Vikan


Vikan - 31.01.1952, Blaðsíða 5

Vikan - 31.01.1952, Blaðsíða 5
VIKAN, nr. 5, 1952 5 Æ veiðum SAKAMÁLASAGA „Grunur ykkar byggist ekki á neinu sérstöku," sagði dr. Luddington. „Og þar að auki er ung- frú Poore þegar búin að segja ykkur allt, sem hún veit viðvíkjandi málið.“ Nú fór Henley lögregluforingi að verða óþolin- móður. „Já, ef þið krefjist þess, að ég fari, þá fer ég auðvitað, en þar af leiðandi neyðist ég til að biðja ungfrú Poore að koma með mér á lögreglu- •stöðina." Karólína reis snögglega á fætur. „Komdu, Tom,“ sagði hún biðjandi. „Komdu, Pitz." „Mundu að þú getur neitað að svara spurn- ingum, sem þú vilt ekki svara, Sue,“ sagði Fitz. „Þú skalt passa þig, að þeir leggi ekki fyrir þig gildrur." „Ég legg ekki gildrur fyrir neinn,“ sagði Henley. Karólína dró dr. Luddington með sér til dyra •og lagði hönd sina biðjandi á handlegg Fitz. Hótun Henleys um handtöku hafði skelft hana. Sue lét fallast i stól Karólínu. Fætur hennar skulfu. Henley lögregluforingi reis á fætur og gekk hermannalega út að dyrunum og lokaði þeim. „Það er framorðið," sagði Wilkins. „Ég skai sjá um, að þér komizt á lestarstöð- Ina í tæka tíð.“ Henley settist aftur. „Ég veit, nngfrú Poore, að þér hafið sagt vitneskju yðar •oftsinnis áður. En mér þætti vænt um, ef þér vilduð endurtaka hana einu sinni enn.“ „Því má ég þá ekki segja frá öllu?“ „Jú, gerið þér það.“ „En þér heyrðuð það allt við réttarhöldin. Þér •ættuð að geta lesið það allt í réttarskjölunum." „Við höfum litinn tima til stefnu, ungfrú Poore." Sue hélt ennþá á hatti sínum. Nú lagði hún hann frá sér á borðið." „Hvar á ég að byrja,“ sagði hún. „Byrjið á kvöldinu, þegar Ernestina var myrt, Jægar hún hringdi til yðar og bað yður að koma til sín, eins og þér hafið sagt okkur áður.“ „Já . . . já, hún gerði það. Þér efizt þó ekki om það . . . ?“ „Gerið svo vel að halda áfrám, eins og ég viti ekkert. Wilkins lögregluforingi veit það ekki út í æsar. Ef þér hafið gleymt einhverjum smá- atriðum í fyrri frásögn yðar, þá ættuð þér helzt að láta þau fylgja með núna.“ Henley stóð áhyggjufullur á fætur og tók að ganga um gólf. „Það er bezt ég segi yður allt eins og, er. Þér hafið heyrt frá tilvísun kviðdómendanna?“ „Já." „Er yður ljóst við hvað þeir áttu með tilvís- uninni?" „Ég . . . já, ég var þar.“ „Þér hljótið að skilja, að tilvísunin táknaði næstum sama sem handtökuskipun," sagði Wilkins. „Já, en ég hef ekki, ég var ekki . . „Augnablik, Wilkins lögregluforingi," sagði Henley. „Mig langar að gefa nánari skýringu." Wilkins hallaði sér aftur í stólnum með fyrir- litningaraugnaráði. Henley gekk um gólf og hélt síðan áfram: „Fyrir réttarhöldin reyndum við með spumingum okkar að finna sannanir gegn Jed Baily, sannanir, sem réttlættu handtöku hans. En nú er allt öðru máli að gegna. TJr því að það var ekki hann, sem myrti hana, þá hlýt- ur óhjákvæmilega einhver annar að hafa gert FORSAGA: Jed Baily stendur fyrir rétti í smábænum Bedford, kærður fyrir að hafa myrt konu sína, Ernestínu. Hún benti á hann sem morðingja sinn skömmu áður en hún dó með skot í hryggnum. Að þrem dögum liðnum er kveðinn upp dómur. 1 ræðu sinni segist ákærandi álíta fornvinu hinnar myrtu, Sue, meðseka. Eitz, trúr vinur Sue, ekur henni heim til sin, skömmu áður en dóm- ur er kveðinn upp. Og þar biður hann hennar. En Sue segir óljósum orðum, að hún sé bundin Jed. — Jed er sýknaður, og stuttu siðar kemur hann heim til Fitz ásamt Kamillu, systur Ernestínu, Þá slær í hart milli Jeds og Fitz. Að áliti Fitz merkir sýknun Jeds ekki, að lög- reglan hafi fellt niður málið. — Það kemur boð frá Korólinu, frænku Sue. Hún vill, að Sue komi þegar í stað heim. Fitz ekur henni þangað. Hennar bíða tveir lögreglumenn, Wilkins og Henley, og dr. Luddington. Lögreglumennirnir vilja fá að yfirheyra Sue og ógna henni með handtöku. það. Þér voruð í húsinu. Þér voruð nærstödd. Allt, sem þér vitið, getur orðið til styrktar fyrir yður sjálfa. Mér þykir leitt að hræða yður, en . . .“ Wilkins mjakaði sér óþolinmóðlega til í stólnum, en Henley hélt stöðugt áfram: „Ef til vill getið þér veitt okkur þær upplýsingar, sem beina okkur í rétta átt. Gleymið öllu öðru, en segið okkur allt og eins rétt og þér vitið." Hann kom þó vel fram við hana, og Sue þótt- ist sjá, að Wilkins væri lítið hrifinn af. „Þakka yður fyrir, Henley lögregluforingi, ég þykist vita, við hvað þér eigið.“ „Gott.“ Hann settist og krosslagði fæturnar: buxnaskálmarnar voru ákaflega þröngar. Sue greip andann á lofti. „Ernestína hringdi í mig snemma um kvöld- ið. Það var allt mjög óljóst, sem hún sagði." Og hún hafði sagt þetta allt áður, setningarnar höfðu tekið á sig fast form. „Þetta var á mið- vikudegi — daginn fyrir Dobberly-veiðarnar." „Og höfðuð þér verið á veiðum?" „Já. Ernestína . . .“ Hún vissi, hvernig næsta spurning mundi hljóða, og flýtti sér að svara henni fyrirfram. „Ég man ekki eftir, að við töl- uðum neitt saman, ekki neitt sérstakt á ég við. Og ekki get ég munað, að hún hafi verið öðru vísi en hún átti sér. Við fórum oft á refaveiðar, en enginn var drepinn í þetta skipti (Nema Emestína. Það var Ruby, sem hafði sagt það.) Það var liðið á daginn, þegar hundarnir fundu refaslóð fyrir neðan skólann í Dobberly. Við riðum á eftir þeim í hálfan tíma, og svo geystust hundarnir yfir hæðirnar handan við Hollow Hill. Ég var aftarlega í hópnum. Ég hef alltaf verið hálfgerður klaufi á hesti, og auk þess hef ég lengi verið að heiman . . .“ Henley greip fram í fyrir henni: „Ungfrú Poore hefur dvalizt í New York. Hún kom ekki hingað fyrr en í haust og hefur síðan búið hjá frænku sinni." Sjá mátti á andliti Wilkins, að hann hugsaði, að Sue hefði verið fyrir beztu að vera bara áfram í New York. En hann sagði ekkert. Sue lék áfram hlutverk sitt, hún kunni það orðið utan að; það var eins og hún væri uppi á sviði, nema hér voru engin leiktjöld og engir áheyr- endur nema lögreglumennirnir: „Ég var dauð- þreytt, og svo kom hellirigning. Mig langaði ekkert til að sjá fyrir endann á veiðunum, hugs- aði þeir yrðu að elta refinn yfir hæðirnaj-, svo Ný framhaldssaga: efiir MIGNON G. EBERHART 5 að ég hélt bara heimleiðis. Og ég var ekki bú- inn að vera heima meira en svona einn klukku- tíma, þegar síminn hringdi. Það var Emestína, og hún vildi endilega, að ég kæmi við í Duval Hall á leið til veiðiveizlunnar." „Var það ball?“ spurði Wilkins með liksöngs- rödd. „Nei, eiginlega ekki, en þó átti að dansa á eftir.“ Allt í einu sá Sue sjálfa sig í smargaðsgræn- um taftkjól og stuttri pelskápu á leið til morð- staðarins. Wilkins vissi auðheyrilega meira um helztu málsatriði en hann og Henley höfðu látið upp- skátt í fyrstu. „Sagði frú Baily, hvers vegna hún vildi þér kæmuð?" spurði hann. Þeir höfðu oftsinnis spurt hana að þessu. „Nei,“ svaraði Sue. „Grunaði yður, hvað það væri?“ „Nei.“ „Hvernig virtist yður hún í símanum?" Hér hafði Shepson beðið hana að gæta sín, en svar hennar var þá sem nú í fullu samræmi við sannleikann: „Hún var stuttaraleg, eins og hún ætti eitthvað erfitt. Samtalið var mjög fá- ýrt.“ Wilkins sýndist efagjarn í framan. „Nú, og hvað gerðist svo?“ sagði Henley. „Ég fór til Duval Hall strax og ég var búin að skipta um föt. Ég fór í bílnum hennar Karó- linu frænku, þvi að ég hugsaði mér að snúa við aftur og sækja hana. Ég stanzaði bílinn fyrir utan hliðið . . .“ „Hvers vegna gerðuð þér það?“ spurði Henley. Það vissu báðir mennirnir ósköp vel. En engu að síður var erfitt fyrir stúlkuna að segja þeim ástæðuna. „Jed kom út á móts við mig eftir stígnum, sem liggur heim að húsinu. Hans bíll stóð líka fyrir utan húsið. Hann horfði á mig. Hann sagð- ist langa að tala við mig.“ Varir hennar voru þurrar. „Og svo genguð þið til kabanans,“ sagði Henley. Hún kinkaði kolli. „Hvers vegna gerðuð þið það?“ „Hann sagðist þurfa að tala við mig. Og ég þurfti líka að tala við hann.“ „Kabani? Hvar er þessi kabani? I átt frá húsinu, meina ég,“ spurði Wilkins. Það hafði verið skýrt við réttarhöldin. Teikn- að var kort af landareigninni, og það var siðan sýnt kviðdómendunum. Sue mundi allar vega- lengdir núna. Áður hafði hún ekkert vitað. „Hann er um það bil hundrað metra frá húsinu. Hjá honum er lítil tjörn. Fólkið, sem Jed keypti húsið af, hafði látið reisa hann. Kabaninn er um sex metrum fjær húsinu en tjörnin. „Það eru runnar umhverfis og margs konar sígræn tré,“ sagði Henley. „Umhverfis íbúðar- húsið eru einnig þéttir runnar, og kabaninn sést ekki frá húsinu, né öfugt. En stígurinn liggur beint frá húsinu til hliðsins, og hliðið sést greini- lega, jafnvel í þokuveðri.“ „Þér fóruð þá með Baily niður til kabanans,“ sagði Wilkins. „Þér hafið auðvitað ekki viljað að þér sæjust. Og hvað gerðist svo i þessum ágæta kabanaV‘ 5. KAFLI. Sífelldlega höfðu menn nurnið staðar við þennan kabana i réttarhöldunum. Leitarljósinu

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.