnum rann- sóknarlögreglunnar í Paris, Lundúnum eða Pétursborg. „Góðan dag,“ sagði maðurinn aftur, og hún gaut til hans heiftúðugum augum. „Heyrið þér,“ hreytti hún út úr sér, „heyrið þér, Tommi Jakobsson! Leysið mig úr stólnum, svo að ég geti spjallað við yður.“ Augu hennar leiftruðu, og fyrirlitningin fór henni vel. Tommi Jakobsson, áður fyrrnefndur Sjúls yfirþjónn í Babílonshóteli, áleit sjálfan sig mikinn smekk- mann á kvenlega fegurð, og fegurð Nellu laust hann nú í öllum sinum yndisleika. „Með ánægju,“ svaraði hann. „Ég var búinn að steingleyma, að ég njörfaði þig við stólinn, svo að þú gætir ekki oltið fram úr!“ og með fimlegum handtökum leysti hann kaðalinn. Nella reis á fætur, titrandi á beinunum af réttlátri reiði. „Og hver er svo meiningin með öllu þessu?“ sagði hún og kerti sig. „Það leið yfir yður,“ svaraði hann stillilega. „Eruð þér kannski búin að gleyma því?“ Maðurinn bauð henni sæti með hneigingu. Nella hlaut að viðurkenna með sjálfri sér, að hann kunni sig; að eitthvað tiginmannlegt væri við hann. Enginn ókúnnugur mundi halda, að þessi maður hefði verið hótelþjónn í tvo tugi ára. Hann var hár og liðlegur, blátt áfram og eðlilegur, og í framgöngu allri líktist hann einna mest veraldarvönum aðalsmanni, og rödd hans var lág, hlédrægnisleg, en þó einbeitt. „Ekki hef ég beðið um far á þessari snekkju yðar.“ „Ég á hana ekki,“ sagði hann, ,,en það gildir svosem einu. En má ég minna yður á, að fyrir nokkru kom ég að yður, þar sem þér voruð að ógna konu í mínu eigin húsi með byssu.“ „Nú, þá eigið þér húsið?“ „Tja, því ekki það? Má ég ekki eiga hús, eins og hver annar?" Hann brosti. „Viljið þér gjöra svo vel og snúa strax að landi aftur og leyfa mér að stíga af.“ Hún reyndi að sýnast örugg. „Aha!“ sagði hann, „því miður er það ekki hægt. Þegar ég lagði frá landi áðan, ætlaði ég mér ekki að snúa svo skjótt við aftur." „Þér fáið aldeilis að kenna á því,“ sagði hún, „þegar ég kemst heim eða þegar faðir minn fréttir af mér.“ „En ef hann fréttir nú bara ekkert af yður —“

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.