Vikan - 06.12.1951, Blaðsíða 7
VIKAN, nr. 47, 1951
7
Sannkallaður þurradrumbur.
Framhald af bls. If.
•ekki? Hver er það . . . Júlíus — hvað
heitir hann nú . . . Clausen ?“ Hann
hnussaði fyrirlitlega. „Hvaðan kemur
hann allt í einu, og hver er hann?“
„Ég ætla að giftast honum,“ sagði hún,
næstum áður en hún vissi af.
„Hvað? Nei, þú skrökvar, Ruth. Þú átt
að giftast mér.“ Nú hafði hann loksins
komið því út úr sér.
„Nei, ég held nú síður,“ sagði hún,
undrandi yfir sálarró sinni. „Nú er ekki
lengur sunnudagur. Það er þriðjudagur, og
þú ætlar út að sigla. Sendu mér póstkort,
einhversstaðar á leiðinni.“
Hún lagði símtólið á, og furðaði sig á
öllu því, sem hún hafði sagt. Hún var alls
ekki viss um, að hún vildi giftast Júlíusi.
Næsta dag hitti Ruth Lilian.
„Það er hreinasta brjálæði að giftast,
áður en þú hefur kynnzt lífinu ofurlítið
og fengið einhverja lífsreynslu,“ sagði Lil-
ian. „Þessvegna finnst mér það alveg
ómögulegt, að þú farir að giftast Júlíusi.“
„Hver segir, að ég ætli að giftast
Júlíusi ?“ spurði Ruth reiðilega.
„Það liggur í augum uppi. Þú getur
ekki fengið Stener . . .“
„Ég hefði getað fengið hann . . .“
byrjaði Ruth, en Lilian hélt áfram: „ . . .
og Júlíus, þessi þurradrumbur, hangir
alltaf í þér. Fyrr eða síðar færð þú nógu
mikla meðaumkun með honum til að gift-
ast honum. Ó, já, þessi góði Júlíus, sem
alltaf er eins og hann á að vera og bíður
eftir stúlkunni, sem hann vill fá! En þeg-
ar hann hefur fengið þig, og það kemur
snurða á þráðinn, vaknar hann við vondan
draum og fer að hugsa um allt það, sem
hann hefur farið á mis við.“
„Jæja, en ég ætla samt að giftast hon-
um,“ greip Ruth fram í fyrir henni. „En
í guðanna bænum, vertu ekki að tala um
það við neinn. Júlíus veit það ekki ennþá
sjálfur!“
En nú var hún neydd til að segja hon-
um það. Eiginlega hélt hún, að hún elsk-
aði hann, henni gramdist bara, að hún
lét hálfvegis reka sig inn í hjónabandið
án þess að hafa tekið ákvörðun sjálf.
Þrem dögum síðar hringdi Júlíus og
spurði hvort hann gæti fengið að tala við
hana. Hann afþakkaði vínblönduna, sem
hún bauð honum en stóð og horfði bál-
vondur á hana.
„Ruth,“ sagði hann loks, „ég hitti Lilian,
og hún óskaði mér til hamingju, og hún
sagði mér það.“
„Ó, þetta svín,“ sagði Ruth æst. „Hún
lofaði mér að segja engum það. En ef til
vill hefur hún haldið, að ég hefði þegar
sagt þér það . . .“
„Mér er alveg sama, hvað hún hélt. En
ég vildi nú helzt vita það sjálfur hverri
ég ætla að kvænast, áður en aðrir verða
til þess að segja mér það. Hversvegna
hefur þú ekki hringt til mín?“
„Ég vildi hugsa um þetta rólega og
hlutlaust, svo að ég væri alveg viss —“
„Rólega og hlutlaust?" rauk hann upp.
„Nú er nóg komið af svo góðu, Ruth. Eg
hef verið ástfangin af þér, síðan ég sá þig
í fyrsta skipti, og það var aldrei um neina
aðra að ræða en þig. En þú skalt samt
sem áður ekki ímynda þér, að ég vilji
kvænast þér, þegar þú hefur hugsað ró-
lega og hlutlaust um það og rætt um það
við ótal marga aðra, áður en þér þóknast
að segja mér það.“
Hann tók hatt sinn og gekk til dyra.
„Júlíus — ertu að fara?“
Það var ekkert rólegt eða hlutlaust yfir
ungu stúlkunni, sem þaut til hans og greip
í handlegg hans. „Júlíus, þú mátt ekki
fara.“
Hann fór samt — en hún fór með hon-
um.
Þau fóru saman og töluðu við prestinn.
Og við morgunverðinn fjórum vikum síð-
ar, sagði Ruth:
„Þú verður að viðurkenna, að við eig-
um Lilian mikið að þakka. Ef hún hefði
ekki komið til skjalanna, hefðu ef til vill
liðið margir mánuðir, áður en við hefð-
um tekið af skarið.“
„Já, það er ekki ólíklegt," viðurkenndi
hann. „En það er sorglegt að eiga henni
að þakka lífshamingju sína.“ Og hann
kyssti Ruth, dálítið þungbrýnn.
Um sumarið leigði Júlíus sumarbústað
við ströndina. Þar átti Ruth að eiga heima,
og sjálfur ætlaði hann að koma um helg-
ar, þangað til hann fengi sumarleyfi. Lil-
ian heimsótti Ruth og dvaldi hjá henni
nokkra daga.
„Heyrðu, Ruth,“ sagði Lilian dag nokk-
urn, það var úðarigning, og hún gat ekk-
ert gert sér til dægrastyttingar, „hvað er
eiginlega að hjá ykkur Júlíusi?“
„Hvað er að? Það er ekkert að,“ sagði
Ruth undrandi.
„Ef til vill finnur þú það ekki sjálf,“
sagði Lilian hugsandi. „En ég sé, að þetta
er alls ekki eins og það á að vera. Það
er ekki þetta venjulega þras í hjónaband-
inu. Það er eitthvað, sem liggur dýpra
. . . Eg hef lengi séð það . . .“
„Þú þarft ekki að hafa áhyggjur út af
mér . . .“ byrjaði Ruth.
„Það er heldur ekki aðallega þín vegna.
Þetta hjónaband var eins konar tilviljun
frá þinni hendi — þú gazt ekki fengið
Stener, þessvegna tókzt þú Júlíus (þetta
var bersýnilega orðin meinloka hjá Lili-
an). Hvað Júlíus viðkom, var þetta allt
annað mál. Þetta hjónaband var allur hans
heimur. Hann var svo ástfanginn, að það
gekk brjálæðí* næst, og ef þú nú svíkur
hann, mun hann byrja að velta fyrir sér
öllu því, sem hann hefur farið á mis við,
meðan hann beið þín . . .“
„Ég vil ekki heyra meira.“ Ruth stökk
á fætur. „Hverskonar þvaður er þetta!“
Systurnar voru ekki beinlýnis skraf-
hreyfnar, þegar Lilian lagði af stað. En
þegar Lilian var farin, tók Ruth að velta
fyrir sér því, sem hún hafði sagt. Lilian
þekkti karlmennina. Hún hafði meiri
reynslu og var þessvegna miklu kænni í
þeim sökum en Ruth, og hún hafði séð
eitthvað ólag á hjónabandi þeirra. Ruth
hafði ekki gert sér það ljóst, að þetta væri
svona slæmt, en — ef til vill var ekki of
seint að bæta úr þessu. Hún ætlaði að
vera mjög elskuleg við Júlíus um þessa
helgi.
„En þegar hann kom, sagði hann eins
og af tilviljun: „Það er alveg rétt, Lilian
bað að heilsa þér. Hún sagði, að ykkur
hefði orðið sundurorða, en að hún væri
þér ekki reið.“
„Lilian? Hvar hefur þú séð Lilian?“
„Ég hef borðað miðdegisverð með
henni nokkrum sinnum.“ Hann þagnaði.
„Við fórum líka út eitt kvöld að dansa.“
Hann þagnaði aftur, og síðan bætti hann
við, eins og hann hefði ákveðið að segja
allt, sem honum bæri að segja: „Við spil-
uðum bridge nokkrum sinnum og ætlum
að gera það aftur í næstu viku.“
„En Júlíus, þú, sem getur ekki þolað
Lilian.“
„Nú! Það var í gamla daga. Mér finnst
hún vera orðinn miklu skynsamari.“
„Já, það má vel vera. En mér finnst
þetta samt sem áður einkennilegt —“
„Hvað er einkennilegt við það? Flestir
hennar kunningjar eru út í sveit, og hún
er nú einu sinni mágkona mín. Hversvegna
ætti ég ekki að umgangast hana?“ En
hann roðnaði — og í augum konu hans
var þetta sektarroði.
Hún velti þessu fyrir sér alla vikuna.
Á föstudagskvöldið hringdi síminn.
„Er þetta frú Clausen?“ sagði rödd,
sem hún kannaðist vel við. „Góðan dag-
inn, Ruth. Þetta er Stener.“
„Nú er ég hissa,“ sagði hún hlæjandi.
„Hvar ert þú?“
„Ég er á seglbát, sem liggur hér í höfn-
inni. Ég var að flækjast á þessum slóð-
um, svo að mér datt í hug að vita, hvern-
in þér liði. Komdu og spjallaðu ofurlítið
við mig.“
Hún hitti hann sitjandi á hafnargarð-
inum, þar sem seglbáturinn var bundinn.
„Hvernig líður þér?“ spurði hann og
brosti þessu hæðnislega brosi, sem hún
mundi svo vel eftir.
Framhald á bls. 14.
GEISLAHITUN_________
Framhald af bls. 3.
skríða úr eggjimum og þola þá illa súg og
mikinn raka.
Fyrir síðustu heimsstyrjöld voru geisla-
hitunarkerfin mjög dýr, enda var það þá
skoðun manna, að pípurnar þyrftu að vera
úr ryðfríu stáli. Reynslan hefur nú sýnt,
að stálpípur, sem þola mikinn vatnsþrýst-
ing, duga fullt eins vel, og nú er svo kom-
ið, að geislahitunarlögnin er aðeins örlitlu
dýrari en miðstöðvarlögnin. Sá munur
vinnst þó fljótt upp, því geislahitunin er
nærri Va ódýrari í rekstri, eins og fyrr
segir. — Frá þjóðhagslegu sjónarmiði er
og sá munur, að innflutt efni í geislahit-
unarlögnina er miklum mun ódýrara en
efnið í miðstöðvarlögnina, ef pípusam-
stæðurnar eru unnar hér.
Geislahitun hefur þegar verið sett í
nokkrar byggingar hér á landi, t. d. nýja
Kleppsspítalann, rannsóknarstöðina á
Keldum, heilsuhælið að Reykjalundi,
barnaskólann á Akranesi, Þjóðminjasafn-
ið og póst- og símahúsið 1 Hrútafirði.
Verið er að setja geislahitun í nýja Iðn-
skólann, sem forsíðumyndin er af, hús
byggingarsamvinnufélags símamanna,
verzlunarhús Kristjáns Kristjánssonar,
Akureyri, og í nokkur íbúðarhús, og hefur
allsstaðar reynzt ágætlega.
Félagið Geislahitun h.f. í Reykjavík
sér um geislahitunarlagnir og var það
stofnsett 25. sept 1950. Formaður félags-
stjórnar er Axel Kristjánsson, fram-
kvæmdastjóri, meðstjórnendur Benedikt
Gröndal, verkfræðingur, og Jóhann Páls-
son, pípulagningameistari, en framkvæmd-
arstjóri Aðalsteinn Jóhannsson, vélfræð-
ingur.