Vikan


Vikan - 18.09.1952, Blaðsíða 5

Vikan - 18.09.1952, Blaðsíða 5
VIKAN, nr. 36, 1952 Anna sá allt 1 móðu. Henni var lyft af sterk- um örmum og lögð á rúmið. Svo heyrði hún raddir langt í burtu. Líklega i hinu herberginu. Hann hafði vist fariS með Gerald þangað, hugsaði hún. Eitthvað kalt kom við andlitið á henni. Það var eins og blautt handklæði. Anna opnaði aug- un og horfði í augu Mikaels. Hún vissi ekki hvað þau sögðu, ef til vill sá hún ekki nógu greinilega, en rödd hans titraði enn. Þetta var eins og draumur. „Þetta er ekkert alvarlegt með andlitið á þér. Það þarf mikið högg til að brjóta kjálka. Þú ert bara bólgin, en það lagast." Hann hélt áfram að þrýsta handklæðinu var- lega að andlitinu á henni. Við og við hvarf hann inn í baðherbergið til að væta það. Það var svo einkennilegt að liggja á ruminu hans og láta hann snúast í kringum sig. Og hann horfði enn svo einkennilega á hana, eins og hann væri að berjast við sjálfan sig. Flestir foreldrar hlakka víst til þess dags, þegar dóttir þeirra giftizt og eignast siim eigin sima. — The Saturday Evening Post. „Líður þér betur?" spurði hann að lokum. „Já, takk." Hún settist upp. Henni leið betur i höfðinu og hún sá skýrt núna. „Ég skal aka þér heim." „Nei, nei, ég kemst það ein." Hann bandaði frá sér með hendinni til að binda enda á umræður um þetta. Hann fylgdi henni út í bílinn og ök henni heim, án þess að segja nokkuð. Hann stöðvaði bílinn og krafðist þess að fá að fylgja henni upp. Þar stóð Lárus og beið. „Svo konan mín kemur heim á þessum tíma sólarhringsins í fylgd með þér?" sagði hann. „Konan þín gefur þér vafalaust skýringuna á þvi að hún varð að þyggja fylgd mína," tók Mikael fram í fyrir honum. Hann gekk inn án þess að líta á Lárus. „Það er langt síðan ég hefi komið hingað, Lárus. Ekki síðan Jóhanna var hér. Var það ekki hér, sem hún heimsótti þig?" Taugar Lárusar voru spenntar eftir að hafa beðið eftir önnu allt kvöldið og nú æpti hann: „Jóhanna, Jóhanna! Er ég ekki búinn að líða nóg fyrir Jóhönnu? Hún var alltaf á hælunum á mér. Eg kærði mig aldrei um hana. Og ég hefi orðið að líða mikið — fyrir þessi fáu skipti . . . Flestir hafa sloppið betur með verri yfir- sjónir. Ef hún hefði aðeins gert það sem ég ráðlagði henni, að giftast þér og láta sem þú ættir barnið." Hann þagnaði. 1 þetta skipti stöðvaði Mikael hann ekki. En Anna greip fram í fyrir honum: „Larus, þú sagðist ekki hafa vitað það — þú sórst, að þú hefðir ekkert vitað um að hún átti von á barni. Þú sagðir að þú hefðir frétt það eftir að . . ." Lárus skildi hana ekki fyrst, en svo áttaði hann sig. Hann roðnaði og sagði: „O—o, þið konurnar gerið svo mikið veður út af svona löguðu. Ég varð að segja þér, að ég hefðí ekki vitað það, Anna. Annars hefðirðu ekki gifzt mér og ég varð að fá þig." Mikael fann hvernig blóðið þaut fram í kinn- arnar á honum og honum fannst einhver innri rödd hrópa: þú hefur alltaf barizt á móti þessu. Barizt á móti samúðinni með henni, samúðinni sem hefur vaxið og er nú að gera þig brjálaðan. Þú hefur neytt þig til að vera ruddalegur og miskunnarlaus við hana og talið þér trú um að hún ætti það skilið. Og nú — nú skilurðu þetta allt — er það ekki? Hann gekk til önnu og stanzaði fyrir framan hana. Hún leit ráðþrota á hann. „Svo þú vissir ekki að Jóhanna átti von á barni?" sagði hann. „Þú vissir það ekki þá." „Ég?" Hún var ekki enn búin að átta sig eftir áfallið af þessari játningu Lárusar. „Eg hélt" — Mikael átti erfitt með að velja orðin sem hann vildi segja — „þegar ég nam þig á brott, hélt ég að þú hefðir alltaf vitað það." „Já," nú skildi hún hvað hann var að tala um. ,,Já, ég veit að þú hélzt það. Þú sagðir það strax." „Hvers vegna sagðir þú mér ekki sannleik- ann?" „Ég gerði það, en þú vildir ekki hlusta á mig." „Nei, ég vildi víst ekki hlusta á þig." Hann minntist kvöldsins þegar hann fór með hana út í eyjuna — dró hana eftir votum sand- inum í siða brúðarkjólnum sínum. Þá hafði hún reynt að útskýra þetta fyrir honum — og það hafði hún lika gert þegar hún sat dauðhrædd á móti honum við borðið. En hvað hún hafði verið hrædd, þó hún reyndi að leyna því. Hún hafði alltaf verið hrædd við hann — það var eins og hnifur væri rekinn í gegnum hann. I vanmátta reiði réðist nú Lárus aftur að Mikael: „Þú fórst með hana út í eyna og eyði- lagðir hana." „Nei," sagði Mikael stillilega. „Ég gerði henni ekkert . . ." Nú varð dauðaþögn. Lárus stóð eins og stein- gerfingur. „En — en þú sagðist hafa gert það," stamaði hann að lokum. „Þú sagðir . . ." Mikael bandaði frá sér með hendinni. „Ég neitaði þvi ekki. Þú varst alltaf viss í þinni sök og ég breytti ekki þeirri skoðun þinni. Ég ætlaði að láta ykkur líða fyrir það, sem þið höfðuð gert." Lárus horfði á þau á víxl. Þetta var auðsjáan- lega ekkert gabb. Smátt og smátt hvarf reiði- svipurinn og bros kom fram á varir hans. En Mikael Killikk hafði gleymt honum aftur. Hann horfði á Önnu. „Eg get ekkert sagt annað en að mig tekur það sárt að hafa farið þannig með þig. Eg vildi að ég gæti sagt þetta betur, en ég get ekki gert annað en að láta þig vita að mig tekur það sárt. Ef ég get einhverntíma gert eitthvað fyrir þig . . ." Hann yppti öxlum og gafst upp. Ef hann hefði getað tekið í höndina á henni, strokið yfir hárið á henni eða eitthvað. Hann langaði til að láta það eftir sér, þegar hann sá hvernig hún horfði á hann —¦ ráðvillt, eins og hún tryði ekki að hann gæti sagt slíkt. Anna reyndi að finna eitthvað til að segja, en tókst það ekki. Hjartað hamaðist I brjósti henn- ar. Eftir langa stund sneri Mikael sér við og gekk fram að hurðinni. Hurðin lokaðist og hún hlustaði á fótatak hans niður stigann — svo hvarf það. Allt í einu hrökk hún við og veitti Lárusi eftir- tekt. Hún starði á hann. Lárus Fielding var svikari og lygari. Lárus Fielding var maðurinn hennar. „Lárus, af því að þú — trúðir því versta um mig og Mikael, hefur þú ekki enn gert mig að konu þinni," byrjaði hún hægt. „Mér þykir vænt um það núna, eftir að ég hefi fengið að vita hvernig þú komst fram við Jóhönnu og nú veit ég hvers konar maður þú ert. Ég var heimsk, að sjá það ekki fyrir löngu, en þú hafðir eitthvert töfravald yfir mér. Þessir töfrar hafa. nú fallið af mér. Siðan ég kom til þin aftur hefi ég skilið að tilfinningar mínar eru ekki eins og ég hafði haldið. Ég hefi í raun og veru aldrei elskað þig og nú vil ég láta ógilda hjónaband okkar. Það er auðvelt úr því að það hefur aldrei verið reglu- legt hjónaband og ég ætla að gera ráðstafanir til þess að það megi verða núna strax." Hún sneri sér við, en hann greip um handlegg hennar. „Nei, þér verður ekki kápan úr því klæðinu, góða mín," sagði hann lágt, „þvi það verður „reglulegt hjónaband" eftir þetta." Anna sá glampann í augum hans og skildi hvað hann þýddi. Hún reyndi skelfd að losa sig, en hann herti takið. Hún fann til og hann vissi það. „Svo þú gerðir þetta vegna Jóhönnu. Fari hún til fjandans. Ég er orðinn leiður á að heyra nafn hennar. Auk þess skrökvarðu. Það er ekki vegna Jóhönnu heldur vegna Mikaels Killikk. Heldurðu að ég hafi ekki séð hvernig þið horfð- uð hvort á annað? Þú heldur að þú getir yfir- gefið manninn þinn undir eins og annar verður göfuglyndur við þig." „Lárus, slepptu mér," hvæsti hún. ^mmmimmimmmimHiimmimHifmmiHmmtHfmmHHHmimiimmmi,,^ VEIZTU 1. Hvers vegna hætta hermenn að ganga = I takt meðan þeir fara yfir brýr? 2. Hver er munurinn á concerto og són- 5 ötu? 1 3. Hvað er stærsta vatn heimsins? 4. Hver er nyrsti oddi Islands? 5. Hver eru eiginnöfn Marxbræðra? 6. Hver sagði: „Byssur gera okkur sterka; § smjör gerir okkur bara feita". | 7. Hver þessara manna fann upp sjálf- | blekunginn: Sheaffer, Parker, Water- = man eða Eversharp. 8. Hvenær afhentu Bretar Islendingum | Reykjavíkurflugvöll. | 9. Hvaða f jórír atburðir i himingeymnum = eru jörðinni hættulegastir ? 10. Hvað þýðir tísill? Sjá svör á bls. 14. i 1 uMiHiaiint«iititiitiitii<ii>ii<iM(kiiitiii>iirii><<itiMiiiiiii(iMiiiiii(iiiiii[iti>(i*ti«ii>~

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.