Vikan


Vikan - 12.06.1952, Blaðsíða 6

Vikan - 12.06.1952, Blaðsíða 6
6 VIKAN, nr. 23, 1952 um að hann væri vakandi. Hinn mikli móttöku- salur var álíka stór og Waterloo járnbrautarstöð- in, með bita í lofti og geysistóra glugga. 1 hin- um enda salsins sat Everdon lávarður, hinn átt- undi í röðinni, í hásæti miklu. Hann hékk þarna kæruleysislega og reykti vindling með löngu munnstykki. 1 þyrpingu í kringum hann voru flestir gæðingar hans og vildarvinir. Mac hafði á tilfinningunni að hann væri að horfa í ranga endann á sjónauka, svo fjarlægur fannst honum hópurinn. Á ýmsum öðrum stöðum í salnum voru smáhóp- ar prúðbúins fólks, ýmist sitjandi eða standandi, — sjálfsagt aðallega boðsgestir lávarðarins. Þetta var flest ungt fólk og leit heldur illa út — piltarnir gráir og guggnir og stúlkurnar mál- aðar og móðursýkislegar. A meðan Williams gekk inn eftir salargólfinu, hálffeiminn og utangátta, var hann að hugsa um að ef þetta fólk væri kom- ið í sextándualdar búninga, þá sæi hann þarna sanna mynd af lénsherrum miðaldanna og hin- um flaðrandi hirðaðli. Allt fólkið var aS tala saman glaðlega og hlæj- andi og gaf engan gaum að hinum nýju gestum. Williams var mjög gramur sjálfum sér fyrir það að hann var ekki alveg laus við feimni og minni- máttarkennd. Hann hafði ekki búizt við þessu leiða þrammi inn eftir salargólfinu, — en það þurfti mikið til að láta hinn þrekmikla yfir- foringja fara hjá sér. Að lokum stóðu þeir Davidson beint fyrir fram- an hásæti lávarðarins. Undirforingjanum kom snöggvast sú heimska í hug, að hann ætti að hneygja sig, en hann gerði þó ekki annað eh stara. Hið fjarstæðukennda í þessu öllu fór í taugarnar á honum. „Jæja þá, svo þér eruð hinn frægi Williams yfirforingi ?" sagði Everdon hægt og letilega, og leit á Williams með föðurlegum svip. „Einn færasti maður rannsóknarlögreglunnar, er mér sagt? Ég verð að viðurkenna, að ég verð fyrir vonbrigðum; þér líkist ekki mikið því sem leyni- lögregluþjónn ætti að vera. Og þessi —'hver er -hann?" Hann bandaði hendinni letilega í áttina til Davidson. „Davidson undirforingi, aðstoðarmaður minn," sagði Williams stuttaralega. „Svo yður fannst nauðsynlegt að hafa aðstoð- armann með yður ? Jæja, ef til vill var það heppi- legt. Rannsókn þessa máls gæti reynt skarp- skyggni yðar til hins ýtrasta." Williams hafði litið yfir hópinn. Hann var nú búinn að ná fullu jafnvægi, og háðslegt bros lék um varir hans. Þessi heimskulega sýning hafði verið „sett upp" fyrir hann sérstaklega. „Mér skilst, Everdon lávarður, að þér hafið ekki kært málið til lögreglunnar hérna?" sagði hann í þurrlegum embættisrómi. „Kannski þér skýrið mér nákvæmlega frá tjóni yðar. Aður en ég byrja rannsóknina, verð ég að fá vitneskju um einstök atriði. Jafnvel Scotland Yard getur ekki miklu áorkað nema fulltrúar hennar fái nákvæm- ar upplýsingar. Þegar allt kemur til alls, er ég enginn galdramaður." Það var einhver háðskur hreimur í rödd yfir- foringjans, sem vakti gremju lávarðarins og kom honum til að setja á sig fólskusvip. Nokkrir gest- anna virtust furða sig — eins og þeir hefðu bú- izt við að Williams hegðaði sér öðruvísi. „Mér fellur ekki sem bezt framkoma yðar, maður minn," sagði Everdon höstuglega. „Þetta mál er mjög alvarlegt frá mínu sjónarmiði. Atta gestir mínir, allt konur, hafa glatað ýmiskonar skartgripum. Hlutirnir voru horfnir i morgun og ég hef nokkra ástæðu til að halda að einn þjóna minna sé þjófurinn. Þetta er allt og sumt sem ég get sagt yður. Þér eruð leynilögreglumaður; gerið því svo vel að hefja rannsóknir yðar. Ég vænti árangurs." Grunur Williams, sem hafði komið upp hjá hon- ura áður en hann fór frá Scotland Yard, fékk enn meiri stuðning af orðum lávarðarins. Hann vissi nú með fullri vissu, að enginn þjófnaður hafði verið framinn, heldur hafði Everdon lávarð- ur fundið upp á þessu sem „skemmtun" handa gestum sínum. Ef hann væri svo heimskur að fara að hefja rannsókn, myndu gestirnir látast hafa týnt hinu og þessu í það óendanlega og haft hann að háði og spotti. Vegna hins rangsnúna hugsunarháttar Everdons var það eflaust fyrir- taks „grín", að láta einn af færustu mönnum Scotland Yard koma alla leið út á Everdon-setr- ið til þess að láta hafa sig að fífli. En Bill Williams var ekki fífl . . . Að minnsta kosti hafði hann ekki komið til Everdonhallar til þess að rannsaka þetta svonefnda rán, heldur af allt öðrum ástæðum. Honum fannst því ákjós- anlegast að binda sem skjótastan enda á þennan skrípaleik. „Þetta var heldur ómerkilegt, Everdon lávarð- ur," sagði hann blátt áfram. „Hvað er þetta?" „Þér heyrðuð hvað ég sagði. Ég veit nákvæm- lega hversvegna þér senduð símskeytið til Scot- land Yard, — og ég mun ekkert aðhafast." „Hvern fjandann meinið þér?" „Ég á við, að ég ætla ekki að eyða tíma mín- um hérna í heimskulegar rannsóknir." „Ósvífni hundur! Ég hef skipað yður að rann- saka . . ." „Það hafið þér gert," sagði Williams stillilega. „En ég mun ekki hlýðnast skipunum yðar. Til allrar hamingju er ég ekki á mála hjá yður. Leyfið mér, Everdon lávarður, að lísa yður lyg- ara. Hér hefur ekki verið framið neitt rán og þér sen'Quð aðeins eftir mér til þess að skemmta hinum heimskustu af gestum yðar. Ég er lög- reglumaður, herra minn — en ekki skopleikari. Ég hef hvorki tíma eða lundarfar til að skemmta yður." Á meðan hann talaði, hafði málrómur hans breyzt og var nú orðinn kaldur, harður og grimmdarlegur. Síðustu orð hans stungu eins og fleynar og Everdon lávarður hrökk undan, í sæti sínu, eins og hann hefði verið losinn svipuhöggi. Gestir hans sátu hreyfingarlausir og störðu á Williams með undrun, sem stappaði nærri virð- ingu. „Bölvuð sé ósvífni yðar," hrópaði Everdon og stóð á fætur í mikilli bræði. „Þér standið uppi í hárinu á mér og kallið mig lygara." ,,Það geri ég." „Ég skal láta fleygja yður út héðan . . ." „Aðeins augnablik! Þér hafið þegar gert eitt axarskaft, Everdon lávarður," tók Williams fram í fyrir honum og horði beint í augu honum. „Ég ráðlegg yður að gera ekki annað. Það mundi reynast yður mjög hættulegt, að láta setja mig út héðan með ofbeldi. Eins og á stendur nú, haf- ið þér gert yður brotlegan við lögin með því að eyða tíma lögreglunnar fyrir ranga framsetningu á staðreyndum. Ég hef nú sagt yður þetta eins blátt áfram og hægt er, svo að yður skiljist það. Látið ekki yfirsjón yðar verða meiri." Jilessað barniðl Teikning eftir George McManus. Pabbinn: Komdu, Lilli. Það er kominn tími til að fara í háttinn. Við verðum að fara á fætur klukkan sex til að ná lestinni. Eg vil ekki hætta á neitt, svo ég er búinn að stilla vekjaraklukkuna. Lilli: Allt í lagi, Pabbi. Klukkan Pabbinn: Klukkan er sex. Eg er vaknaður. Farðu á fjögur. fætur, Lilli. Sérhver mínúta er dýrmæt. Klukkan er sex og klukkan sjö fer lestin okkar. Pabbinn: Þetta er skrítið.'Það hefir enginn enginn strætisvagn komið í lang- an tíma. Ég vona að við náum lestinni. Lilli Þarna kemur hann. Pabbinn: Eg vona að við náum henni. Erum við of seinir í sjö lestina? Afgreiðslumaðurinn: Hreint ekki. Klukkan er fimm. Þið eruð of snemma. Copr. 1952, King I:caturcs Syndicatc, Inc, World ríghts reserved. Pabbinn: Viltu vekja okkur klukkan sjö. Við ætlum að ná lestinni. Burðarmaðurinn: Þið eruð svei mér árrisulir.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.