Vikan - 06.12.1951, Blaðsíða 6
6
alltaf, en ég er ekki alltof öruggur með sjálfan
mig.“ „Ég elska þig einnig,“ hafði hún svarað
og hjarta hennar hafði hvíslað: „Alltaf — alltaf."
Hann hafði tekið púðurdósina upp., úr vasanum
og rétt henni. Hún hafði starað á hana tárvot-
um augum. — — Hún horfði á hana núna og
það voru tár í augum hennar.
Hann beygði fyrir horn. Framundan lá langur
vegur. BíUinn þaut áfram. Hún stakk púðurdós-
inni niður í veskið sitt. Hún var skjálfhent.
„Manstu, hvað ég sagði, þegar ég gaf þér
hana?“ spurði hann og horfði fram fyrir sig.
„Það — það held ég, að ég geri.“
„Þú heldur það?“
„Neí — ég man það.“
„Ég sagði: „Ég elska þig í kvöld, Quen! Ég
vona, að ég elski þig alltaf.“ Manstu það ?“
„Já---------“
„Ég sagði líka: „En ég er ekki alltof öruggur
með sjálfan mig." Ég reyndi að vera heiðar-
legur. Ég var afar ungur — frá vissu sjónar-
miði séð. En þú virtist vita, hvað þú vildir. Er
ekki svo?“
Hún rétti úr sér i sætinu.
„Var það ekki?“ spurði hann á ný og horfði
stöðugt fram fyrir sig.
„Jú, það held ég.“
„Þú heldur það bara?"
Hún rétti ennþá meira úr sér. „Nei, ég vissi
það, Mac.“
Hann sagði ekkert, þau óku lengi án þess að
segja nokkuð.
Quentin hafði ætlað sér að byrja á því, að tala
um Klöru og blómarósirnar hans tvær, sem voru
á skrifstofunni á kvöldin til þess að gæta skrif-
stofunnar hans, en þessa stundina var það svo
fjarri henni.
„Hvar fannstu púðurdósina mína, Mac?“
„Hún hefur runnið niður með púðanum í stóln-
um. Til hvers fórstu þangað?“
„Ég gekk þar fram hjá fyrir hádegi í gær og
Ivan bauð mér inn.“
„Varstu ein?“
„Já.“
Hann sneri sér til hálfs. „Ekki með piltinum
þínum ?“
„Nei.“
„En höfðu þið Ivan nokkuð ákveðið þetta?"
Hann var hvassmæltur.
„Nei, nei.“
Hann leit aftur á hana, lengur í þetta sinn.
„Mér þykir vænt um það, því að Ivan er ekki
á marga fiska."
Því trúði hún vel. Hún minntist hræðslunnar,
sem hafði gripið hana, þegar þau stóðu saman
og horfðu yfir Gapið.
„Það var sunnudagur í gær. Hversvegna varstu
ekki með vini þínum ? Eða er þetta ónærgætn-
islega spurt ? Mér skildist, að þið væruð trú-
lofuð."
„iVð erum ekki trúlofuð lengur, Mac,“ sagði
hún eins rólega og henni var -unnt.
Bíllinn tók hættulega sveiflu. Maður á hjóli
beygði einnig snöggt. Mac hló, og maðurinn á
hjólinu steytti hnefann framan í þau. Mac ók
að hliðinni á honum.
„Ég bið yður margfaldlega afsökunar," sagði
hann. „Ég var ekki að hlæja að yður.“ Hann
tók vindlingaveskið sitt upp. „Viljið þér vindl-
ing ?"
„Já, ég hef, ekkert á móti því,“ sagði maður-
inn.
„Takið þær allar!" sagði Mac. „Ég er í góðu
skapi." Hann setti bílinn í gang aftur. „Þú hef-
ur þá látið hann sigla sinn sjó?"
„Nei, það var öfugt. Hann ætlar að kvænast
Katrínu Siliski!"
„Hverri ?“
Bíllinn tók aftur snögga beygju — í þetta
skipti ennþá hættulegri. — „Sagðir þú Katrínu
Siliski?"
„Já.“ Það var eitthvað í svip hans, sem olli
því, að hún fór að stama. „Ég — ég sagði þér
frá henni þarna um kvöldið, var það ekki ? frá
bréfinu, sem hún bað mig fyrir til Dicks
Derrecks? Hún var hjá mér kvöldið -— kvöldið,
sem Irma var þar, þegar þú komst — og þá
hljóp hún á brott. Ég vissi ekkert, hvert hún
fór.“
„Var það hún, sem var inni I svefnherberginu
þínu það kvöld?"
„Mac — þú hefur þó ekki haldið---------“
Hann fór aftur að hlæja, sleppti annarri hend-
inni af stýrinu og lagði handlegginn utan um
VIKAN, nr. 47, 1951
hana. „Ég hélt auðvitafð allt það versta. — —
Ástin hefur lag á að gera mann að afbrýðisöm-
um heimskingja. Ég ímyndaði mér, að það væri
Duncan, og ég gladdist, þegar þú sagðir, að hann
ætlaði að kvænast þér. Nei," andmælti hann sjálf-
um sér. „Ég var ekki glaður. Ég var fjarska
óhamingjusamur, elskan mín.“
Hún gerði enga tilraun til að losa sig úr faðmi
hans. Þvert á móti — hún hallaði sér upp að
honum.
„Hæ! Hvern fjandann eruð þér að hugsa?"
Lögregluþjónn, sem stjórnaði umferðinni á gatna-
mótunum, pataði reiðilega.
Mac hallaði sér í áttina til hans: „Fyrirgefið,
lögregluþjónn, en þér vitið, hvernig það er, þeg--
ar maður er ástfanginn." Hann tók báðum hönd-
um um stýrið aftur.
Lögregluþjónninn hló og gaf þeim merki um
að halda áfram. Þau óku niður Macleygötu og
upp að húsinu, þar sem þau bjuggu. Það var
hversdagslegt hús, en þessa stundina kom það
Quentin fyrir sjónir sem ævintýrahöll. Þegar
Mac hjálpaði henni út úr bílnum, varð hún þess
strax vör, að hann hafði skipt um skap.
„Ætlar þú að koma upp til mín eða á ég að
koma til þín? Við þurfum að fala saman. Þú
sagðir líka, að þú þyrftir eitthvað að tala við
mig."
„Já, það var um Klöru."
„Oh, hún skiptir nú ekki svo miklu rnáli,"
sagði hann um leið og hann bandaði frá sér með
hendinni og þar með var Klara af dagskrá. „Hún
er að vísu ein af tönnunum í hjólinu en ein þeirra
minni." Hann þrýsti á lyftuhnappinn. „Við skul-
um fara upp til tnín. Ég á að minnsta kosti eitt-
hvað að drekka," bætti hann við.
„Það er þessi Siliski litla, sem ég þarf að tala
við. Ég verð að tala við hana. Hvar er hún?“
„Vilt þú tala við Katrínu?"
„Ég þarf alveg nauðsynlega að tala við hana,"
endurtók hann. „Hún er hlekkurinn, sem vantar
í keðjuna.------Ég veit mest allt, en hún veit
allt. En hún er hrædd — vegna þess, sem kom
fyrir Derreck. Ef til vill af annarri ástæðu líka.
Derreck hafði sagt mér nægilega mikið áður en
hann dó. Og ég verð að ná í hana."
Quentin starði á Mac. Hann var gjörbreyttur.
Karólína kennslukona: Lilli — vogaðu þér Karólina kennslukona: Ég skal hjálpa þér — Lilli: Nú skil ég! Heimski uxinn binn'
ekki að segja mér, að þú vitir ekki, hvað hvað kailar móðir þín stundum föður þinn?
þetta er —
Lilli: Það er einmitt það, sem ég ætlaði
að segja, ég veit það ekki —