Vikan


Vikan - 18.09.1952, Page 8

Vikan - 18.09.1952, Page 8
8 VIKAN, nr. 36, 1952 STJÁNI DÁTI SKRADDARINN FRÆKNI Kóng’sdóttirin læddist þá varlega fram úr rúminu til að Svo læddist hún aftur upp í rúmið og þóttist sofa. vekja skraddarann ekki. Skraddarinn hafði heyrt til hennar og hafði gaman af, Hún opnaði hægt hurðina, svo hirðmennirnir kæmust inn. því hann ætlaði að gabba þau öll. Kóngsdóttirin var varla komin aftur upp í rúmið, þegar hann fór að tala upp úr svefninum. Hann þóttist vera að tala við lærling hjá skraddara og hrópaði svo hátt að hirð- mennirnir heyrðu til hans. „Bættu buxurnar almennilega, ella læt ég kvarðann ganga um eyrun á þér. Bg, sem hefi drepið sjö í einu höggi, lagt risa af velli og tvö tröll, tekið tvo varga, ein- hyrning og villigölt, mundi ég óttast þessa aumingja, sem nú standa fyrir dyrum herbergis míns?“ Hirðmennrinir biðu fram- an við hurðina tilbúnir til að ráðast á skraddarann. En þegar þeir heyrðu að skraddarinn hefði drepdð sjö í einu höggi og væri nýbúinn að leggja tvo risa að velli, urðu þeir svo skelkaðir að þeir tóku til fótanna og flúðu þennan hættulega mann. Eftir þetta ríkti skraddar- inn í mörg, mörg ár og það gerir hann enn, ef hann er ekki dáinn. ENDIR.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.