Vikan


Vikan - 06.12.1951, Blaðsíða 14

Vikan - 06.12.1951, Blaðsíða 14
14 VIKAN, nr. 47, 1951 Sannkallaður þurradrumbur. Framhald af bls. 7. „Miklu betur, úr því að þú ert kominn.“ Þetta átti að vera hæðni, en það var ó- hugnanlega hreinskilnislegt. „Júlíus kem- ur í kvöld, þú mátt til með að borða hjá okkur.“ „Ég kom ekki til að hitta Júlíus. Viltu koma í smásiglingu ?“ „Já, mjög gjarna,“ sagði hún. Hún yrði öruggari gagnvart honum í seglbát þar, sem hann þyrfti að gæta bæði segls og ára. En Stener þurfti ekki að gæta neins. Það var logn. Þau lágu og létu fara vel um sig og spjölluðu um gamla daga og sameiginlega kunningja — en það var eins og einhver eftirvænting lagi í loftinu. „Eftir dálitla stund kemur hressandi gola,“ sagði hann. „Það vona ég. Júlíus kemur heim rétt fyrir sjö, og ég þarf að hafa matinn þá tilbúinn.“ Hún leit á armbandsúr sitt. „Hamingjan hjálpi mér. Klukkan er sex.“ „Hvað er þetta? Þú ert þó ekki orðin að einhverri vél, sem verður að framreiða mat eiginmannsins á slaginu sjö?“ Rödd- in var hvöss, og hún leit undan augnaráði hans. „Ruth,“ hélt hann áfram, „horfðu á mig. Hversvegna óttast þú að líta á mig ?“ „Ég kæri mig ekki um . . .“ Hún gerði sitt bezta til að hafa vald á rödd sinni, „ég kæri mig ekki um að vera ein af þeim ótal giftu konum, sem þú sækist eftir! Ég skil vel, að þú viljir þær heldur. Þar ertu öruggari . . .“ „Ég er alls ekki öruggur gagnvart þér. Þú hefur sem sé gifzt' röngum manni.“ „Nei, það hef ég ekki gert,“ sagði hún reiðilega. Og hún bætti hreinskilnislega við: „Að minnsta kosti hefði verið rang- ara að giftast þér.“ „Já, þá hefði það ekki verið rétt. En ég hef lært mikið núna. Nú veit ég, hvað ég vil, og hvers ég þarfnast. Þín — og engr- ar annarrar konu. Og nú, þar sem hjóna- band þitt hefur alveg misheppnast . . .“ Hún leit framan í hann. „Hver hefur sagt þér, að hjónaband mitt væri mis- heppnað ?“ „Eg talaði við Lilian, og hún sagði . . .“ „Jæja, gerði hún það.“ Ruth var ofsa- reið. „Jæja, sagði Lilian . . .“ Stener ætl- aði að grípa fram í fyrir henni, en hún leyfði honum það ekki. „Segðu ekki orð,“ sagði hún ákveðið, „Iofaðu mér að tala. Ég hélt, að Lilian væri kænni í þessum sökum en ég. En nú veit ég, að það er að minnsta kosti eitt, sem ég veit betur. Hjónaband mitt er ekki eins gott, og það hefði getað verið, en það er mest mér að kenna. Ég krafðist meira af Júlíusi, en hann gat veitt mér, og ég gaf honum ekki allt sjálf. En þetta skal breytast. Ég ætla að eignast börn og spila birdge, og ég ætla að gera þetta með gleði. Komdu aftur eftir tuttugu ár, og ég skal segja þér þá, hvort hjónaband mitt hefur heppnast, en þú skalt ekki trúa öllu því, sem Lilian segir þér. Henni leiðist, og þegar hennar eigið líf er ekki skemmtilegt, reynir hún að fá tilbreytingu í því að skipta sér af annarra manna sökum.“ Hún stóð á fætur. „Nú vil ég fara heim.“ „Heim? Hvernig ætlarðu að fara að því? Það er logn . . .“ „Ég bý í þessu húsi,“ sagði hún og benti. „Ég syndi í land.“ „Það er of langt. Það máttu ekki gera. Og þú hefur heldur engin sundföt.“ 601. KROSSGÁTA VIKUNNAR Lárétt skýring: 1. fisk. — 5. bókstaf- ur. — 7. fjöld. — 11. dugleg. — 13. hugsunar- —leysi. — 15. tónverk. — 17. orka. — 20. líkamshluta. — 22. hljóð. — 23. skot. — 24. bleika. — 25. næringarefni. — 26. selja upp. — 27. þrír samstæðir. — 29. gyðja. — 30. mer. — 31. manns- nafn. — 34. mannsnafn. — 35. finnur1 leið. — 38. tré. — 39. kvenheiti. ■—■ 40. æsandi. — 44. hey- ið. — 48. einkenni. — 49. sælustaður, — 51. tíma- bil. — 53. sagnfræðing- ur (forn ritháttur). — 54. ekki held. — 55. fraus. — 57. eymd. — 58. brauðdeig. — 60. hvilast. — 61. forskeyti. — 62. fataefni. — 64. ábreiða. — 65. stöng. — 67. bára. — 69. fugl. — 70. starf. — 71. gæfu. Lóðrétt skýring: 2. dáfrið. — 3. skammstöfun. — 4. for. •— 6. heiður. — 7. hætta. — 8. líkamshluti. — 9. árás. — 10. úr fiski. — 12. slæm. — 13. ómerka. — 14. ökutækið. — 16. spámaður. — 18. frægð. — 19. hrúgar. — 21. gæfuleysi. —■ 26. sæmd. — 28. fæðu. — 30. heimting. — 32. erlendur forsætis- ráðherra. — 33. mörg. — 34. brún. — 36. stuld- ur. — 37. skógarguð. — 41. samtenging. — 42. bítur. — 43. víð. — 44. kvenheiti, þf. — 45. skammir. — 46. nem. — 47. deyfð. -— 50. ögn. — 51. geðill. — 52. kostur. — 55. skeytið. — 56. glæni. — 59. svívirða. — 62. sonur. — 63. þrír eins. — 66. tvíhljóði. — 68. svefn. Lausn á 600. krossgátu Vikunnar. Lárétt: 1. helluþak. — 6. sangur. — 9. kröm. ■— 10. inn. — 11. Lára. — 13. efasöm. — 15. grasasni. — 17. sár. — 18. lóga. — 20. innsýn. — 24. ragan. — 25. árdegi. — 27. fýsa. ■— 29. snæri. — 31. götug. — 32. kara. — 33. gungan. — 35. asnar. —• 37. atgeir. •— 40. Iðnó. — 41. nam. — 43. gripahús. — 46. rastir. — 48. Kína. — 49. tak. — 50. árin. — 51. makráð. — 52. launaður. „Það er allt í lagi.“ Hún sparkaði af sér skónum og dró kjólinn upp yfir höfuð- ið. „Sendu mér þetta í pósti. Þá ertu indæll.“ Og hún stakk sér útbyrðis og synti að ströndinni. Hún hafði oft synt svona langt, en straumurinn var sterkur, og hún var al- veg örmagna, þegar hún heyrði áraslög skammt frá sér. Hún skimaði í allar áttir. Þarna kom Júlíus róandi á árarbát. Orðalaust hjálpaði hann henni um borð, og þegar þau höfðu lent, bar hann hana í fanginu upp að húsinu. „Svo þú kaust að synda heim,“ sagði hann og hló. „Hvernig vissir þú . . .“ Hann kinkaði kolli. „Ég frétti þetta. Ég hélt, að það mundi ef til vill vera bezt að sækja þig heim.“ „Og þá mættumst við á miðri leið.“ Hún hló taugaóstyrk. „Ó, Júlíus, hér eftir mæt- umst við á miðri leið, er það ekki?“ Síð- ar um kvöldið spurði hún hann: „Hvers- vegna hélztu, að ég hefði enn áhuga fyrir Stener? Hefur Lilian sagt það?“ „Hún var að gefa eitthvað í skyn,“ við- urkenndi hann, „en ég stöðvaði hana og ráðlagði henni að gæta sinna eigin mál- efna. En ég gat ekki varizt því að velta þessu fyrir mér . . Ruth andvarpaði feginsamlega. „Og ég, sem hélt, að þú hefðir orðið hrifinn af Lilian, úr því að þið fóruð út saman.“ „Svo er mál með vexti,“ sagði Júlíus, „Lilian ætlar að trúlofast einum vina minna, áreiðanlegum og góðum pilti. Hann Lóðrétt: 1. heiðni. — 2. löngun. — 3. ug'la. —- 4. akra. — 5. krass. — 6. smeira. — 7. gæs. — 8. rimnalag. — 12. ásýnd. — 14. aflaföng. —- 16. nárinn. — 19. ónýt. — 21. núna. —- 22. sára- sótt. — 23. ýri. — 26. eigrar. — 28. suði. — 29. skeiðrúm. — 30. æran. — 31. gat. — 34. gaman. — 36. angráð. — 38. eistað. — 39. rösk- ur. — 42. mikil. — 44. pína. — 45. hann. — 47. sök. þurfti að fara burtu og bað mig, áður en hann fór að gefa mig eitthvað að Lilian, svo að hún væri ekki einmana. Og ég gerði það.“ Ruth lagði hendumar um háls hans. „Veiztu það,“ sagði hún, „að við eigum Lilian óneitanlega mikið að þakka. I fyrsta lagi var það henni að þakka, að við gift- umst, og nú höfum við fundið hvort ann- að aftur með hennar hjálp.“ Júlíus íhugaði þetta. „Já, fj.......... hafi það,“ sagði hann, „en þetta er alveg satt, sem þú segir. En þó að Lilian leið- ist, er það engin hætta á, að það hendi okkur.“ Svar við mannlýsingarspurning- unni á bls. 4: Ófeigur Skíðason, í Bandamanna sögu. Svör við „Veistu —?“ á bls. 4: 1. Þessir fögru litir, sem við sjáum á himnin- um. orsakast af endurspeglun sólargeisl- anna í örsmáum rykörðum i andrúmsloftinu. 2. Rússneska tónskáldið Peter Iljitch Tschai- kowsky. 3. Alpafjöll og Appenninafjöll. 4. Hún er fædd í Norður-lrlandi. 5. 1 Fíladelfíu, 4. júlí 1776. 6. Það er talið 4.200 metra alveg frá upptökum. 7. Kviðhjúpur. 8. Hún er óvenju stuttur og digur ormur, með glitrandi gull bursta ög sterka brodda á hliðunum. 9. Sorbonne var stofnaður árið 1253 af Robert de Sorbon. 10. Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.