Vikan


Vikan - 17.07.1952, Blaðsíða 2

Vikan - 17.07.1952, Blaðsíða 2
2 VIKAN, nr. 28, 1952 KVIKMYNDIN PÓSTURINN „Drottinn þarfnast þjóna” Þessa dagana sýnir Nýja Bíó í annað sinn á nokkrum vikum af- bragðsmynd. Mynd þessi er verð- launamynd, gerð af franska kvik- myndastjómanum Delannoy, eins og „Blinda stúlkan og presturinn". Delannoy er aðeins 43 ára gamall. Hann stundaði nám við Sorbonne- háskólann i París og útskrifaðist það- an 1931. Þá hafði hann i mörg ár haft mikinn áhuga fyrir kvikmynda- list og leikið í nokkrum myndum. En þar eð hann gat ekki lifað af leiklistinni einni, starfaði hann um sinn í banka og stofnaði fyrirtæki með bróður sínum. Delannoy gat samt ekki gleymt þessu aðaláhuga- máli sínu og 1934 helgaði hann sig kvikmyndagerð. Fyrir stríð hafði hann stjómað nokkrum kvikmynd- um, þ. á m. einu myndinni með Tino Rossi, sem talin er hafa listrænt gildi. Eftir stríðið lét hann fyrst frá sér fara myndina „Blinda stúlkan og presturinn", sem fékk verðlaunin í Cannes 1946 og síðari „Drottinn þarfnast þjóna“, sem fékk ekki ein- göngu verðlaunin í Cannes 1950, held- ur líka verðlaun kaþólsku kirkjunn- ar það ár. Nýlega hefur Delannoy stjórnað kvikmynd eftir Jean Paul Sartres (franska rithöfundinn, sem kom hér i fyrra), sem heitir „Ég gleymi þér aldrei". Vonandi fáum við að sjá hana líka. Myndin er gerð eftir sögu Henri Queffelec og lýsir lífi íbúanna á eyj- unni Sein við Bretagneströndina fyrir 100 árum —- reyndar hafa nú eyjar- skeggjar lítið breytzt, nema að þeir eru hættir að lokka til sín skip, svo þau brotni á ströndinni og þeir geti rænt þau og lík skipbrotsmannanna. Eyjarskeggjar, sem álitu kvik- myndun óguðlegt athæfi horfðu með vanþóknun og þrjózku á komu kvik- myndatökumannanna, alveg eins og þegar þeir tóku á móti prestinum fyrir 100 árum. Ein gömul kona fékkst til að láta kvikmynda sig með mögru kúna sína. En þegar Delannoy hafði fengið prestinn í lið með sér léku þeir jafnfúslega ogsamtakafyrir | FRÍMERKJASKIPTI Sendið mér 100 íslenzk frí- merki. Ég sendi yður um hæl 200 erlend frímerki. Gunnar H. Steingrímsson S Nökkvavogi 25 — Reykjavík Tímaritið SAMTÍÐIN Flytur snjallar sögur, fróðlegar greinar, bráðsmellnar skopsögur, iðnaðar- og tækniþátt o. m. fl. 10 hefti árlega fyrir aðeins 35 kr. Ritstjóri: Sig. Skúlason magister. ■ Áskriftarsími 2526. Pósthólf 75. ■ B hann, eins og þegar allir vopnfærir menn eyjarinnar fylgdu de Gaulle tii London 1950. Eyjarskeggjar sýna okkur þvi sjálf- ir fólkið, sem hrakti frá sér prest- inn sinn af því hann skildi ekki, að það lokkaði ekki skipin að eyjunni, þar sem þau brotnuðu, af illsku, held- ur af því að þetta var eina lifsviður- væri þess og það hafði aldrei kunn- að að bjarga sér á annan hátt. Þeir komu þó í kirkju á hverjum sunnu- degi og sungu sálma og sáu fyrir prestinum sínum, sem auðvitað átti að gefa þeim syndafyrirgefningu og syngja messu á sunnudögum. Myndin hefst sunnudaginn eftir að sálnahirð- irinn er flúinn og sauðirnir alveg ráð- villtir. Tómas, meðhjálparinn, sem veit hvernig á að haga sér í kirkju hlýtur að geta hjálpað þeim, svo þau missi ekki af messunni sinni. En Tómas veit, að það er dauðasynd fyrir óvígðan mann, að stíga í stól- inni. 1 fyrstu hjálpar hann þeim eins og hann getur, því að hann er ó- breyttur fiskimaður og hann skilur þá. 1 vandræðum sínum fer hann að lokum til prestsins í landi og biður um hjálp, sjúklingarnir deyja án sálu- hjálpar, börnin eru óskírð, en eyja- búar hafa of slæmt orð á sér til að eigg, sálnahirði skilið. Þegar svo vatn lekur í tóman signingarfontinn, tekur Tómas það sem bendingu frá Guði og lofar messu næsta sunnu- dag. Þetta óguðlega athæfi fréttist í land og presturinn kemur með her- vemd. Tómasi tekst að halda íbúun- um í skefjum, því þeir virða hann og elska. Eyjarskeggi drekkir geð- veikri mömmu sinni í óveðri, því honum fannst það bezt fyrir hana. Tómas ræður ekki við hlutverk sitt, en íbúamar treysta honum og hann huggar þá í erfiðleikum þeirra. Þeg- ar svo morðinginn hengir sig af hræðslu, neitar presturinn að grafa hann í vígðri mold og varnar þeim kirkjugarðsins með hermönnum. En fiskimennirnir velja þá lausn sem hvorki brýtur i bága við lög kirkj- unnar né virðingu við látinn félaga — þeir halda sína kveðjuathöfn af bát- unum sínum úti á hafi — og sigla svo til messu til að fá fyrirgefningu syndanna, eins og þeir höfðu alltaf gert áður. Jarðarför morðingjans, þegar allir bátamir sigla þöndum seglum út á sjóinn, er sérlega tignarleg og vel á svið sett, og yfirleitt er hvert at- riði myndarinnar ákaflega vel gert. Pierre Fresney leikur Tómas með næstum ótrúlegri innlifun og lipurð. Hann hefur náð þessum grófa fiski- manni, sem reynir að gegna hlutverki sálusorgarans. Madelaine Robinson, sem leikur mágkonu hans, tekst einkum vel þeg- ar hún, dauðhrædd vegna syndar sinnar, tekur léttasóttina í báti úti á hafi. Elsku Vika mín! Þú gefur nú svo mörgum góð og greið svör, en það, sem mig langar til að biðja þig um, er að biðja þig að birta mynd af Sigurði Ólafssyni. Er hann kvæntur, og hvað er hann gamall? Og svo langar mig til að vita, hvaða litir fara mér bezt? Ég er skolhærð með brún augu, með frekar Ijósa húð. Eg er dálítið bogin í baki. Hvað á ég að gera við því? Og svo eilífðarspumingin: Hvern- ig er skriftin? Þakka svo væntanleg svör. Doris Day. Svar: Sigurður Ólafsson er kvænt- ur og er fæddur 4. des. 1916. Því mið- ur höfum við ekki mynd af honum. Beztu litir yðar eru hlutlausir, dökkbláir litir, grænir, brúnir (bæði ljósir og dökkir) og rauðir litir, sem þér verðið samt að nota með gætni; þér skuluð, forðast kalda liti, þeir fara illa við brún augu; sennilega rnisklæða fáir litir yður. Bogið bak hefur verið lifstíðar vandamál margra manna og kvenna. Frú Roosewelt sagði svo frá, að afi hennar hafi látið hana og systur hennar fara í gönguferð með staf við bakið til að venja þær á að ganga beinar. Þetta getur borið árangur, ef bogið bak orsakast af viljaleysi til að ganga beinn og bera sig vel. Eri því er sjaldan svo farið, og samt ef til vill óþarflega oft, Bogið bak er venjulega meðfæddur líkams- vöxtur eða stafar af einhverskonar veikindum. Oft ber það árangur að leita læknisráðs, og er það sjálfsagt, ef mikil brögð eru að þessu. Ýmiss- konar æfingar eru oft gagnlegar, og Eins og gengur — bezt væri að gera þessar æfingar undir eftirliti læknis. Hér éru tvennskonar einfaldar æfingar, sem styrkja bakið: 1. Kropið á báðum hnjám, fætur saman og armar upp: Setizt á hæla með beygju áfram, hryggur lárétt- ur, armar í sömu skorðum. Tvisvar. 2. Staðið með fætur sundur, tveggja feta bil milli hæla, gómar á öxlum, olnbogar út: Hraðbeygja áfram, örmum sveiflað samtímis út og niður. Þegar risið er upp, falla armar máttlausir á tær. Tvisvar áfram og tvisvar á hvora hlið. Svar til Öbbu-löbbu-lá: 1. Þær hætta undir eins. — 2. Þú átt að vega 59,08 kg. — 3. Skriftin er fremur áferðarfalleg og engar villur í textanum. — 4. Það er ágætt ráð að kreista sítrónusafa út í skol- vatnið þegar þú þværð þér um höf- uðið eða hella örlitlu ediki í það. Kæra Vika! 1 von um að þú svarir bréfi okkar, ætlum við tvíburasysturnar að skrifa þér og leita ráða hjá þér. Við höf- um svo stutt og ræfilsleg augnahár. Hefur það nokkra þýðingu að klippa af þeim ? Getur þú gefið okkur nokk- ur ráð við þessari leiðinlegu sköpun á okkur? Hvernig á að fá góðan vöxt í negl- ur, ef svo mætti að orði komast ? Þær brotna alltaf stöðugt. Við erum 15 ára gamlar og þráum einhver feg- urðareinkenni eins og títt er um stúlkur á þessum aldri. Þú, kæra Vika mín, afsakar hvað þetta er kjánalegt. Hvernig er skriftin? Með innilegri þökk og góðri sam- vizku. Tvíburasysturnar! Svar: Það er gamalt húsráð að bera iaxerolíu á augnhárin. Þau sýn- ast líka lengri ef þau eru réttilega máluð. Strjúkið létt upp á við og lit- ið broddana mest. Stundum veldur vond sápa og lé- legt naglalakk því að neglurnar verða stökkar og trosna. Oft kemur þetta af kalkleysi. Reynið að taka inn kalktöflur, þær fást i öllum lyfja- búðum. Það er skiljanlegt að þið „þráið einhver fegurðareinkenni", en ef þið eruð aðlaðandi tekur enginn eftir smálítum eins og stuttum augnhár- um. Auðvitað verðið þið líka að vera hreinlega klæddar. Skriftin er hreinleg og fremur lag- leg. ................. Norge — ísland | I Noregi, innan- I lands eða öðrum | löndum, getur hver | valið sér í gegnum Islandia, f bréfavin við sitt hæfi. Skrif- 1 ið eftir upplýsingum. U R I N N DIA | Reykjavík 'ÚHIUH<HUIUIHI„II,„IU|,|||... B RÉ F A K l Ú Bf ISLAN títgefandi VTKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Erlingur Halldórsson, Tjamargötu 4, sími 5004, pósthólf 365.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.