Vikan


Vikan - 17.07.1952, Blaðsíða 13

Vikan - 17.07.1952, Blaðsíða 13
VIKAN, nr. 28, 1952 13 Dagur reikningsskilanna. J. K. Billings virti fyrir sér ungan mann, sem stóð fyrir framan borðið hans og reyndi að gera sér grein fyrir því sem hann sá. Þetta var rúmlega tvítugur mað- ur, myndarlegur og bjartur yfirlit- um. Hræðsluský hafði dregið fyrir andlit hans, hann horfði til veggjar og gróf taugaástyrkur fótinn niður í gólfábreiðuna. Honum leið illa und- ir óvingjarnlegu augnaráði banka- stjórans. „Róbert,“ sagði eldri maðurinn, „þér eruð þjófur.“ Ungi maðurinn hörfaði undan köldu, rannsakandi augnaráðinu. „Endurskoðendur bankans komu í dag,“ sagði gamli maðurinn. „Þeir eru uppi núna og eru að fara yfir reikninga okkar yfir stór lán. Þeir koma ekki í yðar deild fyrr en á morgun. En ég lét umsjónarmann okkar fara yfir gjaldkerareikning- ana fyrir öryggissakir. Það vantar yfir 400 dollara hjá yður.“ „En — ég . . .“ „Hér þýðir ekkert en eða ef. Þér tókuð yfir 400 dollara." Gamli maðurinn gekk aftur að stólnum sínum og settist niður. Hann sá andspænis sér ungan mann, sem hann hafði brotið niður með orðum sínum. Augu hans og rödd urðu vin- gjarnleg og samúðarfull, þegar hann tók aftur til máls. „Hafðu engar áhyggjur, ungi mað- ur,“ sagði hann, „þér Jendið hvorki í fangelsi né missið mannorð yðar. Ég borgaði peningana, svo enginn mun fá að vita það nema ég og um- sjónarmaðurinn." „Hr. Billings, ég gerði mér enga grein fyrir . . . ég,“ hér brast rödd hans og axlir hans skulfu af ekka. Gamli maðurinn hallaði sér aftur í stólnum. Hann valdi sér vindil og kveikti í honum, meðan gjaldkerinn barðist örvæntingarfullur við að ná valdi yfir sér. „Ég þekkti ungan mann,“ sagði hann svo, „sem þér minnið mig mikið á. Hann hentu líka mistök. Hann ætl- aði ekki að gera það. Og þegar það komst upp, grét hann, bað fyrirgefn- ingar og lofaði bót og betrun. Og vegna þess hve hann var ungur var honum fyrirgefið." Gamli maðurinn blés hvítum og bláum reykjarmekki. „Robert," hélt hann áfram, „Ég myndi vilja segja yður að hann hafi haldið loforð sín, en það gerði hann ekki. Einhverstaðar varð hann fyrir annarri freistingu. Hann fyrirleit sjálfan sig enn meir og loforð hans urðu líka stærri. Og aftur var breitt yfir það. Það hljómar kaldhæðið þegar ég segi að þrátt fyrir þennan eina veik- leika, var hann alltaf góður og gáfað- ur maður. Hann hækkaði vegna dugn- aðarins frá þvi að vera ekkert upp í það að vera aðalmaöurinn í stórri stofnun. Hann græddi mikla peninga. En vesalings maðurinn hafði veik- leika, sem járnvilji einn gat læknað. Hann þroskaði aldrei með sér þenn- an járnvilja. Hann var ríkur, en hann tók meira. Svo kom dagur reikningsskilanna fyrir hann eins og þig í dag, Robert. En í þetta skipti vissi hann að grát- ur, bænir og loforð gátu ekki bjargað honum. Hann átti aðeins um eina hræðilega leið að velja og hann fór hana.“ Billings hallaði sér fram i stólnum og hristi öskuna af vindlinum sínum hægt og festulega. „Robert,“ hélt gamli maðurinn áfram. „Hann sendi kúlu i gegnum höfuðið á sér.“ Gullkornið „Þú skalt ekki hafa aðra guði en mig. Þú skalt engar líkneskjur gjöra þér' Það var dauðaþögn í skrifstofunni. Mennirnir tveir horfðust í augu yfir borðið. Róbert virtist.ætla að segja eitthvað, en Billings stöðvaði hann. „Þetta er nóg, farðu aftur á þinn stað við gjaldkeraborðið. Og ef þú lendir aftur í freistingu mundu þá eftir þessum manni.“ Gamli maðurinn brosti örlítið út í annað munnvikið þegar hann var orðinn einn. Innanhússíminn hringdi á borði hans. Hann þrýsti á hnappinn. „Já,“ sagði hann. „Endurskoðendurnir hafa fundið mikla sjóðþurrð í Ribac reikningun- um,“ sagði röddin, „ég sagði þeim að þér gætuð líklega skýrt þetta, þar sem það er einn af einkareikningum yðar.“ „Þakka yður fyrir," sagði Billings. „Látið þá bíða nokkrar minútur og ég mun útskýra allt.“ Hann lokaði símanum. Hann teygði sig eftir hlaðinni byssu á skrifborði sínu. „SKÓLASPEKI“ : Gæsin er lágur og þungur fugl, mestmegnis kjöt og fiður. Hún getur ekki sungið. Hún hefur ekkert milli tánna og hún héfur litla blöðru í maganum, sem heldur henni á floti. Sumar fullorðnar gæsir hafa krullur á stélinu og eru kallaðar steggir. Steggirnir þurfa eltki að sitja og bíða, heldur éta þeir mikið og fá sér göngutúra og synda. Væri ég gæs, mundi ég heldur vilja vera steggur. Kýrin er dýr. Hún hefur fjóra fæt- ur, tvö horn og einn hala. Hún hefur skinn utan um sig alla, það er þakið hári. Hún hefur líka skinn innan í sér allri, það er kallað innyfli. Gíbraltar er klettur nálægt Spáni. Spánverjar hafa ekki sótzt eftir hon- um, svo að Englendingar eiga hann. Klettur þessi er voða mikilvægui', af því uppá honum standa menn og horfa á skip. A-vítaminskortur er ekki eins slæmur og b-vítaminskortur, sem þar af leiðandi er ekki jafn afleitur og c- vítamínskortur og svo framvegis nið- ur allt stafrófið. Hver varð sorgbitinn, þegar glataðx sonurinn sneri lieim ajtur? Svar: Alikálfurinn. s KRADDARINN FRÆKNI Nokkrir af ibúum staðar- ins gengu þar fram á hann. Þeir héldu strax fyrir kóng til að segja honum frá hinni óskaplegu hetju, sem þeir höfðu fundið og slegið gat sjö í einu höggi. „Þann mann verð ég að fá í herinn," hugsaði kóngur Nú tók skraddarinn að þreytast, því að hann hafði gengið svo lengi. Hann sett- ist upp við hallarmúrinn og sofnaði með sama. og sendi í skyndi einn af hermönnum sínum til að sækja skraddarann og fylgja honum í höllina.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.