Vikan


Vikan - 28.08.1952, Side 7

Vikan - 28.08.1952, Side 7
VIKAN, nr. 33, 1952 7 í kínversku leíkhúsi sýnir andlitsfarðinn innrætið Leikfélagiö og Tómas styttu pi-pa-ki ÞEGAR PI-PA-KI var sýnt í Reykjavík á síðasta leikári í þýðingu Tómasar Guð- mundssonar, vakti það strax verðskuldaða at- hygli. Það varð eitt vinsælasta leikrit ársins, sem fékk hina ágætustu dóma og færði Leikfélagi Reykjavíkur enn einu sinni sigurinn í kapp- lilaupi þess við Þjóðleikhúsið um viturlegt — og heppilegt — leikritaval. Þetta kínverska leik- rit hlaut hylli leilthúsgesta strax á frumsýning- unni, og það ,,átti“ áhorfendurna upp frá því á fjölda fjörugra sýninga fyrir troðfullu húsi. Hver var ástæðan? Kannski það, að hér var á ferðinni „kínverskt" leikrit. Eflaust líka hin ágæta þýðing, fyrsta flokks leikstjórn og prýðis- góður leikur. En þó fyrst og fremst áreiðanlega sú skrítna staðreynd, að þótt leikritið væri kin- verskt, þá var það ekki ldnverskara en vestræn augu og eyru þola, þ. e. kínverskum leikbrellum var breytt á ýmsan hátt, að minnsta kosti þeim, sem hlutu að fara fyrir ofan garð og neðan hjá íslenzkum áhorfendum. Og það er margt í kínverskum leikritum, sem hlýtur að fara fyrir ofan garð og neðan hjá Is- lendingum — og raunar öllum Evrópumönnum. Lengd þessara leikrita er aðeins eitt atriði af mörgum: þau virðast vera endalaus sumhver; til dæmis hefði það tekið Leikfélagið góðan sólar- hring að sýna Pi-pa-ki, ef verkið hefði ekki ver- ið rækilega stytt í þýðingunni! Þessi furðulega lengd á mörgum kínverskum leikritum (í Kína láta áhorfendurnir sig ekkert muna um að skreppa heim í matinn og koma svo aftur!) er þó langt í frá það eina, sem vest- rænir leikhúsgestir mundu alla jafna eiga erfitt með að fella sig við. Því sannleikurinn er sá, að kínverskar leikmenntir eru svo gerólíkar þeim vestrænu, að þær eiga með réttu ekkert sameiginlegt nema nafnið. KONA MANNS yÆk Maðurinn var orðinn tals- WT vert drukkinn, og þegar hann ætlaði að panta sér eitt glas jHKggpl t í viðbót, var hann búinn að | gleyma nafninu á uppáhalds vínblöndunni sinni. Svo að hann reyndi að lýsa henni MÍMWm fyrir þjóninmn og sagði: Ég ■L l|| man ekki nafnið, en þessi ^6S|||b blanda er rauð, köld og sterk- ari en sjálfur andskotinn. Þegar hér var komið, laut maðurinn við næsta borð að honum og sagði: Mætti ég biðja yður að gjöra svo vel að hætta að tala um konuna mína! IKlNVERSKU leikhúsi skiptir það sannast að segja minnstu máli, hvað leikaramir segja. Kínverskur leikur er fyrst og fremst látbragða- leikur, það eru handatilburðirnir, göngulagið, klæðnaðurinn og litirnir á andliti leikarans, sem segja söguna. Litirnir eru ekki hvað síst veiga- mikið atriði. Hinn kínverski áhorfandi þarf ekki annað en lita framan í persónurnar, til þess að sjá á augabragði, hvernig þær eru innrættar. Yfirgnæfandi rauður litur í andliti þýðir tryggð og drenglyndi; svart táknar hreinskilni; blátt þrjósku og grimmd; gult slægð; hvítur litur hreinræktað illmenni. Þá er hljómlistin líka snar þáttur í leikhús- menningu Kínverja. Þó ekki aldeilis sú tegund hljómlistar, sem við eigum að venjast. Kínversk músík er x eyrum Evrópumannsins nánast sagt skarkali, og það er nóg af svona skarkala í kin- versku leikhúsunum. Stundum, segja þeir menn, sem reynt hafa, má ekki á milli sjá, hvorir hafi betur, leikararnir á senunni eða hljómlistarmenn- irnir. AUK hljómlistarmannanna taka kínverskir áhorfendur mjög virkan þátt í öllum leik- sýningum. Það er meir að segja hreint ekki óal- gengt, að vænum áhorfendahóp sé komið fyrir á leiksviðinu sjálfu! Þaðan — og af áhorfenda- bekkjunum — láta leikhúsgestirnir svo óspart i ljós álit sitt á persónum og leikurum; þeir hrópa „Gott! Gott!“ ef þeim finnst einhverjum takast sérlega vel upp, og þeir eiga til ótal aðferðir, sumar vægast sagt dónalegar, til þess að láta I Ijós vanþóknun sína. Þó skyldi enginn ætla, að hrópin og sköllin — og gestirnir á leiksviðinu — trufli leikarana. Svona er þetta búið að vera í leikhúsunum þeirra frá alda öðli, þeir eiga ekki öðni að venjast og yrðu sennilegast alvar- lega hræddir um framtíðarhorfur sínar, ef ein- hver óvænt breyting yrði á þessu. Auk þess auð- veldar hin einlæga þátttaka áhorfendanna leik- stjóranum og leikurum hans oft og tíðum verk- ið. Til dæmis eru íburðarmikil leiktjöld alger óþarfi. Ahorfendurnir vita, að eínhver poka- drusla, sem virðulegur, rauðmálaður „hershöfð- ingi“ heldur framan á sér, á að tákna borgar- múr, og ef sá rauðmálaði er þar á ofan á stjái, þá skilja þeir samstundis, að hann sé auðvitað að ganga fram og aftur um borgarmúrinn! Eins eru dýrar hópsenur algerlega óþarfar. Leikstjór- inn kínverski, sem þarf að koma áhorfendum sin- um i skilning um, að sviðið sé troðfullt af fólki, sendir bara einn eða tvo aðstoðarmenn með veifur inn á leiksviðið — og hver veifa táknar 2,000 menn! SUM leikritin, sem enn þann dag í dag eru vinsæl í Kína, eru mörg hundruð ára gömul. Pi-pa-ki er gamalt og gott kínverskt leikrit, sem nú hefur verið þýtt á að minnsta kosti þrjú tungumál: ensku, sænsku og íslenzku. En þýð- endurnir urðu semsagt að stytta það. Það var upphaflega í 28 þáttum, og eins og einn góður Leikfélagsmaður orðaði það við VIKUNA fyrir skemmstu: Við treystum okkur ekki til að sýna eitt og sama leikritið í heilan sólarhring! T^ITT þeirra leikrita, sem hefur verið vinsælt í Kina um alda- raðir og sýnt er þar austurfrá enn þann dag í dag, heitir: Grunsam- legi inniskórinn. Atburðarásin er svona: Hinn frægi hershöfðingi, sem ár- um saman hefur verið fjarri heim- ili sínu, er að snúa heim. Leið hans liggur um fagran skóg, og þar mætir hann ungum, efnilegum pilti. Hann verður honum óviljandi að bana með boga sínum: ör hans hæfir ungling- inn í hjartastað, en ekki tígrisdýrið, sem hún var ætluð. Og hershöfðing- inn heldur áfram ferð sinni. Svo kemur hann heim, stígur af hinum ímyndaða hesti sínum og er vel fagnað. En undan legubekk kon- unnar hans gægist inniskór af karl- manni, og þegar hinn endurheimti hermaður kemur auga á hann, þá fyllist hann afbrýðisemi. Konan hans sér þetta og gerir sér það að leik að stríða manninum sín- um. Hún hælir eiganda skósins á hvert reipi, dregur það á langinn að segja honiun sem er, að þetta sé skór sonar þeirra, sem hann vissi ekki að hann átti — og sem hann er ný- búinn að verða óviljandi að bana. En þegar hún segir honum leyndarmálið, þá rennur upp fyrir honum ljós: son- ur hans er dáinn. Sögulok: Gömlu hjónin leiðast út, til þess að leita uppi og greftra líkið af syni sínum. Myndirnar: Á þeirri efri: Guðjón Einars- son, Erna Sigurleifsdóttir og Guðlaugur Guðmundsson. Með þessum línum: Erna

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.