Vikan


Vikan - 01.11.1951, Qupperneq 14

Vikan - 01.11.1951, Qupperneq 14
14 VIKAN, nr. 42, 1951 Bruni í skóginum. Framhald af bls. ý. kom í einu stökki út um gluggann. En Estella hneig niður á þröskuld hússins. Þá tók Pierre hana upp. Hann hljóp. Hitinn varð alveg óþolandi Brunnum trjábútum rigndi yfir þau, og hvað eftir annað lá við, að föt þeirra brynnu. Augabrúnir þeirra sviðnuðu, hár- ið og andlitið varð þakið sóti. Þau voru glötuð. Tréin féllu hvert á fætur öðru með þungum dynkjum. „Áin,“ datt Pierre skyndilega í hug, „ef við kæmumst að ánni, er allt í lagi.“ Hann ruddi sér braut gegnum þétt kjarrið. Bak við hann teygðu logarnir sig á eftir honum og Estellu eins og hungrað- ir úlfar. Og þarna var áin. Hann flýtti sér út í með Estellu í fanginu. Vatnið tók honum í herðar. Pierre hélt fast utan um stúlkuna. „Þetta fer allt vel,“ hvíslaði hann. „Ég er hjá þér, Estella!“ Stúlkan hjúfraði sig að honum. Hún leit á hann stórum, dökkum augum: „Pierre, veizt þú ekki, að ég elska þig? Hversvegna ert þú alltaf svo fjarlægur mér? Elskar þú mig ekki?“ Hann stóð eins og steinrunninn. Hann heyrði hvæs eldsins og sá skóginn brenna, en í örmum hans lá kona, sem játaði hon- um ást sína. Hann laut yfir hana. „Er þér alvara, Estella? Þú talar ekki þannig af ótta við logana. Elskar þú mig raunverulega ?“ ,,Já,“ sagði Estella kyrrlátlega, „ég fann það undir eins og ég sá þig. Eg hefði ekki sagt þér það, Pierre — en nú þegar fyrir okkur á að liggja að deyja saman, vil ég, að þú vitir það? Ég elska þig eins og þú ert, svo alvarlegur, svo sterkur. Þú ert sá, sem mig hefur ætíð dreymt um — og nú er það of seint.“ „Nei, það er ekki of seint. Við munum bæði lifa saman!“ Hann laut aftur yfir hana og kyssti rauðar varir hennar. „Og Gaston?“ spurði hann lágt. Þá hló Estella. „Gaston er góður félagi — en hann er eins og allir hinir.“ Aftur dró hann hana að sér og kyssti ]-ana „Halló!“ „Halló!“ Skær rödd hljóm- áði gegnum hvæs loganna. Þarna var Gaston í broddi fylkingar fyrir björgun- arliðinu. Hár hans var úfið og sviðið, skyrtan rifin, en hann brosti eins og hann var vanur. „Ég var á leið í heimsókn til Éstellu, þegar öll þessi ósköp hófust. Ég sneri við til að aðvara stöðvarnar, en þá hafði Pierre þegar gert það, og þegar við ætl- uðum að ná í þig og Estellu, voruð þið horfin. Guði sé lof, að þið eruð lifandi!“ Hann óð út í ána til þeirra og rétti Pierre höndina: „Til hamingju, félagi, þú 596. KROSSGÁTA VIKUNNAR Lárétt skýring: 1. greindur. — 5. geðs- hræring. — 8. ólund. — 12. herbergi (slangur- yrði). — 14. ánægður. — 15. trylli. — 16. kraftar. — 18. verzlun. — 20. leiði. — 21. egypzkur guð. — 22. bæjarnafn. — 25. tveir samstæðir. — 26. söngur. — 28. lömb. — 31. spendýr. — 32. ætt. — 34. flinkur. — 36. ílát. — 37. hærð. — 39. glápa. •— 40. eðli. 41. tegund. — 42. gróð- ur. — 44. bundin. — 46. heiti. — 48. far(ðu) eft- ir. — 50. óhreinka. — 51. hætta. — 52. gælu- nafn. — 54. lyndiseink- unn. —\ 56. viðurnefni. — 57. geðslag. — 60. tónn. — 62., ilát. — 64. fley. — 65. búfjárafurð- ir. — 66. háð. — 67. lán. — 69. ófullur. — 71. fuglar. •— 72. allsgáð. — 73. skrifa. Lóðrétt skýring: 1. bjartur. — 2. þyngdareining. — 3. ás. — 4. tónn. — 6. frusu. — 7. i fljóti. -— 8. öðlast. — 9. spyrna. — 10. kaffibrauð. — 11. stó. -— 13. hestsnafn. — 14. skarð. —- 17. mannsnafn, þf. — 19. forskeyti. — 22. lánsamur. — 23. ör- byrgð. — 24. umrenningur. — 27. heimskunnur stjórnmálamaður. — 29. afkimi. — 30. skordýr. — 32. kýrnafn. — 33. hljóðfæri. — 35. ílát. — 37. á flík. — 38. gagn. — 43. hraði. — 45. hyggja. — 47. elska. —• 49. hlutuðu í sundur. — 51. ekki til sölu. — 52. mathákur. — 53. greinir. — 54. = 16 lárétt. — 55. hryggur. — 56. kvenheiti. — 58. úrgangur. — 59. vitleysa. — 61. titill. —- 63. keyra. — 66. lítil. — 68. skammstöfun. — 70. hljóð. Lausn á 595. lírossgátu Vikunnar. Lárétt: 1. ask. — 4. þrábæna. — 10. góm. — 13. kola. — 15. slóra. — 16. rása. — 17. krafl'. — 19. ata. — 20. fólar. — 21. gulir. — 23. tamur. — 25. fátæklingur. — 29. ss. — 31. TF. — 32, æfð. — 33. nr. — 34. dá. —■ 35. ata. — 37. örn. — 39. ala. — 41. gól. — 42. rakari. — 43. aðkoma. — 44. efa. — 45. óss. — 47. aga. —- 48. sal. — 49. in. — 50. st. — 51. ost. — 53. rr. — 55. ri. — 56. réttskiptin. — 60. boð- un. — 61. rámar. — 63. kátur. — 64. krá. — 66. ragur. — 68. órar. — 69. dútla. — 71. rani. — 72. far. — 73. ástafar. — 74. rat. Lóðrétt: 1. akk. — 2. sorg. — 3. klauf. — 5. rs. — 6. ála. — 7. Bótólf. — 8. æra. — 9. na. ■—■ 10. gálur. — 11. ósar. — 12. Mar. — 14. aflát. — 16. rómur. — 18. litföróttur. — 20. fagn- aðartár. — 22. ræ. — 23. tn. — 24. Asareið. — 26. kæn. — 27. Iða. — 28. málalið. — 30. stafn. — 34. dómar. — 36. aka. — 38. ris. — 40. lag. —- 41. gos. — 46. SOS. — 47. ati. — 50. séður. — 52. skyrta. —- 54. rimar. — 56. rotar. — 57. tn. — 58. pr. — 59. nagar. — 60. bára. — 62. runa. — 63. kóf. — 64. kút. — 65. álf. — 67. rit. — 69. ds. — 70. aa. varst aðeins á undan mér! Ep það er nóg af konum í heiminum . . .“ Pierre tók í hönd hans. Hann var svo hamingjusamur. Gaston var þrátt fyrir allt félagi hans, hann hafði gert honum rangt til, en það var hægt að bæta úr því. Björgunarliðinu hafði tekizt að slöltkva eldinn að nokkru leyti og stöðva alveg framgang hans. Pierre bar Estellu í fanginu. Hann tók ekki eftir hitanum af glóandi öskunni. Hann gekk eins og sigurvegari, stoltur og frjáls. Að baki honum loguðu enn nokkur tré, sem lýstu eins og brúðkaupskyndlar. Svör við „Veiztu —?“ á bls. 4: 1. Undir nefinu er húð, sem getur þanizt feikn- in öll út, þar geymir hann veiði sína. Sund- fugl. 2. 570—632. 3. 105 e. Kr. 4. Um t 240 fuglategundir verpa að staðaldri í Svíþjóð, en um 60 eiga þar heima árið um kring. 5. 10. okt. 1898 d Lokinhömrum í Vestur-lsa- fjarðarsýslu. 6. Selur. 7. Rauðsprettan. 8. Á Englandi 1891. 9. Seint á 18. öld. 10. 2. júlí 1564. Svar við mannlýsingarspurning- unni á bls. 4: Kormákur Ögmundarson, í Kormáks sögu. i

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.