Vikan


Vikan - 31.01.1952, Blaðsíða 3

Vikan - 31.01.1952, Blaðsíða 3
VIKAN, nr. 5, 1952 3 Harmleikur og hinn óbreytti maður. Eftir AKTHUR MILLEK. (Þetta er útdráttur úr formála Millers að leikritinu Sölumaður deyr, sem birtist :í leikritaútgáfu The New York Times, 27. febrúar 1949.) Á þessum tímum eru fáir harmleikar ritaðir. Oft hefur verið haldið fram, að fæð þeirra stafi af því, hve hetjur eru sjaldgæfar orðnar meðal okkar, eða að öðr- um kosti hafi efagimi vísindanna sogið merg úr átrúnaðarhneigð nútímamannsins, og hetjuátök í lífinu geti ekki nærzt af gætni og íhygli. Við erum af einhverjum á- stæðum álitnir harmleik lægra settir — eða harmleikur yfir okkur hafinn. Hin ó- hjákvæmilega lokaályktun hlýtur vera sú, að harmleikaformið sé úrelt, hæfi aðeins fólki af hæstu stigum, kóngum eða kon- unglegum, og þar sem þessi viðurkenning er sögð í færri orðum en hér, felst tíðast sama meining að baki. Ég held, að hinn óbreytti maður sé konungum jafnhæf uppistaða í harmleik, i þess orðs æðstu merkingu. Ef að er gætt, ætti þetta að vera auðsæilegt í skini nú- tímasálsýkisfræði, en hún byggir könnun sína á notkun klassískra hugtaka, til dæm- is Ödipusduldar og Orestesduldar, sem kenndar eru við konunglegt fólk, þó þær engu að síður sæki að hverjum, sem vera vill, við ákveðnar sálfræðilegar aðstæður. Ennfremur hikum við ekki að ætla stig- háu og tignu fólki sömu geðshræringar og því lægra setta, þegar harmleikum er haldið utan umræðuefnis. Og að lokum er ■erfitt að skilja, hversvegna múgur mann- kyns skuli hafa metið harmleika öllum öðrum leikformum framar, ef eldskírsla harmrænnar spennu er í raun og veru munaður hinna tiginbornu, sem aðrir hafa ekki hneigð til að veita sér. Ég held megi segja það almenna reglu — ef til vill eru einhverjar undantekn- ingar mér ókunnar — að hin harmræna tilfinning vakni í brjóstum okkar, þegar við erum í nærveru manns, sem er óðfús að fórna lífi sínu til að tryggja einn hlut ■og aðeins einn — sjálfsvirðingu sína. Frá Orestes til Hamlets, Medeu til Makkbeðs hafa rætur togstreytunnar verið fólgnar í viðleitni einstaklingsins til að öðlast „verðskuldaða“ stöðu í þjóðfélaginu. Stundum hefur hann verið sviptur þeirri stöðu, stundum leitast hann við að höndla þá stöðu í fyrsta sinn, en sú und, sem verður uppspretta hinna óhjákvæmilegu atburða, er und niðurlægingarinnar, og helzta afrás hennar er reiðin. Harmleikur er því afleiðing framknúinnar ástríðu mannsins til að meta sjálfan sig rétt. Harmleikar fjalla um ákveðinn mann, hetju, og hann (harmleikurinn) afhjúpar ævinlega það, sem kallast hinn „harm- ræni þverbrestur" hetjunnar, skapgerðar- galla, sem er alls ekki einkennandi fyrir miklar eða tiginbornar persónur. Ekki er það heldur endilega neinn veikleiki. Þver- bresturinn er í raun og veru ekkert annað — og þarf ekki að vera neitt annað en meðsköpuð ófýsi persónunnar til að leiða hjá sér það, sem hann álítur vera árás á sjálfsvirðingu sína: ímyndaða, verðskuld- aða stöðu sína í lífinu. Aðeins hinir að- gerðalausu, þeir sem meðtaka hlutskipti sitt án mótspyrnu, eru „þverbrestalausir". Og flestir okkar eru úr þeim hópi. En margir eru til nú á dögum, eins og raunar alltaf, sem grípa til vopna gegn niðurlægingaröflunum, og í þeim hildar- leik riðar að falli og prófast til þrautar allt það, sem við höfum sótt í skaut ótt- ans eða fávísinnar eða heimskunnar, og af þessum allsherjar samljóstri einstaklings við ímyndað, staðfast ástand kringum- stæðna — af þessari allsherjar prófraun hins „óbreytanlega" umhverfis — sprett- ur hrellingur sá og ótti, sem hefð sam- kvæmt er tengt harmleikum. Mikilvægar er þó, að við lærum af þess- ari allsherjar svarsleitun við því, sem áð- ur var látið ósvarað. Og slíkur lærdómur er hinum óbreytta • manni ekki ofviða. Hann hefur hvað eftir annað leitt í ljós þessa innri hræringu harmleiks í byltingum síð- ustu þrjátíu ára víðs vegar um heim. Kröfur þær, sem gerðar eru til mann- virðinga, eða hinnar svonefndu stéttgöfgi persónunnar, heyra því einungis til ytra forms harmleiksins. Ef mannvirðing eða stéttgöfgi væri nauðsynleg hetju í harm- leik, svo hlyti misklíðarefni hennar við stétt sína verða aðalmisklíðarefni harm- leiksins. En vissulega vekur ekki lengur ástríður okkar réttur eins þjóðhöfðingja til að hrifsa landskika frá öðrum, né held- ur er réttlætiskennd okkar sú sama nú og á dögum Shakespeares. 1 slíkum leikritum er gildið fólgið í hin- um þjakandi ótta við að verða niðurlægð- ur, — ógæfunni, sem hlýzt af burtsvipt- ingu kosmyndar okkar af sjálfum okkur, stöðu og tilgangi í heiminum. Með nú- tímamönnum er þessi ótti jafnáleitinn, ef ekki áleitnari en á fyrri tímum. Og reynd- in er sú, að hinn óbreytti maður þekkir þennan ótta öllum nánar. Og ef það er rétt, að harmleikur sé af- leiðing framknúinnar ástríðu mannsins til að meta sjálfan sig rétt, svo hlýtur glötun hans í þeirri viðleitni leiða í ljós eitthvert rangt eða illt afl í umhverfi hans. Og ein- mitt þetta er siðfræði harmleiks og lær- dómur. Uppgötvun siðfræðilegs lögmáls, en í því er menntunargildi harmleiks fólgið, er ekki hið sama og uppgötvun ein- hverra óhlutstæðra eða háspekilegra hug- taka. Hin harmrænu átök móta sérstaka lífs- aðstöðu, lífsaðstöðu, sem hefur þroskandi áhrif á persónuleika mannsins og gerir honum fært að skýrgreina sjálfan sig. Röng er sú aðstaða, sem þrúgar manninn, hindrar útstreymi ástar hans og sköpunar- hneigðar. Harmleikur þroskar — og hann hlýtur gera það, þar sem hann bendir tröllauknum fingrum að óvinum frelsis- ins. Umönnun fyrir frelsi er sú eigind, sem hefur harmleik upp í æðra veldi. Bylting- arsinnaðar spurningar um þolgott um- hverfi skelfa. Hinn óbreytti maður er að engu leyti sneyddur slíkum hugsunum né gerðum. Ég hef verið lostinn misskilningi nokkr- um í einum leikdómi af öðrum, sömu- leiðis í viðtölum við rithöfunda og lesend- ur. Það er sá misskilningur, að harmleik- ur hljóti vera bölsýnn. Orðabókin segir ekkert annað mn orðin en það tákni sögu með dapurlegum eða ógæfusamlegum endi. En þessi misskilningur er svo gróinn, að ég veigra mig næstum við að fullyrða að í sannleika krefjist harmleikur meiri bjart- sýni af höfundi sínum en gamanleikur og að lokaniðurstaða harmleiks ætti að vera alefling björtustu skoðana áhorfandans um manninn. Því að sé það rétt, að í innsta eðli ein- beiti hetja harmleiksins sig til að krefj- ast að fullu réttar síns sem einstaklings, og ef þessari kröfu er framfylgt afdrátt- arlaust og án undanbragða, svo hlýtur þetta jafnframt leiða í ljós ævarandi vilja mannsins til að hefja sjálfan sig til mann- dóms. Og skrýtið er það, þó að það segi sína sögu, að harmleikarnir eru þau leikrit, sem við dýrkum öld fram af öld. 1 þeim, og í þeim einum, er fólgin trú — bjartsýn, ef óskað er — á fullkomleika mannsins. Ég held tími sé kominn fyrir okkur, sem höfum tapað öllum konungum, að taka upp aftur þennan rauða þráð í sögu okkar og draga hann nú um þá einu staði sem færir eru nú á tímum: hug og hjarta hversdagsmannsins. Smákafli úr grein eftir sálsýkisfræð- ingiim D. E. Schneider um leikritið „Söhunaðiu' deyr“. Leikritið hefst með sígildri aðferð: á tímamótum í lífi söguhetjunnar. Og þeg- ar í byrjun koma fram sannfærandi tákn- anir fyrir aðalefni leikritsins: Sölumað- urinn rogast heim með tvær beyglaðar, svartar sýnishornatöskur, og þær eru hans kross. Þær eru eins og synirnir tveir, sem hann hefur burðast með gegnum lífið; þær eru byrðar, sem okkur langar til hann leggi virðulega frá sér, en næstum á auga- bragði skynjum við, að þær munu í þess stað leggja hann í gröfina. Það er auðsætt þegar af fyrstu orðum hans, að hann hef- ur misst vald á þeim, eins og hann hefur misst stjórn á sonum sínum, bílnum og huga sjálfs síns. Exi lokauppgjörs — sturlunar og sjálfsmorðs — er tekin að falla. Og þegar í byrjun komumst við líka að því, að eldri bróðir hans Ben, maður- inn, sem lagði í hættu og hlaut auð, er lát- inn. Ben verður síáleitnari hinum sundur- kramda huga hans, eftir því sem á leik- ritið líður. Kvikmyndin: „Sölmnaður deyr“. (Sjá mynd á bls. 2). Leikrit Arthurs Millers „Sölumaður deyr“ hlaut verðlaun bæði hjá Pulitzer og Leikrýna- hringnum, enda er í kvikmyndinni farið lotning- arfullum höndum um textann, hann lítið sem ekki breyttur. En hinn ótrauði harmleikur Mill- ers um Willy Loman, um manninn sem lætur framadrauminn leiða sig til glötunar, er djarfur og óvenjulegur fyrir Hollywood, sem oftast reis- ir vinsældir kvikmynda sinna á draumum. En þvi miður, er þetta líka misheppnuð kvikmynd. Útkoman hefði verið mun betri, ef framleið- andinn, Stanley Kramer, hefði hvikað meir frá handriti Millers. Á sviðinu talaði hinn niður- brotni sölumaður Loman við sjálfan sig í fullri rómhæð, í kvikmyndinni gerir hann það líka. Og þess vegna virðist sölumaðurinn (Fredric March leikur hann) svo sturlaður, að örðugt er að trúa, hversvegna kona hans og synir hafi ekki komið honum á vitfirringahæli. Það er að mestu leyti Miller sjálfum að þakka, að eitthvað af upprunalegum krafti leiksins skuli finnast í myndinni. Mildred Dunnock leik- ur konu Willys. Cameron Mitchell leikur daðurs- soninn. Howard Smith öfundaða grannann. Kevin McCarthy leikur soninn, sem sér í gegnum Willy. Fredric March í aðalhlutverkinu er sú flís leik- ritsins, sem allt ris við. Aldrei hverfur úr huga áhorfanda, að þarna er leikari, sem stritar mikið við að reyna að leika, og stundum verða umbrot March svo ofboðsleg, að engu er líkara en hann sé að leika fylliraft. (Lauslega þýtt úr Time).

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.