Vikan


Vikan - 04.12.1952, Blaðsíða 13

Vikan - 04.12.1952, Blaðsíða 13
VIKAN nr. 47, 1952 13 Harold Lloyd Það vildi honum til happs að faðir hans lenti í slysi SVO má heita, að Harold Lloyd sé alveg búinn að leggja kvikmyndaleik á hill- una. 1 þess stað framleiðir hann kvikmyndir. En þegar hann var upp á sitt bezta, var hann einn dáðasti skopleikari heimsins og sá, sem hæst var launaður. Honum áskotnaðist svo mikið fé, að hann er enn þann dag í dag ríkasti kvik- myndaleikarinn í Hollywood — og það skal mikið til. Auk þess hefur hann grætt nokkra tugi milljóna á allslags öðrum arðvæn- legum fyrirtækjum. Hann hafði mikið gaman af því sem einn kunnasti maðurinn í heim- inum, hve fáir þekktu hann á götu. Lloyd-aðdáendur eru varla búnir að gleyma því, að hann bar jafnan horn- spangargleraugu í myndum sínum. En hann notar ekki gleraugu nema í myndum, og það er sennilegast að- alástæðan fyrir því, hve fáir kann- ast við hann, þó þeir mæti honum augliti til auglitis. önnur ástæða er andlitið á honum, en það er ósköp hversdagslegt og hreint ekki skop- leikaralegt. Farið til Kaliforníu. Það var með hann eins og marga aðra leikara: hann gerði leiklistina að atvinnu sinni af- hendingu. Að vísu segist hann alltaf hafa langað að verða leikari. En það var ekki fyrr en svo vildi til, að kunnur leik- ari og leikstjóri gisti af hendingu á heimili foreldra hans, að hann fékk tækifæri til að sýna, hvað í honum bjó. Þessi leikari beitti sér fyrir því, að Lloyd fór að fá smáhlutverk í leikhúsum staðarins. Þá var hann tólf ára. En Lloyd væri sennilegast ennþá ao leika smáhlutverk í litlum leik- húsum, ef forlagadísirnar hefðu ekki aftur skorist í leikinn. Móðir hans var saumakona og faðir hans sölu- maður. Dag nokkurn lenti hann í bilslysi og meiddist illa. Hann fékk yfir 50,000 krónur í bætur. Og eftir nokkra umhugsun, ákvað hann að nota peningana til þess að taka sig og fjölskyldu sína upp og freista gæfunnar einhversstaðar annarsstað- ar. En hvert átti þá að halda? Fjöl- skyldan gat ekki komið sér saman um, hvort hún ætti heldur að fara til New York eða Kaliforníu. Að lokum sagði faðir Harolds: „Við skulum varpa hlutkesti. Ef kór- ónan kemur upp, förum við til Kali- forníu. En ef krónan kemur upp, þá er það New York.“ Málaður Indíáni. Kalifornía sigraði og fjölskyldan fluttist til San Diego, þar sem Harold vann fyrir sér í ýmsum leikhúsum og var „statisti“ í kvikmyndum. Fyrsta „hlutverk" hans var í Indi- ánamynd, hann var færður í stríðs- búning og málaður í framan. Hann hélt, að þetta ætti kannski að vera talsvert stórt hlutverk. En þegar til kom, var ekki ætlast til annars af honum, en að hann rétti öðrum leik- ara matardisk — steinþegjandi. honum var sjaldnast hleypt inn í kvikmyndaverið hvað þá meira, af því hann átti þangað ekkert fram- bærilegt erindi — annað en atvinnu- leit Svo wók hann eftir því einn góðan veðurdag, að þegar leikararnir brugðu sér frá um hádegið til þess að fá sér hressingu, höfðu þeir ekki fyrir því að taka af sér „sminkið". Og dyraverðirnir hleyptu þeim inn aftur orðalaust. Þá þóttist hann vera búinn að finna ráðið. Og næstu daga um há- degisbil málaði Harold sig í framan eins og hver annar leikari og elti svo ósviknu leikarana inn í vinnu- stofur Universal félagsins, þegar þeir komu úr' mat. Hann lék þetta svo oft, að leikararnir komust að svikunum. En í stað þess að ljóstra upp um hann við dyraverðina, byrj- uðu þeir að hjálpa honum. Dag nokkurn kom einn þeirra að máli við hann, kvaðst hafa erft svo- lítið af peningum og vilja fara að búa til kvikmyndir sjálfur. Hann bauð Harold að vera með. Og nokkr- um vikum síðar var hann farinn að leika fyrir framan myndavélarnar. Hættusvæði í Los Angeles. Þetta voru eintómar skopmyndir — einþáttungar. Harold stældi Chapl- in, sem þá var að verða heimsfræg- ur. En hann „sló ekki í gegn". Það var ekki fyrr en hann af hendingu sá leikara með hornspangargleraugu og stráhatt leika predikara. Þetta var alvarlegt hlutverk og leikarinn var alls ekki að reyna að vera fynd- inn. Bara var hann ekki meiri leik- ari en svo, að áhorfendurnir veltust um af hlátri. Daginn eftir stældi Harold þetta gerfi og í því varð hann heimsfrægur — eins og Chaplin. Harold Lloyd er maður alþýðlegur og glaðlyndur. Vinir hans segja, að þeir hafi aldrei kynnst áhyggjulaus- ari manni. Sjálfur segist hann þó hafa sand af áhyggjum, en þær séu óneitanlega af smærri endanum. Hann er nefnilega talsvert hjátrúar- fullur, eins og oft vill verða um lista- menn. Til dæmis er eitt stræti i Los Angeles, sem hann aldrei fer viljandi um, af því hann er handviss um, að þá verði hann nærri því umsvifa- laust fyrir einhverju slæmu óhappi. En stundum gleymir hann þessu og höfðn trú A k v™ d°gum sem fáir ekur eða gengur í gegnum strætið t , J Pinn'hk'myn<v?n’í.m' Harold eins °s hver annar borgari. Stund- y; ínikh - n ^eirra' En Þegar vinn- um Uppgötvar hann þetta á miðri an í leikhusunum varð stopul og hann var orðinn svo auralítill, að hann varð að setjast að í tjaldi, ákvað hann samt að reyna að fá fasta vinnu í einhverju kvikmynda- veri. leið og er þá lengi að brjóta heil- ann um, hvort sé hættulegra: að snúa við sömu leið eða halda áfram. En hvorn kostinn sem hann velur, þá er það víst, að hann bíður i öngum sínum eftir hinu óumflýjanlega óhappi og er ekki í rónni fyrr en það kemur. En stórt óhapp þarf það ekki Hann reyndi árangurslaust dögum að vera til þess að Lloyd þykist vera og vikum saman. Hann vissi ekki búinn að kvitta fyrir glæpinn í það sitt rjýkandi ráð. Verst var það, að skiptið. KÆRKOMIN JÓLAGJÖF er „KODAK66 myndavél VERÐ K R. 100,oo 161too 225,oo Á „BROWNIE“-vélina er hægt áð taka andlits- myndir og landslags- myndir þótt skýjað sé. Njótið fyllstu ánægju við myndatökur með því að nota Six-20 Brownie myndavélina. Eins og aðrar Brownie vélar er hún handhæg í meðför- um — þrýstið á hnapp- inn og myndin er tekin. Brownie myndavélamar eru framleiddar í KODAK verksmiðjunum. Einkaumboð fyrir KODAK Ltd.: VERZLUN HANS PETERSEN H.F. Bankastrœti Jf — Reykjavík. Kodak og Brownie eru skrásett vörumerki. Erfiðir dyraverðir. Erlend kerti eru 300% dýrari en HREIIMSkerti Höfurn ávallt fyrirliggjandi: HREINS- Ljósakrónukerti, hvit og mislit Antikkerti, hvit og mislit Altariskerti, hvít og mislit Blómakcrti, hvit og mislit Jólakerti, hvit og mislit. Það er óþarfi að eyða erlendum gjaldeyri til kaupa á erlendum kert- um og þar með borga erlendum mönnum vinnu- laun. — Hreinskerti eru ávallt til og jafngóð þeim er- lendu. Amerisk kerti kr. 8 pr. 100 gr. Islenzk kerti kr. 2 pr. 100 gr. = Amerísk 300% d>,rari-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.