Vikan - 06.12.1951, Blaðsíða 4
4
VIKAN, nr. 47, 1951
Sannkallaður þurradrumbur
SMÁSAGA EFTIR E. DAVIS.
AÐ var alveg' sjálfsagt, þegar Ruth
kom frá litla þorpinu til borgarinnar,
að Lilian ,stóra systir, hin eldfjöruga, eft-
irsótta Lilian tæki hana undir verndar-
væng sinn. Lilian útvegaði henni atvinnu,
Lilian sýndi henni borgina og hún kynnti
hana fyrir vinum sínum. Og það fór svo,
að heil vika leið, áður en Ruth lagði leið
sína inn í Túngötuna og hringdi dyra-
bjöllunni í húsinu númer 37. „Þrjár
hringingar“, stóð skrifað í horninu á
merkisspjaldi með nafninu Julius Clausen,
stud. polyt. Það var fest við dyrastafinn
með f jórum teiknibólum. Júlíus vildi alltaf
vera dálítið formfastur.
,,Og borgarlífið hefur ekki breytt hon-
um,“ hugsaði hún, þegar Júlíus stóð fyrir
framan hana í dyrunum, hávaxinn og ljós-
hærður — og traustur.
Það var indælt að hitta hann. Það var
eins og að drekka glas af köldu, tæru
lindarvatni á eftir sætum, væmnum drykk.
Þegar Ruth gekk inn í hið snyrtilega her-
bergi Júlíusar, fannst henni hún aftur
hafa fast land undir fótum eftir allan
gauragang síðustu daga.
„Hvað hefur þú verið lengi hérna? Ertu
nýkomin?“ spurði Júlíus eftir að hafa beð-
ið stúlkuna í matsölunni um kaffi og vín-
arbrauð.
Ruth svaraði honum.
„Hvað er þetta?“ sagði Júlíus. „Hefur
þú verið hér í viku?“
„Já. Ég bý hjá Lilian. Á morgun flyt
ég í matsöluhús," flýtti Ruth sér að segja,
og hún varð skyndilega öskuvond við
sjálfa sig, af því að hún sat hér, og var
næstum að afsaka, að hún byggi hjá eldri
systur sinni. Hvað var eðlilegra. En Júlíus
hafði alltaf . . .
„Já, þá get ég skilið, að þú hafir ekki
haft tíma.“
Úha, þarna var hann lifandi kominn!
Dálítið móðgaður og álasandi á svip. Jú,
Júlíus líktist sjálfum sér. Það var aðeins
einkennilegt, að ósjálfrátt gleymdist
henni, hvernig hann raunverulega var,
þegar langur tími leið á milli þess, sem
hún sá hann.
Ruth hafði orðið fyrir vonbrigðum,
hún dreypti á kaffinu, og með sjálfri sér
skammaði hún sig fyrir að vera svona mik-
ið flón. Hversvegna hætti hún ekki að
umgangast Júlíus? Hún gerði sér það nú
ljóst, að innst í hugskoti sínu hafði hún
vonað, að Júlíus hefði breytzt. En hann
var og varð sannkallaður þurradrumbur.
Hann hafði nú lokið prófi og var cand
polyt. Nú blasti við honum glæsileg fram-
tíð, en það gat ekki gert hann víðsýnni.
Hann var og mundi alltaf vera þessi sami
smámunasami og þröngsýni Júlíus.
Og þó, í hvert skipti, sem hún hafði
ekki séð hann nokkurn tíma, mundi hún
aðeins eftir honum sem hinum góða,
trygga vini, sem hún hafði kysst nokkr-
um sinnum, og sem við hvert tækifæri
drap á það, að nú hlyti hún að hafa hugs-
að sig nógu lengi um. En jafnframt því,
að hún fann, að Júlíus laðaði hana að sér,
fannst henni einhver innri rödd aðvara
sig, og nú heyrði hún hana greinilegar en
nokkurn tíma áður.
„Hvað hefur þú út á Lilian að setja?“
spurði hún. „Þú ert alltaf að gagnrýna
hana, af því að hún lifir ekki lífinu eins
og hún gangi beina braut.“
„Ég er ekki að gagnrýna Lilian,“ full-
yrti hann, „en ég skil ekki, hvernig hún
nennir að vera sí og æ á ferli með þessari
andstyggilegu klíku sinni. Og þvaðrið í
henni! Ef hún gæti haldið sér saman og
ekki staglast í tíma og ótíma á einkamál-
um sínum . . . og annarra.“
„Já, en svona er hún nú einu sinni. Hún
þarf að tala, það verður að taka hana eins
og hún er og sætta sig við hana,“ sagði
Ruth þvermóðskulega. „Mér finnst hún
framúrskarandi indæl.“
„Já, þó það nú væri,“ sagði hann und-
anlátssamur. Síðan hélt hann áfram í
öðrum tón: „En hversvegna eyðum við
tímanum í að tala um hana? Ruth —“
„Nei, Júlíus, ekki núna.“ Hún andvarp-
aði, þegar hún var loksins komin til borg-
arinnar, vildi hún gjarna fá að líta að-
eins í kringum sig, áður en hún væri bund-
in bæði á höndum og fótum. Þetta hafði
Lilian sagt við hana, en hún ætlaði nú
ekki aldeilis að segja Júlíusi það, þó að
hún væri alveg sammála Lilian.
Hann brosti til hennar fullur trausts og
hlýlegur á svip.
„Nú, jæja, jæja,“ sagði hann, „en þú
veizt, að ég bíð eftir þér.“
„Góði Júlíus,“ sagði hún, „þú ert alveg
ómögulegur. Þannig átt þú ekki að tala.
Þú ættir heldur að halda mér í óvissu.
Konan má ekki vera of örugg.“
Þrem dögum síðar hitti Ruth Stener
Rau, og hjá honum fékk hún alla þá
óvissu, sem nokkur kona gæti óskað sér.
Lilian aðvaraði hana. „Stener er aðlað-
andi, Ruth, en þú getur ekki fest hendur
á honum.“
En Ruth hafði gaman af að fara út með
honum, og kvöld nokkurt sagði hann
henni, að hann elskaði hana, en hann sagði
það næstum skeytingarlaust, eins og það
skipti ekki svo miklu máli.
Næsta morgun — það var sunnudagur
— sat hún heima í matsöluhúsinu og beið
þess, að hann hringdi. Þegar hann hafði
kysst hana að skilnaði kvöldið áður, hafði
I VEIZTU -7 I
: 1. Himinhvolfið sjálft er litlaust! Hvers- jj
vegna getum við séð alla þessa yndis- =
legu liti í himinhvolfinu ? :
| 2; Eftir hvern er óperan „Járnsmiðurinn :
I ' Vakuia“ ? I
i 3. Pósléttan liggur milli tveggja fjall- i
garða. Hverjir eru þeir?
1 4. Hverrar þjóðar er kvikmyndaleikkon- :
| an Greer Garson ?
i 5. Hvar og hvenær var lýst yfir sjálf- |
stæði Bandaríkja Norður-Ameríku ? |
= 6. Hve langt. er Mississippi-fljótið í i
i Bandaríkjunum ? §
i 7. Hver er frummerkingin í orðinu panz- =
i ari ? i
: 8. Til hvaða dýrategundar telst flæðar- :
músin ? ‘ |
i 9. Hvenær var Sorbonne-háskólinn í Paris i
stofnaður, og hver átti mestan þátt í =
stofnun hans? i
: 10. Eftir hvern er kvæðið „Þó að margt :
hafi breytzt —“ ? =
Sjá svör á bls. 14. =
<viiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii,iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii|||ii'5>
Mamilýsing úr íslenzku fornriti:
„......var spekingur mikill og ráða-
gerðamaður. Ekki var honum fjárhagur
sinn hægur, átti lendur miklar, en minna
lausafé. Hann sparði við engan mann
mat . . . .“.
Hver var þessi maður og hvar er lýs-
ingin ?
(Sjá svar á bls. 14).
hann sagt: „Við getum talað betur sam-
an á morgun.“ Hann hafði ekki beinlínis
spurt hana, hvort hún vildi giftast hon-
um. En þau höfðu talað um þetta. Og
Ruth hafði sagt, sjálfri sér til mikillar
undrunar, að hún vildi, að maðurinn sinn
yrði heimakær eða minnsta kosti þannig,
að hún gæti treyst á hann.
I dag sá hún eftir að hafa sagt þetta,
á meðan hún beið þess, að hann hringdi,
en hún beið árangurslaust.
Að síðustu sagði hún við sjálfa sig, að
hún mætti vera fegin, að Stener hringdi
ekki. 1 gærkvöldi hafði hann verið allur
á hjólum, í dag var hann sennilega úti með
einhverri annarri. Það var hæpið að
treysta honum, og hún hafði sannarlega
verið heimsk . . .
Loksins hringdi síminn.
„Halló . . . ert það þú, Júlíus . . . Nei,
ég er ekki upptekin. Hvort ég get komið
út að borða með þér. — Já, það vil ég
mjög gjarna. Klukkan sjö — já, kærar
þakkir. Nú, jæja, þú kemur þá og sækir
mig? Allt í lagi.“
Júlíus var tryggur og traustur. Þegar
hann sagði, að hann kæmi kl. 7, þá kom
hann kl. 7. Og ef Stener hringdi nú, þá
skyldi hann fá að vita . . .
En Stener hringdi ekki, og Ruth var
mjög svo vingjarnleg við Júlíus þetta
kvöld. Hann var svo áberandi ólíkur Sten-
er. Hún horfði ástúðlega á hann. Bara að
Stener hefði ekki verið til . . . því að
það var nú einu sinni svona, að það var
ekki hægt að gifta sig, ef hugurinn beind-
ist að öðrum manni meir en að tilvonandi
eiginmanni. „Mér finnst ekki eins vænt um
neinn og þig,“ sagði hún við Júlíus,
„en . . .“
Hann yppti öxlum. „Þú hefur tímann
fyrir þér,“ sagði hann. „Ég vil heldur, að
þú sért alveg viss.“
Á þriðjudag hringdi Stener, og á þess-
um tíma hafði Ruth hugsað sig vel um.
„Ó, ert það þú,“ sagði hún. „Ég hélt,
að þú mundir hafa farið til Ameríku?"
„Ameríku? Nei, bara til Svendborg.“
„Hvað varst þú að gera í Svendborg?"
Rödd hennar var kæruleysisleg.
„Ég var þar til að líta á seglbát, sem
vinur minn ætlaði að kaupa. Ef til vill fer
ég með honum „á flakk“ í bátnum.“ Jæja,
svo það var þá ekki kvenmaður í þetta
skipti.
„Það verður áreiðanlega gaman,“ sagði
hún. „Góða skemmtun.“
„Heyrðu,“ sagði hann. „Viltu koma út
með mér í kvöld?“
„Finnst þér ekki full seint að fara að
tala betur um þetta?“
„Tala betur um hvað? Hvað áttu við?
Um hvað eigum við að tala betur?“
„Ekkert,“ sagði hún kuldalega. „Senni-
lega er ég ein af þremur eða fjórum vin-
konum þínum. Ég, það er þessi ljóshærða
með hárið skipt vinstra megin. En annars
get ég ekki komið út í kvöld,“ skrökvaði
hún. „Ég er upptekin.“
„Nei, þá verður þú að aflýsa stefnumót-
inu! — Hvað, viltu það ekki ? Hversvegna
Framhald á bls. 7.