Vikan


Vikan - 10.01.1952, Page 9

Vikan - 10.01.1952, Page 9
VIKAN, nr. 2, 1952 9 Steve Nelson, sem er kommún- isti, var stefnt fyrir rétt 31. ágúst. Hann er frá Pennsylvaníu og hafði nýlega lent í bifreiðaslysi, þegar myndin var tekin. Eins og sjá má mun hann hafa slasazt talsvert, þar sem hann gengur við hækjur. FRETTA- MYJVRIR Eric Johnston, sem var ráðunautur bandarísku ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum, lætur Justin Miller dómara vinna eið sinn sem for- seta efnahagsmálanefndarinnar. Frú Theresa Butler, 60 ára gömul, i San Francisco, hafði verið álitin dáin í tíu klukku- stundir, þegar læknum tókst að lífga hana við. Frú Butler hafði tekið svefnpillu, og hún fór að draga andann aftur einmitt þegar átti að flytja hana í líkhúsið. Dr. Roberto Urdaneta Arbalaez heldur á veldissprotanum í hendi sér skömmu eftir að hafa unnið • embættiseið í Bogota sem vara- forseti Colombia. Hann mun gegna stöðunni í veikindum Gom- ezar forseta. MichaeL Kavanagh, 3 ára, og systir hans, Theresa, 5 ára, horfa á mynd af amerísku kviltmyndaleikkonunni, Jane Russell. Þau eiga heima í London. Eftir að móðir þeirra hafði gefið kvikmyndaleikkonunni litla bróður þeirra, 15 mánaða gamlan, flaug hann með ungfrú Russell til Bandaríkjanna. Hún segist ekki sjálf ætla að annast uppeldi hans, en ætlar að finna honum gott heimili vestan hafs. Þreyttur Suður-Kóreumaður fær sér ökuferð með sprengjufarmi á ameríslium flugvelli í Kóreu. Þessi farmur lenti skömmu síðar í hendur Norðanmanna.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.