Vikan - 06.12.1951, Blaðsíða 12
12
VIKAN, nr. 47, 1951
sagði Rakksoll; og hann greip til byssunnar,
spennti gikkinn og hóf upp höndina.
„Kastið þér hnífnum frá yður,“ sagði hann
hörkulega.
,,Nei,“ svaraði hún.
,,E>á skýt ég.“
Hún beit saman varirnar.
„Sá skýt ég,“ sagði hann aftur. „Einn — tveir
— þrír.“
Bang, bang! Hann skaut tvisvar, en missti
hennar í bæði skiptin.
Spensa bliknaði ekki einu sinni. Rakksoll var
furðu lostinn — og hann hefði orðið enn meir
undrandi, ef hann hefði getað borið framkomu
hennar núna saman við skelfingu hennar kvöldið
áður, þegar Nella ógnaði henni með byssunni.
„Þér eruð huguð,“ sagði hann, „en það kemur
yður að engu gagni. Hvers vegna viljið þér ekki
leýfa okkur að halda áfram?“
1 reynd var hún ekki huguð; í huga hennar
barðist einungis ein skelfingin gegn annarri.
Hún var æðislega hrædd við byssu Rakksolls, er.
samt var hún ennþá hræddari við eitthvað annað.
„Hvers vegna viljið þér ekki leyfa okkur að
halda áfram?“
„Ég þori það ekki,“ sagði hún og titraði á
beinunum; „Tommi gerir þá út af við mig.“
Mennirnir sáu tárin streyma niður vanga
hennar. Theodór Rakksoll fór í hægðum sínum
úr yfirfrakkanum.
„Hérna viljið þér ekki bregða frakkanum utan
um yður,“ sagði hann og brosti lítið eitt. Því
næst stökk hann að Spensu og sveiflaði frakk-
anum yfir hana, náði síðan taki á höndum henn-
ar. Aribert prins kom strax til hjálpar.
Hún var yfirbuguð.
„Nú er allt í lagi,“ sagði Rakksoll. „Byssuna
hefði ég auðvitað aldrei getað notað, nema til
að hræðá hana.“
Þeir báru hana ósjálfbjarga upp stigann og
inn í svefnherbergi. Þar læstu þeir hana inni.
Hún lagðist örmagna í rúmið.
„Nú skulum við leita að veslings Áka,“ sagði
Aribert prins.
„Eigum við ekki að fara um allt húsið áður?“
sagði Rakksoll. „Kannski liggur einhver annar
í leyni fyrir okkur, og það er betra að gera út
af við hann fyrst.“
Prinsirin var því samþykkur, og þeir fóru um
allt húsið, en fundu engan. Því næst læstu þeir
útidyrurium og glugganum, sem þeir komu inn
um. Að því loknu héldu þeir aftur niður í kjall-
arann.
Én nú varð nýr trafali á vegi þeirra. Kjallara-
dyrnar voru auðvitað læstar. Hvei'gi sáu þeir
lykil, og dyrnar virtust þungar og sterkar. Þeir
hröðuðu sér upp í herbergið, þar sem Spensa var
lokuð inni. Hún lá hreyfingarlaus í rúminu. .
„Tommi hefur lykilinn," svaraði hún spurn-
ingu þeirra. „Tommi hefur lykilinn. Hann ber
hann á sér til öryggis."
„Hvernig færið þér þá fanganum matinn ?“
spurði Rakksoll með heift.
„Ég rétti honum matinn inn um rimlaglugg-
ann,“ svaraði hún.
Nú var úr vöndu að ráða. Auðsæilega sagði
manneskjan sannleikann. 1 þriðja skiptið héldu
þeir niður í kjallarann. Rakksoll reyndi dyrnar;
hann gat ekki einu sinni bifað þeim til.
„Við skulum reyna báðir í einu,“ sagði Ari-
bert prins. „Nú!“ Það brast i. „Aftur,“ sagði
prinsinn. Það brast i aftur, og nú lét efri hesp-
an undan. Þar með var þrautin unnin. Þeir tróðu
sér gegnum brakið af hurðinni og inn í klef-
ann til Áka prins.
Hann sat ennþá á stólnum. Hávaðinn af bar-
smíðum þeiira virtist ekki hafa vakið hann af
drunganuria, en þegar Aribert prins talaði til
hans á þýzku, hóf hann upp höfuðið.
„Viltu ekki koma með mér, Áki?“ spurði Ari-
bert prins. „Þú ert frjáls."
„Leyfðu mér að vera í friði," svaraði hinn
ókunnuglega; „leyfðu mér að vera i friði. Hvað
yiljið þið mér?“
„Við erum komnir til að hjálpa þér út úr þessu
greni," sagði Aribert blíðlega. Rakksoli stóð til
hiiðar.
„Hver er þetta?“ sagði Áki snögglega.
„Þetta er vinur minn Rakksoll, Englendingur
— nei, hérna, Ameríkumaður — honum eigum
við mikið að þakka. Eigum við ekki að koma
og fá okkur eitthvað að borða, Áki?“
„Nei,“ svaraði Áki þrákelknislega. „Ég er að
bíða eftir henni. Hélduð þið kannski, að einhver
hefði lokað mig hér inni gegn vilja mínum? Það
er ekki rétt. Ég er bara að bíða eftir henni. Hún
sagðist ætla að koma aftur.“
„Hver er hún?“ spurði Aribert í léttum tóni.
„Hún! Veiztu það ekki! Nei, auðvitað veiztu
það ekki. En þú mátt ekki spyrja, Aribert minn.
Hún er með rauðan hatt.“
„Ég skal fara með þig til hennar, Áki minn.“
Aribert lagði hönd sína á öxl honum, en Áki
hristi hana af sér, stóð á ftæur og settist siðan
aftur.
Aribert leit til Rakksolls. Svo litu þeir báðir
ó Áka. Hann var rauður i andliti, Rakksoll tók
eftir því, að sjáaldrið í vinstra auga hans var
þandara en í því hægra. Maðurinn starði fram
fyrir sig, muldraði undarlegar, samhengislausar
setningar, það rumdi í honum annað slagið, vældi
í honum hitt.
„Hann er eitthvað ruglaður," hvíslaði Rakk-
soll á ensku.
„Suss!“ sagði Aribert. „Hann skilur ensku.“
En Áki prins tók ekkert eftir þessum orðaskipt-
um.
„Við verðum að koma honum einhvern veg-
inn upp á loft," sagði Rakksoll.
„Já,“ svaraði Aribert. „Áki, konan með ’rauða
hattinn, lconan, sem þú bíður eftir, er uppi á
lofti. Hún sendi okkur niður til acj biðja þig
að komá upp. .Ætlarðu ekki að koma?“
„Drottinn minn!“ hrópaði veslings maðurinn
upp yfir sig, eins og í vanmáttugri angist.
„Hvers vegna sagðirðu mér þetta ekki fyrr?“
. Hann reis á fætur, hraðaði sér i átt til Ariberts
og stakkst síðan á höfuðið. Hann var fallinn í
óvit. Þeir lyftu honum upp, báru hann upp stein-
þrepin og lögðu hann varkárlega í sóffann.
Hann lá kyrr, það snörlaði i nefi hans, augun
voru lokuð, fingur hans krepptir; öðru hvoru
fóru kippir niður eftir líkama hans.
„Við verðum að ná í lækni,“ sagði Aribert.
„Ég skal gera það," sagði Rakksoll. 1 sömu
svifum heyrðu þeir, að barið var á gluggann,
bácir hrukku þeir í kút og litu svo við. Stúlku-
andliti var þrýst upp að rúðunni. Það var Nella.
Rakksoll opnaði gluggann, og hún tildraðist
inn.
„Þá hafði ég upp á ykkur," sagði hún glað-
lega; „þið hefðuð átt að láta mig vita, þegar
þið fóruð. Ég gat ekki sofið. Svo spurði ég hótel-
fólkið, hvort þið hefðuð farið í rúmið, en það
sagði nei; og þá laumaðist ég út. Svo gat ég
mér til þið hefðuð farið hingað." Rakksoll fór
að atyrða hana fyrir að hafa gert þetta, en
hún greip fram í fyrir honum, benti á mann-
inn í sóffanum og sagði: „Hver er þetta?"
„Þetta er frændi minn, Áki prins," sagði Ari-
bert.
„Særður?" spurði hún.
„Hann er veikur," sagði Rakksoll, „heilinn
hefur bilazt."
Nella fór höndum um máttvana líkamann á
sóffanum. Hún virtist öllu vön.
„Hann er með heilabólgu," sagði hún. „Það
er nú ekki annað, en samt getur það verið nógu
bölvað. Ætli sé ekki einhvers staðar hægt að
finna rúm í þessu húsi?“
18. KAFLI.
Svo Jcemur nóttin.
„Hann verður að liggja þar, sem hann er
kominn," sagði litli, dökkleiti, belgíski læknir-
inn og pírði spotzkur út undan gieraugunum;
og hann sagði þetta af miklum þunga.
Og þessi orð útkljáðu ágreining þeirra. Auk
þess staðfestu þau hæfni Neliu sem sjúkdóms-
greinanda, því að hún hafði sagt þeim þetta
sama rétt fyrir komu læknisins. Þau höfðu nefni-
lega verið allt annað en sammála, áður en þau
Ofan til vinstri: Er hægt að verða ölvaður af því að anda að sér lyktinni af áfengi? Nei. —
Neöan til vinstri: Ævi rauðbrystingsins er 10—15 ár. —Til hægri: Loftsteinninn, sem féll í Síberíu
árið 1908, felldi tré, sem voru i 60 mílna fjarlægð frá þeim stað, sem hann féll á.