Vikan


Vikan - 04.12.1952, Qupperneq 6

Vikan - 04.12.1952, Qupperneq 6
6 VIKAN nr. 47, 1952 FYRIRM YNDARHJÓN. NEI, komdu sæll. Hvernig líður þér, kæri vinur ?“ „Ágætlega, ef þú átt við veikindi mín.“ „Konan þín er nýdáin . . .“ „Já.“ „Það var sorglegt. Allir vissu hve vænt ykkur þótti hvoru um annað.“ „Við vorum gift í 40 ár.“ „En hvað það er gott að þú ert betri til heilsunnar, þó þú hafir orðið fyrir svo mikilli sórg. Við höfðum satt að segja búizt við því að þú færir á undan konunni þinni. Þú hefur þjáðst svo lengi af hjartasjúkdómi. Dó hún ekki einmitt af þeim sjúkdómi ?“ „Jú.“ „En sá sjúkdómur kemur ekki á einum degi og engan grunaði að hún væri veik . . .“ „Hún hefur verið heilsulaus i mörg ár, þó enginn vissi um það.“ „En hvað það er einkennilegt að læknirinn skyldi ekki veita þvi athygli." „Hann vissi það.“ „En hann hefur haldið þvi leyndu fyrir ykkur.“ „Ekki fyrir mér.“ „Vissir þú það og hana grunaði ekkert." „Já, það hefði alveg gert útaf við hana að vita hve veik hún var. Hún var svo hrædd við að deyja . . .“ „Ég er ekki að hnýsast i einkamál þín, en ég skil hvorki upp né niður í þessu.“ „Úr því þú veizt meira en aðrir, þá ætla ég að segja þér það. En þú nefnir það ekki við neinn.“ „Auðvitað ekki.“ „Læknirinn sagði mér fyrir fimm árum að Anna gengi með alvarlegan hjartasjúkdóm. Hún yrði að hætta allri áreynslu og lifa kyrr- látu lífi. Við yrðum að hætta löngu göngu- ferðunum okkar." „Þú sagðir áðan að konuna þína hafi ekki grunað hve veik hún var, en hvernig gat hún þá breytt um lifnaðarhætti." „Það var aðeins um eitt að velja. Þessvegna tók ég sjúkdóminn." „Tókst þú sjúkdóminn ?“ „Læknirinn okkar sagði henni að ég væri með alvarlegan hjartasjúkdóm, en ef hún gætti þess að ég lifði rólegu lífi, gæti ég lifað I mörg ár enn . . ." „Og svo hefur hún lagt niður allt, sem hún ekki þoldi að gera, vegna veikinda þinna." „Já, þannig var það. Hún fórnaði sér alveg fyrir mig. Við hættum að ferðast og hvíldum okkur saman. Henni þótti vænt um að geta orðið mér að liði . . .“ „En varð hún aldrei vör við veikindin ?“ „Það er auðséð að þú ert piparsveinn. I hjónabandi getur aðeins annar aðilinn verið alvarlega veikur. Undir eins snýst allt um hann og hvorugt veitir heilsu hins athygli, allra síst sá heilbrigðari, því hann fær engan tíma tii að hugsa um sjálfan sig.“ „En þurfti hún ekki á meðulum að halda?“ „Jú, hún tók þau. Hefurðu ekki heyrt að ég sé orðinn sérvitur í seinni tíð?“ „Jú, fyrst þú veizt það sjálfur . . .“ „Sérvizka mín var sú, að ég gat ekki tekið meðulin min einn. Ég sagði að þau væru hræðileg á bragðið og ég gæti ekki komið þeim niður. Þá spurði konan mín læknirinn hvort þau gætu skaðað hana. Eftir það tók hún alltaf meðulin með mér og þótti vænt um að geta stuðlað að því að ég yrði heilbrigður. „Og dó hún allt í einu?“ „Ég vissi alt um hjartasjúkdóma og þess- vegna þóttist ég fá kast, þegar henni fór að líða illa. Hún gleymdi sjálfri sér og dó án þess að verða hrædd.“ „Það var fallega gert af þér.“ „Það sem hún gerði fyrir mig var alveg eins fallegt. Við vorum hjón — það var alit og sumt." Satt að segja höfðu þau orðið fyrir miklu áfalli við þessa sorgarfregn. Það var ekki hægt að neita að viðurkenna yfirvofandi hættu, þegar hún var nýbúin að verða annarri stúlku að bráð — jafnvel þótt Evelyn hefði enga vernd fengið. Frú Stirling minntist þess nú að Viola var ein af vörðum dóttur hennar og hún leit ósjálfrátt biðjandi á hana. En Viola var of önnum kafin við að gera sér í hugarlund hvernig Evelyn hefði kvatt vin sinn áður en hún gekk inn í hótelið. Dyravörðurinn hafði heyrt bíl aka burtu um leið og Evelyn sveiflaði hringhurðinni. Hún hafði sennilega verið í góðu skapi eftir skemmtilega ferð og tilbúin til að taka áVítum föður sins. Viola fylgdi henni i huganum upp í lyftinu, inn eftir ganginum og inn fyrir dyrnar. Þar beið hennar einhver. Beið eftir . . . Violu svimaði og suðan í eyrum hennar deyfði rödd frúarinnar. Hún hristi þetta af sér og fór aftur að sjá handmálaða bolla á morgunverðar- borði. Það fór skjálfti um frú Stirling og hún kastaði frá sér blaðinu. „Þetta er of hræðilega til að halda áfram að lesa um það“. Viola gat ekki stillt sig um að forvitnast um, hvað væri svo hræðilegt, að viðbjóðurinn á því gæti yfirgnæft rósemi frú Stirling. Hún tók upp blaðið og þarna var ein lína um hvenær rann- sóknin færi fram. En enginn gerði nokkru sinni grín að frú Stirling, þvi þó hana skorti kímni- gáfuna, þá var hjálpsemi hennar og skyldurækni óvéfengjanleg. Hún ávarpaði nú man sinn ákveð- in, þó lesa mætti í dökkum augum hennar hve óskemmtilegt henni fannst væntanlegt skyldu- starf. „Will, við verðum að fara strax til vesalings mannsins." Miljónamæringurinn muldraði einhver mót- mæli: „Það er ekki víst að hann kæri sig um það. Við ráðlögðum honum að leita til lögreglunnar, eiskan mín. Þetta geta verið afleiðingar þess.“ „Þá fer ég ein.“ Hún gekk fram og sneri sér þar við: „Við borð- um hádegisverð með vinum okkar, svo þér getið átt frí í dag, Viola.“ Violu létti auðsjáanlega og hún kærði sig koll- ótta, þótt Beatrice sæi það. Strax og hjónin voru farin, hringdi hún til Alans Foam. Og þegar henni var sagt að hann væri ekki kominn á skrif- stofuna, hringdi hún heim til hans án þess að láta sér detta i hug að það var ekki kurteist, fyrr en konurödd svaraði nöldrandi, að ef það væri skrifstofan, þá dytti sér ekki í hug að vekja Alan. Hann hefði verið að vinna alla nóttina. Viola bað fyrir skilaboð um að hann hringdi til hennar og frú Foam varð strax vingjarnlegri. „Það skal ég gera með einu skilyrði og það er að þér sjáið um að hann fái sér hádegisverð. Hann hefur verið alla nóttina hjá föður myrtu stúlkunnar og hann er ekki eins sterkur og hann lieldur sjálfur." Viola lofaði að Alan skyldi borða eins og hest- ur og þær ákváðu á hvaða veitingahúsi þau ættu að hittast. Og þegar frúin heyrði að Viola stakk upp á litlum, ódýrum stað, hengdi hún tólið ánægð á: „Hún er enginn gullgrafari," hugsaði hún. Þegar Viola kom inn í stofuna, sá Beatrice á svipnum á henni, að nú væri eitthvað skemmti- legt í vændum. Hún vissi að lagskona hennar mundi nota frelsið til að lifa þessu spennandi lífi, sem hún þekkti ekki. „Ætlarðu að borða úti?" spurði Beatrice. „Já, hvernig fólki verður þú með?“ „Þér mundi vafalaust leiðast það,“ svaraði Beatrice. „Ég get ekki hætt að hugsa um Evelyn. Hvern- ig var hún?“ spurð; Viola. „Spurðu einhvern annan. Maður á ekki að tala illa um dáið fólk.“ „Láttu ekki svona. Ég þoli sannleikann." ,En þessi sannleikur er ekki sérlega skemmti- lcgur. ún var ómenntuð, gat ekki talað um neitt og hugsaði ekkert. Hún hafði aðdráttarafl fyrir karlmenn og röddin var gróf og ruddaleg." Viola vissi að Beatrice var raunsæ og dró þá ályktun að Evelyn hefði verið léttúðug miðlungs- stúlka, sem kyssti bakarasyni engu síður en prinsa. „Það er ágætt að hún skemmti sér,“ sagðl Viola. „Allir ættu að lifa.“ „Allir nema miljóneradætur,“ svaraði Beatrice. Viola skipti um föt til að vera tilbúin að fara um leið og Stirlinghjónin kæmu. Hún spurði þau frétta, af Rafael. „Hann er rólegri on ég er,“ svaraði Stirling. „Hann er alveg tilfinningalaus núna, vesalings maðurinn," sagði frú Stirling. „En ég er hrædd um að hann eigi eftir að líða, þegar hann áttar sig.“ Hún virtist hafa náð sér, þrátt fyrir þessa erfiðu heimsókn og Viola skildi hvers vegna, þeg- ar hún hélt áfram. „Lögreglan er viss um að henni hafi ekki ver- ið rænt. Venjulega sést á fólki ef svo er. Það liefur ekki borðað og og ekki getað þrifið sig o. s. frv. En Evelyn var nýbúin að fá fótasnyrt- ingu, var í hreinum dýrindis nærfötum og hún hefði getað komið beint af snyrtistofu." „Svo hún hefur lifað, eins og Greeny segir," sagði Beatrice. Viola beið ekki eftir frekari fréttum. Hún náði sér I bíl og fór á veitingahúsið, þar sem Foam beið hennar. Hann leit þreytulega út, en breitt bros færðist yfir andlit hans þegar hann sá hana. Viola leit ánægjulega í kringum sig. „Þetta er indæll staður eftir allt skrautið," sagði hún. „Þú getur talið þig með, því ég er orðin dauðleið á þessum útrroðnu stifuðu skyrt- um. Hamingjan góða, hvað þú ert rauðeygður." „Ég hefi verið á fótum í alla nótt. Vesalings Cross var yfirheyrður af lögreglunni og svo þurftu þeir að taka fingraför og allt þessháttar." Viola heyrði hve röddin var þreytuleg og bann- aði honum að segja eitt orð meira um þetta efni, fyrr en þau væru búin að borða. Þegar máltíð- inni var lokið sagði Foam henni í fáum drátt- um hvernig morðið hefði verið framið. „Hún hefur auðsjáanlega ekki kvalizt, þvi hún hefur verið kyrkt áður en hún gat áttað sig. Morðinginn hefur komið upp brunastigann og læðzt inn um gluggann bak við hana. Cross viðurkenndi nauðugur að dóttir hans talaði við ókunna menn og að hún hefði verið á ferðalagi með einhverjum ungum manni. Lögreglan hefur úrskurðað að morðið hafði verið framið vegna ástarmála. Hótunarbréfið var sennilega skrifað til að gabba föðurinn að heiman, því enginn kom á Victoríastöðina. Það var betra fyrir lögregluna að fást við þetta, úr því hann ruglaði þá ekki með tali um hóp af dularfullum óvinum, eins og hann gerði við mig.“ „Áttu við að það hafi ekki verið satt?“ „Ég veit meira um þetta en þú. Hann fyllti mig með lygi. Ég ætti að vera reiður — en ég kenni bara í brjósti um hann. Ég held að hann eigi í erfiðu og viðkvæmu máli og sé að reyna að ljúga sig út úr því. Auðvitað hélt hann að hann væri að gera það bezta úr því og svo er hann lygari af guðs náð. Hann sagði lögreglunni t d. að hann héti í raun og veru Richard, en hefði tekið upp Rafael af því það hljómaði bet- ur.“ „Mannstu þegar við sáumst fyrst?“ sagði Viola. „Ég get en séð Cross fyrir mér eins og hann var þá, herðabreiður og höfðinglegur með glitrandi ljóst hár. Hefurðu áhyggjur af mál- inu?“ ,,Nei,“ svaraði hann. „Lögreglan er búin að taka við af mér og stúlkan er komin í leitirnar. Fyrirtækið sendir inn reikning og þá er ég laus allra mála.“ „Og hvað svo?“ Hún var falleg eins og sápufroða — og alveg eins innantóm. — Lawrence Timms.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.