Vikan


Vikan - 10.01.1952, Blaðsíða 13

Vikan - 10.01.1952, Blaðsíða 13
VIKAN, nr. 2, 1952 13 Skelfingu lostinn starði læiíisveinn galdramannsins a það, sem hann hafði gert — ó, bara að hann hefði ekki í heimsku sinni galdrað sópinn lifandi — hvað mundi verða um hann, þegar galdramaðurinn kæmi heim og sæi eyðilegginguna ? , 1 örvilnan sinni greip hann öxina enn á ný og hjó og hjó í blindni — en uh-ha, við hvert högg myndaðist einn sópur enn — nýr sópur, sem þegar hélt af stað til að sækja vatn í fötuna sína. Upp og niður stigana — niður í kjallarann eftir vatni, upp með það til að hella því í stóra kerið í eldhúsinu ó- þreytandi sópar undu sér ekki nokkurrar hvildar. Niðri í kjallaranum var ös við brunninn — einn sópur- inn tók við af öðrum endalaust, og það var varla nokkur þurr blettur til í höllinni. Buffalo Bill Litla lestin fer yfir gras- sléttuna og hefur ekki hug- mynd um að Indíánarnir liggja í leyni. Sandy: Indíánarnir! Buf- falo Bill: Eg átti von á því! Bóndinn: Það er enn langt til bæjar. Sandy: Það er úti um okkur Buffalo Bill. Buffalo Bill: Þeim skal nú ekki verða kápan úr því klæðinu. Biblíumyndir 1. mynd: En Jetró prestur í Midianslandi, tengdafaðir Móse, heyrði allt það, sem Guð hafði gjört Móse og lýð sínum í Israel, að Drott- inn hafði leitt Israel út af Egypta- landi, þá tók Jetró Zipporu konu Móse —- hafði hann sent hana aftur — og tvo sonu hennar. 2. mynd: Daginn eftir settist Móse til að mæla lýðnum lögskil, og stóð fólkið frammi fyrir Móse frá morgni til kvelds. Þá sagði tengdafaðir Móse við hann: Eigi er það gott, sem þú gjörir . . . Þetta starf er þér um megn; þú fær því ekki afkastað einn saman . . . . og þú skalt velja með- al fólksins dugandi menn og guS- hrædda, áreiðanlega menn og ósér- plægna, og 'skipa þá foringja yfir lýðinn .... öll hin stærri mál skulu þeir láta koma fyrir þig, en sjálfir skulu þeir dæma í öllum smærri málum. 3. mynd: Gekk Móse þá upp til Guðs, og kallaði Drottinn til hans af fjallinu og sagði: Svo skalt þú segja Jakobs niðjum og kunngjöra Israels- mönnum: Þér hafið sjálfir séð, hvað ég hef gjört Egyptum . . . Nú ef þér hlýðið minni röddu . . . þá skuluð þér vera mín eiginleg eign um fram allar þjóðir . . . Og Móse fór . . . og flutti þeim öll þau orð, er Drottinn hafði boðið honum. Þá svaraði allur lýð- urinn einum munni og sagði: Vér viljum gjöra allt það, sem Drottinn býður. 4. mynd: En á þriðja degi, þegar ljóst var orðið, gengur reiðarþrum- ur og eldingar og þykkt ský lá á fjallinu og heyrðist mjög sterkur lúðurþytur. Skelfdist þá allt fólkið sem var í búðunum . . . Þeir sögðu þá við Móse: Tala þú við oss og vér skulum hlýða. tJr áttum ymsum Menn meta mikils þá, sem komast fljótt áfram í heiminum; en sann- leikurinn er sá, að ekkert lyftist auð- veldlegar upp en ryk, strá og f jaðrir. t ; t Það er betra, að mennirnir hreki þig frá sér, en að börnin forðist þig. — (R. H. Dana).

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.