Vikan


Vikan - 12.06.1952, Blaðsíða 7

Vikan - 12.06.1952, Blaðsíða 7
VIKAN, nr. 23, 1952 AF MISGÁNINGI Framhald af bls. 3. hlaut nafnið Olimpiada, í höfuðið á vel- gerðarkonu sinni . . . Eg . . . ég drakk parafínolíu, Dasenka!" „Hvað svo! Ætlarðu að segja mér þeir hafi gefið þér parafínolíu?" „Eg verð að játa, að mig langaði til að fá mér vodkasnafs án. þíns leyfis, og . . . og drottinn hefur refsað mér: af slysni saup ég á parafínflösku í myrkrinu . . . Hvað á ég að gera?" Þegar Dasenka heyrði, að eldhússkáp- urinn hefði verið opnaður án hennar leyf- is, rann af henni svefnmókið . . . Hún kveikti í flýti á kerti, stökk fram úr rúm- inu, frekknótt og beinaber með pappírs- vinzli í hárinu, og stikaði berum fótum að eldhússkápnum. „Hver sagði þú mættir þetta?" spurði hún hranalega, um leið og hún skyggnd- ist inn í skápinn. „Heldurðu að vodkað hafi verið ætlað þér?" „Ég . . . ég drakk ekki vodka, heldur parafín, Dasenka . . ." tautaði Stritsín og strauk svitann af brúnum sér. „Og hvað ætlaðir þú þér að gera við parafínið? Kemur þér það nokkuð við, eða hvað? Lét ég það þarna handa þér? Eða heldur þú að parafín kosti ekkert? Ha? Veiztu hvað parafínið kostar núna? Veiztu það?" „Elsku Dasenka mín," vældi Stritsín, „þetta er spurning um líf og dauða, og þá talar þú um peninga!" „Hann hefur drukkið sig fullan og fer svo að snuðra í skápnum sínum!" æpti Dasenka og skellti skáphurðinni reiðilega aftur. „Ó, þið bestíur og kvalarar! Ég þoli píslarvætti, vesöl kona, enginn friður dag út dag inn! Þér nöðrur og eiturormar, þú bölvaði Heródes, megi sömu kvalir bíða þín hinumegin grafar! Ég fer héðan á morgun! Ég er heiðvirð dama og ég líð þér ekki að standa frammi fyrir mér á nærbrókunum! Hvernig leyfirðu þér að líta á mig óklædda." Og þannig lét hún dæluna ganga . . . Stritsín vissi, að þegar Dasenka fékk reiðikast, var engin leið að koma fyrir hana vitinu, hvorki bænir, óp, né jafnvel fallbyssuskot dygðu, og þess vegna fórn- aði hann höndum í örvinglun, klæddist, og ákvað að fara til læknis. En lækni getur maður einungis hitt þegar maður þarf hans ekki með. Þegar Stritsín hafði hlaup- ið þrjár götur á enda og hringt fimm sinnum hjá doktor Tsefarjants, og sjö sinnum hjá doktor Búltjin, skopaði hann skeið til lyfsalans. Eftir langa stund kom lyfsalinn út til hans í kvöldsloppnum sín- um, maður lágur vexti og dökkur yfir- litum, með drungaleg augu, og svo gáfu- legan svip fullan alvöru að það var blátt áfram skelfilegt. „Hvað vantar þig?" spurði hann í þeirri tóntegund sem einungis er eiginleg mjög vitrum og tignum lyfsölum af gyðinga- ættum. „í guðs bænum . . . ég þrábið þig . . ." sagði Stritsín með lífið í lúkunum, „gefðu mér eitthvað. Eg drakk parafín af mis- gáningi, ég dey!" ,,Ég bið þig hafa hemil á tungu þinni og svara þeim spurningum, sem ég legg fyrir þig. Ég get aldrei skilið menn, sem fyllast æsingu. Þú hefur drukkið para- fín, er svo?" „Já, parafín! Góði, frelsaðu mig!" Lyfsalinn gekk samúðarlaus og alvar- legur að borðinu, opnaði bók, og sökkti sér niður í lestur. Þegar hann hafði les- ið nokkrar blaðsíður yppti hann annarri öxlinni, síðan hinni, skældi sig í framan fyrirlitlega, féll í þanka svo sem mínútu, en gekk síðan inn í innra herbergið. Klukkan sló f jögur, og þegar vísirinn var kominn tíu mínútur yfir, kom lyfsalinn til baka með aðra bók og sökkti sér aft- ur niður í lestur. „Öhum," sagði hann eins og hann kynni ekkert ráð. „Fyrst þér líður illa, leiðir það af sjálfu sér, að þú átt að leita lækn- is en ekki lyfsala." ,,En ég kem beint frá læknunum. Ég gat ekki vakið þá." „Öhum . . . það er eins og þú haldir við lyfsalar séum ekki manneskjur: þú gerir okkur rúmrusk klukkan f jögur um nótt, þegar hundar og kettir fá jafnvel að hvíla í friði . . . Þú gerir enga tilraun til að skilja neitt. Samkvæmt þínum þankamáta erum við ekki manneskjur, og taugar okk- ar úr stáli." Stritsín hlustaði á orð lyfsalans, varp öndinni og hélt heimleiðis. „Svo dauðinn bíður mín," hugsaði hann. Og munnur hans var brenndur, enn fann hann bragð af parafíninu, i magan- um voru kvalastingir, og búm búm búm hljóð fyrir eyrunum. Honum fannst hvert augnablik sitt síðasta, fannst hjartað vera hætt að slá. Þegar heim kom rissaði hann þetta niður á blað: „Sakið engan um dauða minn," síðan las hann bænirnar, lagðist niður og dró sængurfötin upp yfir höfuð. Hann lá andvaka allt til morguns og vænti dauða síns, og allan þann tíma gerði hann sér í hugarlund hvernig gröf sín myndi gróa grænu fersku grasi og hvernig fugl- arnir mundu kvaka uppyfir henni . . . Og um morguninn sat hann á rúm- stokknum og sagði brosandi við Dasenku: „Maður sem lifir staðföstu og reglusömu lífi, kæra systir, á hann bitnar ekkert eit- ur. Taktu mig, til dæmis. í nótt var ég í dauðans greipum. Ég var alveg að gefa upp andann og fylltist angist, samt er ég nú heill á húfi. Það er einungis bruna- bragð í munninum og sárindi i hálsinum, að öðru leyti er ég vel á mig kominn, lof sé guði . . . Og hversvegna ? Aðeins vegna míns heilbrigða lífernis." „Nei, það er af því parafínið er svo lé- legt!" stundi Dasenka, sem hugsaði nú um útgjöld heimilisins og horfði út í buskann. „Búðarmaðurinn hefur auðvitað ekki látið mig fá beztu tegund fyrir þessa sjötíu og fimm aura. Ég píslarvottur! ég vesæla kona! Þið bestíur! Megi sömu kvalir bíða þín hinumegin grafar, þú bölvaði Heródes . . ." Þannig lét hún bununa ganga ... Endir. L/átið þœr gizka á Lítill maður kom inn á barinn. „Eg ætla að fá bjór," sagði hann. „Sterkan eða mildan?" spurði Georg, bareigandinn. „Ah, er — mildan held ég, ef þér vilduð gjöra svo vel," sagði litli mað- urinn. Georg fyllti pottkollu og ýtti henni yfir borðið. Litli maðurinn horfði á bjórkolluna á báðum áttum. „Vildirðu ekki pott?" spurði Georg. „Jú — jú, þakka yður fyrir," sagði litli maðurinn og valdi sér sæti út í dimmasta horninu. Það fór að verða margt um mann- inn á barnum. Sex sjómenn komu inn og stefndu á borðið í horninu. Litli maðurinn stóð upp í skyndi, en einn sjómaðurinn ýtti honum aft- ur niður i sætið. „Þetta er í lagi, mað- ur minn, ekki standa upp. Komdu með aðra bjórkollu handa þessum manni," kallaði hann. „Nei, nei, ég get alls ekki verið hér lengur, konan mín —" byrjaði litli maðurinn, en kollunni var ýtt upp að nefinu á honum. „Drekktu þetta!" „Þakka þér kærlega fyrir," sagði litli maðurinn og nú var hann orðinn rauður í andliti. „Konan mín er far- in að undrast um mig," sagði hann. „Þær hafa gott af því að gizka á, herra minn," sagði einn af sjómönn- unum. „Kallaðu mig ekki herra, kallaðu mig Henry," sagði litli maðurinn feiminn. ,,Ég er ekki vanur að drekka. Konunni minni geðjast ekki að því. Ég hefi ekki komið inn á bar í 20 ár." „Hver fjandinn," sagði einn af sjó- mönnunum. „Þú hefur alveg rétt fyrir þér," sagði Henry. „Ég hefði átt að slá hana í hausinn fyrir mörgum árum. Þegar ég hugsa um allt sem ég hefi gert fyrir þennan kvenmann —". Hann fór að gráta. Sjómennirnir höfðu áhyggjur af þessu. „Kvakaðu fyrir hann, Nobby," stakk einhver upp á og herbergið fylltist af andakvaki. Henry létti. „Ég vildi að ég gæti gert þetta," sagði hann. „Ég skal kenna þér það." Um lokunartíma var Henry óstöð- ugur á fótunum, en fullkomlega ham- ingjusamur. „Við fylgjum þér heim," sögðu sjómennirnir. „Hvar áttu heima?" „Við þessa gömlu, góðu götu," sagði Henry. Þeir komu að húsaröð- inni. „Hvaða númer?" „Kvakk, kvakk," sagði Henry. „Tuttugu og tvö?" „Kvakk," sagði Henry. Sjómennirnir börðu að dyrum og fóru. Feitlagin ljóshærð kona opnaði dyrnar. Hún virtist dálítið undrandi. „Komdu inn," sagði hún. Næsta kvöld kom Henry snemma inn í „Hafnarljósið". Hann virtist mjög ánægður yfir einhverju. „Gott kvöld, herra," sagði Georg. „Er allt i lagi. Var gamla konan ekki of æst i gærkvöldi?" „Ég veit það ekki," sagði Henry. „Sjómennirnir skildu mig ekki eftir við rétt hús i gærkvöldi; ég er ekki enn farinn heim. Pott af sterkum bjór, ef þú vilt gjöra svo vel, Georg." Þetta er teikning af Capitol, þinghúsi Bandaríkjanna í Washington. Neðri deild þingsins hefur aðsetur í vinstri armi byggingarinnar, en öldunga- deildin í þeim hægri. Auk forsetakosninganna i Bandarikjunum i nóvember 1952, eiga kjós- endur að velja alla fulltrúa neðrideildar og % af fulltrúum öldungadeildar. Neðrideildar fulltrúar eru kosnir til tveggja ára en öldungadeildarmenn til sex ára. Hvert fylki kýs tvo öldungadeildarmenn, svo þeir verða 96. Fjöl- býli fylkjanna ákveður hve mörgum þingmönnum þau koma að í neðri deild, sem hefur 431 þingmann.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.