Vikan


Vikan - 17.07.1952, Blaðsíða 9

Vikan - 17.07.1952, Blaðsíða 9
VIKAN, nr. 28, 1952 9 FRÉTTAM YNDIR rb rb rb Truman forseti og Romulo, sendiherra Pilippseyinga, skoða einn af fjórum sævísundum, sem skreyta fæturna á mahóní- borði, gjöf frá stjórn Filippseyja í Hvíta húsið. Forsetinn sagði sendiherranum að borðið „væri ágætt fyrir fréttasnápana að sitja á: því þannig nota þeir borðin." Fjölskyldumyndin, hér að neðan, sýnir Francis T. Dodd, hershöfð- ingja, áður en hann fór til Kóreu til að gerast yfirmaður Koje- fangelsisins. Kona hans og dóttir festa hershöfðingjastjörnurnar á axlir hans. Hann var fangi upp- reisnarmanna fangabúðanna og bað 8. herinn um að reyna ekki að bjarga sér fyrr en kröfur fang- anna væru kunnar. Á myndinni til hægri er Charles F. Colson, hers- höfðingi, sem var seinna sendur til að stjórna fangabúðunum á Koje- eyju. Hann fékk full umboð til að útkljá málið. Þeir hafa nú báðir verið settir af. Sanford Hudson, 19 ára, heimsækir konu sína, 14 ára, á sjúkrahúsi í New York, eftir að hún eignaðist 14 marka strák. Þau voru gift af borgardómara í Arlington, Vancouver. William Hoefer skýrir þriggja manna sjórétti frá því að árekstur milli flugvélamóðurskipsins Wasp og tundurspillisins Hobson hafi gerzt í björtu veðri, þó nótt væri. Hann bjargaðist ásamt öðrum liðsforingja af Hobson, en 175 menn fórust. Á neðri myndinni á að fara að gera við stórt gat á stefni flugvélamóðurskipsins í skipasmíðastöðinni í Bayonne.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.